Bæjarstjórn unga fólksins
Ár 2015, þriðjudaginn 17. nóvember 2015 kom bæjarstjórn unga fólksins saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar Stjórnsýsluhúsinu, Stillholti 16-18, 3. hæð og hófst fundurinn kl. 17:00.
Mætt voru:
Jón Hjörvar Valgarðsson fulltrúi nemenda í Fjölbrautaskóla Vesturlands
Þuríður Ósk Magnúsdóttir fulltrúi nemenda í Brekkubæjarskóla
Atli Teitur Brynjarsson fulltrúi nemenda í Grundaskóla
Aldís Lind Benediktsdóttir nemandi í Fjölbrautaskóla Vesturlands og fulltrúi Hvíta húss
Oliver Konstantínus Hilmarsson. Hann er nemandi í Brekkubæjarskóla og talar f.h. Arnardals
Einnig sátu fundinn:
Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar sem stjórnaði fundinum
Regína Ásvaldsdóttir (RÁ), bæjarstjóri
Þórður Guðjónsson (ÞG), vara bæjarfulltrúi
Vilborg Guðbjartsdóttir (VG), bæjarfulltrúi
Ólafur Adolfsson (ÓA), formaður bæjarráðs
Valdís Eyjólfsdóttir (VE), bæjarfulltrúi
Ingibjörg Pálmadóttir (IP), bæjarfulltrúi
Einar Brandsson (EB), bæjarfulltrúi
Valgarður L Jónsson (VLJ), bæjarfulltrúi
Svala Hreinsdóttir, deildarstjóri skóla- og frístundasviðs sem ritaði fundargerð.
Sigríður Indriðadóttir setti fund og bauð fundarmenn velkomna til 14. bæjarstjórnarfundar unga fólksins en fyrsti fundur var haldinn árið 2002.
Sigríður kynnti fulltrúar á bæjarstjórnar fundi unga fólksins. Ingibjörg Valdimarsdóttir og Rakel Óskarsdóttir bæjarfulltrúar boðuðu forföll en báðu fyrir kveðju á fundinn.
Sigríður fór yfir dagskrá fundarins.
1. Áheyrnafulltrúi ungmennaráðs Akraness í skóla- og frístundaráði.
Sigríður fór yfir að á bæjarstjórnarfundi unga fólksins árið 2014 hafi Sindri Snær Alfreðsson kom með tillögu um að ungmenni gætu átt sæti sem áheyrnafulltrúar í ráðum bæjarins. Umræðan hefur þróast á þessum tíma og gerði skóla- og frístundaráð tillögu til bæjarstjórnar í október 2015 um að ungmennaráð Akraness geti átt áheyrnafulltrúa með tillögurétt í skóla- og frístundaráði þegar málefni ungmenna eru á dagskrá ráðsins. Ekki er gert ráð fyrir fundarsetu áheyrnafulltrúa. Bæjarstjórn samþykkti þessa tillögu. Skóla- og frístundaráð, Þorpið, ungmennaráð Akraness munu útfæra þetta fyrirkomulagið saman.
2. Erindi frá ungmennum
SI kynnti Jón Hjörvar Valgarðsson fulltrúa nemenda í Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Jón Hjörvar gerði umhverfismálin að umtalsefni. Hann byrjaði á því að hrósa bæjaryfirvöldum fyrir mörg góð verk í fegrun bæjarins og á Breiðinni. Hann Þakkaði einnig fyrir það hversu mörg mál sem tekin hafa verið upp á þessum vettvangi hafa fengið framgöngu í gegnum tíðina m.a að á síðasta bæjarstjórnarfundi hafi verið samþykkt að Ungmennaráð ætti áheyrnarfulltrúa í Skóla- og frístundaráði bæjarins, eins og Sindri Snær Alfreðsson hafði talaði um árið 2014. Hann tók þó fram að það væri reyndar aðeins þegar rætt er um málefni ungmenna og vitnaði í bókunina ,,: Skóla- og frístundaráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að ungmennaráð á Akranesi eigi áheyrnafulltrúa með tillögurétt í skóla- og frístundaráði þegar málefni ungmenna eru á dagskrá. Ungmennaráð setji sér reglur um val á fulltrúa En við það vakna spurningar eins og: „Hvað flokkast undir málefni ungmenna?“ og „af hverju eru ekki ungmenni í öllum ráðum bæjarstjórnarinnar?“ Hvað mál eru mál eldri borgara? Eru ekki öll mál í bænum mál okkar allra? Við göngum á götum bæjarins, notum strætó, við komum til með að búa hér þegar Sementsreiturinn verður nýttur undir eitthvað skemmtilegt. Allt þetta eru mál ungra jafnt sem annarra. Þetta er eitthvað sem bæjarfulltrúar mega hugsa um og endilega kommenta á. Hann hvatti barfulltrúa til að gera enn betur sérstaklega í þeim málum sem virðast koma upp ár eftir ár.
