Fara í efni  

Bæjarráð

3134. fundur 24. nóvember 2011 kl. 16:00 - 18:20 í fundarherbergi 3. hæð, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Guðmundur Páll Jónsson formaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir varaformaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson áheyrnarfulltrúi
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2012

1109132

Tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 15. nóvember 2011 og minnisblað Gunnlaugs Júlíussonar dags. 14. nóvember 2011, um forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012. Á fundinn mætti fjármálastjóri Andrés Ólafsson til viðræðna.

Bréfið lagt fram. Farið yfir gögn varðandi fjárhagsáætlun 2012.

2.Stofnun Sambands orkusveitarfélaga.

1111107

Tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga og fylgigögn, dags. 17. nóvember 2011, um stofnun Sambands orkusveitarfélaga.

Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um málið.

3.Velferðarvaktin - aðgæsla við hagræðingar

1111085

Áskorun Velferðarvaktarinnar, dags. 14. nóvember 2011, um aðgæslu þegar ákvarðanir eru teknar í hagræðingarskyni.

Lagt fram.

4.Vesturgata 113b - stækkun lóðar og deiliskipulagsbreyting

1010002

Bréf framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu, dags. 2. nóvember 2011 þar sem lagt er til við bæjarráð að samþykkja stækkun lóðar við Vesturgötu 113b og heimild til deiliskipulagsbreytingar.

Bæjarráð samþykkir erindið.

5.Lánasjóður sveitarfélaga - lán nr. 0610064 - lánskjör

1110018

Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 16. nóvember 2011, vegna vaxtaendurskoðunarákvæðis á láni nr. 0610064. Fyrir liggur að ekki er mögulegt að framlengja erlent lán sem Akraneskaupstaður hefur hjá sjóðnum, en þess í stað býðst sjóðurinn til að lána kaupstaðnum innlent lán til uppgreiðslu þess erlenda.

Bæjarráð samþykkir lánveitingu sjóðsins að fjárhæð 145 m.kr. verðtryggt með 3,9% vöxtum til 10 ára. Bæjarritara falið að vinna áfram að málinu.

6.Hvalfjarðargöng - tvöföldun

1110257

Bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 8. nóvember 2011, þar sem móttaka erindis um tvöföldun Hvalfjarðarganga er staðfest.

Lagt fram.

7.Bostonferð starfsmanna

1111091

Bréf skólastjóra Brekkubæjarskóla dags. 14. nóvember 2011 vegna hótelkostnaðar kennara vegna vinnuferðar sem var aflýst.

Bæjarráð samþykkir erindið og felur fjármálastjóra að fylgja málinu eftir.

8.SSV - spurningalisti til sveitarfélaga

1111075

Tölvupóstur Torfa Jóhannessonar verkefnisstjóra hjá SSV-Þróun og ráðgjöf, dags. 10. nóvember 2011 um könnun vegna samstarfs sveitarfélaga.

Bæjarritara falið að afgreiða málið.

9.Útsvar - álagningarhlutfall 2012

1111126

Ákvörðun um álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2012.

Bæjarráð samþykkir að álagning útsvars á árinu 2012 verði hámarksálagningarprósenta í samræmi við lög þar um, nú 14,48%.

10.Framleiðsla á innrennslislyfjum

1109151

Bréf starfshóps um atvinnumál dags. 22. nóvember 2011, þar sem lagt er til við bæjarráð að ganga til samninga við Centra um síðari hluta samnings.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

11.Almenningssamgöngur - þjónustukönnun

1111087

Bréf starfshóps um atvinnumál dags. 22. nóvember 2011 þar sem lagt er til við bæjarráð að ganga til samninga við Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri á grundvelli tilboðs þeirra og tillögum SSV.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur verkefnastjóra atvinnumála að ganga frá samningnum. Fjárveiting komi af fjárveitingu til atvinnumála.

12.Íbúagátt

1110254

Minnisblað deildarstjóra bókhalds vegna íbúagáttar dags. 20. október 2011. Óskað er fjárheimildar til að taka upp svokallaða "Bæjardyr" sem er íbúagátt þannig að íbúar hafi rafrænan aðgang að öllum reikningum sínum frá bæjarfélaginu og að þeir birtist síðan í heimabönkum greiðenda. Jafnframt falli niður útsendingar reikninga í pappírsformi.

Bæjarráð samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að aukafjárveiting verði veitt til verkefnisins að fjárhæð 883 þ.kr. Fjárveitingu verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011. Þess verði jafnframt gætt að bæjarbúum verði kynnt breytingin með fullnægjandi hætti.

13.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag

1105061

Bréf framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu dags. 11. október 2011 þar sem lagt er til við bæjarráð og bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu vegna Heiðarbraut 40.
Afgreiðslu var frestað á fundi bæjarráðs 19.10.2011.
Álit Ívars Pálssonar hjá Landslögum í tölvupósti 11.11.2011.
Bréf frá Draupni lögmannsþjónustu dags. 23.11.2011.

Bæjarráð óskar eftir áliti lögmanns Akraneskaupstaðar á stöðu málsins.

Fundi slitið - kl. 18:20.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00