Þrennt gerði hann þó að aðal umræðuefni. Fyrst vitnaði hann í ræðu Bryndísar Rúnar Þórólfsdóttur frá því í fyrra. ,, Það kom fram í ræðu Bryndísar Rúnar Þórólfsdóttur, tilvitnun hefst: „Á Akranesi er að finna marga leikvelli, en alltof margir þeirra eru alls ekki í nógu góðu ásigkomulagi; t.d. eru leiktækin mörg hver komin til ára sinna og gróður og annað slíkt er illa hirt. Það væri virkilega gaman að sjá ef að þau hverfi sem hafa leikvöll myndu t.d. skipa hverfanefnd sem myndi taka leikvöllinn í fóstur. Þetta gæti skapað vinalega og góða stemningu milli íbúa hverfisins. Leikvöllurinn yrði persónulegri og fólkið yrði eflaust duglegra að fara með krökkunum sínum út að leika.“ Mér fannst tilvalið að koma með þetta aftur upp á borðið þar sem þetta er mjög góð lausn á óþarfa vandamáli. Það væri einnig hægt að útbúa litla keppni milli hverfa um snyrtilegasta leikvöllinn, til dæmis á Írskum dögum þar sem mörg götugrill eru haldin á leikvöllum hverfanna. Hún talaði einnig um úti körfuboltavöll úr sér úrbúnum plastflísum sem fer betur með líkamann en malbikið sem er orðið illafarið. Svona vellir hafa verið vígðir víða um land undanfarin ár. Sem dæmi má nefna í Keflavík, Grindavík, Grafarvogi og á Sauðárkróki. Nú eru yngri kynslóðir að byrja í körfubolta vegna góðs árangurs íslenska landsliðsins á EM. Hefur þetta verið rætt nánar? eða er þetta í vinnslu?
Að lokum talaði Jón Hjörvar um göturnar hér á Akranesi. ,,Það hefur verið gaman að sjá endurbæturnar á Vesturgötunni við Bíóhöllina og mikill munur er að keyra þar núna en áður. Ekki hætta þar heldur halda áfram þessum endurbótum. Þó nokkrar götur hér eru orðnar frekar illa farnar og sumar jafnvel hættulegar. Jörundarholtið, Faxabrautin, Suðurgata og fleiri götur eru farar að skapa hættu. Ég spurðist til í mínum vinahóp þar sem flestir eru ný komnir með bílpróf og ég var ekki einn um að finnast þetta þetta. Þetta getur skapað óöryggi hjá ungum ökumönnum sem og eldri. Þá aðallega þegar það er hálka. Hálka á vegi sem er kúfur fyrir miðju getur myndað hættu þá aðallega fyrir reynslulitla ökumenn. Þetta er yrði stór framkvæmd sem tæki langan tíma en hún er nauðsynleg fyrir öryggi ökumanna, sérstaklega ungmenna.
SI kynnti Þuríði Ósk Magnúsdóttur fulltrúa nemenda í Brekkubæjarskóla.
Þuríður byrjaði á því að hrósa bæjaryfirvöldum fyrir góð verk og skólunum fyrir að taka upp Vinaliðaverkefnið og segir að strax hafi orðið vart við jákvæðar breytingar. Þuríður gerði síðan tvö mál að umtalsefni. Það fyrra var aðstöðuleysi Fimleikafélagsins. Hún sagði m.a ,, Fimleikum fylgja mörg áhöld og margar dýnur, sem fyrir æfingar þarf að setja upp og eftir þær þarf að ganga frá. Krakkar sem fá aðeins klukkutíma á æfingu vilja ekki eyða fyrsta eða síðasta hálftímanum í að setja upp eða ganga frá áhöldunum. Og sem fyrrum iðkandi get ég sagt að það fer ekki vel með tímann né bakið og vegna þessa hafa þó nokkuð margir hætt í fimleikum. Ekki er hægt að setja niður gryfju fyrr en Fima er komið með sitt eigið húsnæði því ekki er hægt að setja gryfju í gólfið í íþróttahúsinu á Vesturgötu því það er fjölnota íþróttahús. Gryfja getur verið mjög mikilvæg í fimleikum því hún er full af svömpum og þegar verið er að læra nýtt stökk er mun minni hætta á meiðslum fyrir bæði þjálfara og iðkendur ef lent er í gryfju sem er full af svömpum heldur en ef lent er á dýnu, sérstaklega þegar eldri iðkendur eru að taka undir þá yngri.“
Næst talaði hún um mötuneytismál Grunnskólanna og þörfina fyrir iðnaðar eldhúsi þannig að hægt sé að elda allan mat frá grunni. ,, Mötuneytið okkar í Brekkubæjarskóla býður ekki upp á þann kost að elda mat frá grunni og því er pantað mikið af unnum mat sem er ekki hollt fyrir krakka sem eru enn að vaxa! Skólarnir eru báðir heilsueflandi skólar og því hafa krakkarnir verið að biðja um minna af unnum mat, einnig er ungt fólk í dag orðið miklu meðvitaðra um hollt matarræði en það var fyrir bara nokkrum árum. Svo finnst okkur vanta svolítið uppá fjölbreytileikann með matnum, þess vegna viljum við koma með hugmynd um salatbar, hægt væri að hafa hann á vagni inní matsalnum og krakkar gætu bara valið sér það sem þau vildu í hvert skipti. Þetta myndi bæði bæta hollustuna og fjölbreytileikann.“
SI kynnti Atla Teit Brynjarsson fulltrúa nemenda í Grundaskóla.
Teitur byrjaði á því að hrósa bænum fyrir gott strætókerfi og það að halda úti ókeypis strætó á Akranesi. Næst ræddi hann um s.k róbótabörn og mikilvægi þess í forvörnum og til að koma í veg fyrir ótímabæra þunganir. ,, Mín tillaga er sú að bærinn kaupi kannski um 10 dúkkur og dreifi verkefninu yfir fleiri helgar en tvær sem væri sennilega tilfellið ef við myndum leigja þær. En ef bærinn á dúkkur þá er verkefnið orðið að föstum lið á tíunda skólaári. Ég sá að 5 dúkkur saman kostuðu fyrir nokkrum árum um hálfa milljón með öllum nauðsynlegum aukahlutum. En býst við að verðið hafi hækkað nokkuð síðan þá svo ég býst við því að 10 dúkkur kosti um 1 og hálfa milljón. Þetta er samt einungis tillaga. Það sem mestu máli skiptir er að þetta verði árlegt verkefni í 10.bekk vegna þess að þetta hjálpar mikið til við að koma í veg fyrir þungun á unglingsaldri.“
Atli Teitur ræddi einnig um skólalóðirnar við grunnskólana og taldi þörf á að fjölga bæði rólum fyrir yngstu nemendurna á báðum skólalóðunum og einnig að eitthvað vanti fyrir eldri nemendur. ,, En það eru ekki bara litlu krakkarnir sem vilja leika úti í frímínútum. Á málþinginu hjá okkur í Grundaskóla kom einnig kvörtun frá nokkrum nemendum á unglingastigi um að það væri ekki nóg í boði fyrir þá unglinga sem vilja fara út í frímínútum og stungu þau uppá að fá stangartennis á lóðina.
Stangartennis er þannig að tveir einstaklingar keppast um að vefja litlum bolta sem er fastur við spotta með spöðum ekki ólíkum tennisspöðum utan um stöng. Sá sem er á undan að vefja honum alla leið vinnur. Þessi leikur hefur verið mjög vinsæll í útilegum og langaði krakkana á unglingastiginu endilega að fá svona stangir. Ein svona stöng með spöðum kostar í Toys‘r‘us tæpar 4000 krónur. Þessar stangir eru ekki mjög fyrirferðarmiklar og því auðvelt að koma þeim fyrir á skólalóðinni. En nóg pláss er við hlið raunvísindastofunnar á skólalóð Grundaskóla. Margar aðrar hugmyndir að leik og æfingatækjum til að auka fjölbreytni skólalóðanna komu upp til dæmis:
- Skólahreystibraut
- Trampólín eða hoppu dýna eins og í Húsafelli.
- Klifurturn í Grundaskóla og margt fleira.
Það er alltaf verið að hvetja börn og unglinga til að hreyfa sig meira og þess vegna mikilvægt að gera eitthvað fínt á skólalóðunum sem hvetur til útiveru og hreyfingar“
SI kynnti Aldísi Lind Benediktsdóttur nemanda í Fjölbrautaskóla Vesturlands og fulltrúi Hvíta húss.
Aldís gerði málefni framhaldsskólans að sínu og ræddi m.a um þær breytingar sem hafa orðið á framhaldskólanum eð því að stytta hann niður í 3 ár. Hún sagði m.a ,, Þessi breyting mun líklega haf mikil áhrif á félagslífið því nú er meira læra og hafa þá krakkar minni tíma fyrir aðra hluti. Félagslífið er mjög mikilvægur partur af lífi ungmenna og hjálpar að móta einstaklinginn. Skiptir þetta eina ár svona miklu máli? Framhaldsskóli á að vera einn skemmtilegasti tími lífs okkar og er þá mikilvægt að við fáum að njóta hans vel.
Aldís Lind ræddi einnig málefni Fjölbrautaskóla Vesturlands og sagði m.a ,, Þó að umræðan um skólann okkar FVA hafið verið frekar neikvæð undanfarið þá hefur mjög margt gott verið gert í skólanum og allt í lagi að það komi fram. Skammhlaupið, sem einmitt er ný búið er frábært og brýtur upp hefðbundið skólastarf. Það gerir líka opnir dagar sem hafa líka verið mjög skemmtilegir. Síðast en ekki síst má nefna að mörg frábær leikrit og söngleikir hafa verið sett upp og þar hafa margir fengið að njóta sín. Sumir í leik, aðrir í söng, hljóðfæraleik, búðingasaumi förðun, tæknimálum auglýsingagerð og svona gæti ég lengi haldið áfram. Þetta nám sem fer fram í gegnum uppsetningu á viðburðum eins og leiksýningum er ómetanleg. Og af því það er ómetanlegt – ekki hægt að gefa einkunn þá er hætt við að lítið sé gert úr því. Sumir eiga mjög auðvelt með að taka þátt í svona leiksýningu með náminu, aðrir eiga erfiðara með það. Þeir þurfa að einbeita sér að fullu að ,,hefðbundna náminu“ og missa kannski af tækifærinu til að taka þátt í svona skemmtilegu verkefni. Aldís tók það fram að hún ætlaði ekki að ræða aðstöðuleysi fimleikanna en benti þó á að með nýju fimleikahúsi myndu gefast mörg tækifæri fyrir aðrar íþróttagreinar sem ekki hafa komist að hingað til í íþróttahúsum bæjarins, m.a handbolta.
SI kynnti Oliver Konstantínus Hilmarsson nemanda í Brekkubæjarskóla sem talaði f.h. Arnardals.
Oliver talaði um það hversu gott það hafi verið að byrja í Brekkubæjarskóla í 8.bekk og hversu vel hafi verið tekið á móti honum þar Hann hrósaði tónlistarskólanum og miklu tónslistarlífi í grunnskólunum. Oliver ræddi nokkur atriði og m.a írska daga. Hann talaði um hversu frábært væri að hafa svona skemmtilega bæjarhátíð og benti á hvað væri hægt að gera betur. ,, Þá er það tillaga að vera með einhverskonar samkomuaðstöðu. Til dæmis útitjald eða einhverskonar afmarkað svæði þar sem er hægt að vera með einhverskona sjoppu þar sem hægt er að kaupa sér eitthvað að drekka eða að narta í. Og vera síðan með hátalara til að hlusta á tónlist. Og ekki væri neitt verra að vera með einhverja bekki, stóla og kannski einhver borð. En til að koma í veg fyrir að einhverjir of ungir eða gamlir séu að reyna að komast inn þá væri einhver gæsla og þú þyrftir helst að sanna að þú sért á réttum aldri til að komast inn. Og síðan væri hægt að vera með þetta tjald opið frá c.a. 3 til 11yfir hátíðina myndi líklega vera vel sótt til að hittast með vinum og ,,chilla“ eða eitthvað þessháttar. Og það yrðu mjög margir líklega fegnir að það væri ball á þessum sama stað á sama tíma og Lopapeysan sem væri hægt að kalla Unga Lopapeysan, og jafnvel vera með einhverja hljómsveit að spila.
Oliver talaði um hversu frábært íþróttalíf er á Akranesi og hversu margar íþróttagreinar krakkar hafa tækifæri á að stunda. Oliver ræddi um að búningsklefarnir í Bjarnalaug væru allt of litlir og krakkar væru að kvarta undan lélegum sturtum bæði í íþróttahúsinu við Vesturgötu sem og Jaðarsbökkum.
Allir krakkarnir hrósuðu því sem vel er gert og þökkuðu fyrir að fá tækifæri til að koma skoðunum ungs fólks á framfæri.
Sigríður Indriðadóttir þakkaði öllum frummælendum fyrir þeirra framlag, hversu vel þau voru undirbúin og hefðu góðar tillögur til úrbóta. Orðið var gefið laust til bæjarfulltrúa og bæjarfulltrúa unga fólksins.
RÁ tók undir með Sigríði og þakkaði ungmennum fyrir þeirra framlag, ábendingar um það sem betur mætti fara og tillögur að úrbótum. Ábendingum verður vísað í réttan farveg.
VE þakkaði fyrir erindi ungmenna. Taldi að hægt væri að taka undir allar þær ábendingar sem komið höfðu fram og hægt væri að bregðast við mörgum þeirra án mikils kostnaðar.
SI sagði frá því að erindi sem komu fram í framsögum ungmenna verða sett í ferli og vísað til viðeigandi ráða og sviða innan Akraneskaupstaðar.
VÞG hrósaði ungmennum fyrir þeirra framsögu og að geta bent á það jákvæða í samfélaginu. Beindi spurningu til Þuríðar varðandi vinaliða verkefnið. „Gæti verkefnið einnig gengið með eldri nemendum“?
SI benti ungmennum á að hægt væri að svara fyrirspurnum á fundinum en einnig væri hægt að svara þeim síðar með því að senda svör til bæjarfulltrúa.
EB formaður skipulags- og umhverfisráðs. Margar ábendingar frá ungmennum tilheyra því ráði og verða þær teknar þar til umfjöllunar. Þakkar fyrir jákvæða punkta í erindum ungmenna og hvatti ungmenni til að mæta á opna fundi þegar verið er að ræða skipulagsmál bæjarins.
SI fór yfir að margir hefðu óskað eftir að taka til máls og lagði því til að fundartími yrði lengdur. Tillagan var samþykkt.
VLJ tók til umfjöllunar samþykkt bæjarstjórnar um að tilnefna fulltrúa ungmennaráðs sem áheyrnafulltrúa í skóla- og frístundaráð og þá ábendingu Jóns Hjörvars um hvaða mál væru mál ungmenna. Hvatti ungmenni til að vera vakandi og halda bæjarfulltrúum við efnið og fylgjast með umræðum. Benti á að ungmenni geta sent bæjarfulltrúum fyrirspurnir og óskað eftir fundi með þeim. Ræddi einnig um að mörg verkefni væru kostnaðarfrek en önnur væri hægt að skoða og meta hvað væri hagkvæmast og myndi auka gæði þjónustunnar. Tók til umfjöllunar vangaveltur Aldísar um styttingu náms í framhaldsskóla og að það myndi líklega haft áhrif á félagslífið en það væri mikilvægur partur af lífi ungmenna. VLJ tók undir með Aldísi að félagslífið væri mikilvægur þáttur í lífi ungmenna og hvatti þau til að gleyma ekki félagslífinu á þessum árum.
ÞÓM sagði frá því að tveir starfsmenn í grunnskólunum hefðu farið á námskeið til að undirbúa þá til að skipuleggja leiki í samræmi við aldur þeirra sem taka þátt í vinaliðaverkefninu nú í dag. Taldi það geta verið áhugavert að vera með samskonar verkefni en þó í samræmi við aldur á unglingastigi.
SI kynnti IP reynslumikinn bæjarfulltrúa og fyrrverandi alþingsmann og ráðherra.
IP tók til máls þakkaði ungmennunum fyrir þeirra mál og tillögur en öll málin eru mál málanna í dag. Benti á að það liggur mikill undirbúningur að baki framsögu ungmennanna sem bæjarstjórn gæti tekið sér til fyrirmyndar.
ÓA tók til máls og þakkaði ungmennum fyrir þeirra framsögu, hversu vel þau voru undirbúin og vel máli farin. Benti á að ungmenni þurfi að hafa fyrir því að koma málefnum sínum á framfæri. Besta leiðin væri að virkja ungmenni inn í umræðuna, gefa þeim tækifæri til þess og að tekið verði tillit til þeirra skoðana. Óskaði eftir tillögu frá ungmennum hver væri besti vettvangurinn til að ná samtali milli bæjarfulltrúa og ungmenna á milli bæjarstjórnarfunda ungafólksins. Fór yfir að bæjarfélagið þyrfti að sinna lögboðuðum verkefnum en auk þess væru ýmis önnur verkefni sem þarf að sinna og forgangsraða.
ÞG tók til máls og sagði frá hvernig börn og ungmenni hefðu áður getað haft áhrif á framkvæmdir í bænum og hvatti ungmenni til að láta rödd sína heyrast sem víðast. Hrósaði ungmennum fyrir þeirra framsögu, málefnalega og jákvæða umræðu og ábendingar um það sem vel er gert og þau tækifæri sem eru til að gera betur.
JHV þakkaði fyrir góð svör við þeim spurningum sem ungmennin höfðu lagt fram en það væri merki um að hlustað væri á þeirra framsögu. Tók undir með ALB og VGL um mikilvægi þess að félagslífið skiptir máli hjá ungmennum og mikilvægi þess að njóta og fjórða árið skiptir því miklu máli í því tilliti í framhaldsskóla.
SI tók til máls og bendi á að aðstaða fyrir hljómsveitir sé alltaf í skoðun. Benti á að ungmenni hefðu val um það hversu hratt þau fara í gengum framhaldsskóla en mikilvægi þess að njóta þessara ára.
OKH fór yfir þau mál sem höfðu komið fram að þyrfti úrlaunar við og benti á leiðir og að hægt væri að byrja smátt og leysa þannig málið hægt og sígandi.
SI þakkaði öllum fundarmönnum fyrir umræðurnar og þakkaði Heiðrúnu Janusardóttur verkefnisstjóra æskulýðs- og forvarnarmála og Lúðvík Gunnarssyni deildarstjóra í Þorpinu fyrir þeirra framlag í undirbúningi fyrir þennan fund. Sagði frá því að skóla- og frístundaráð hlakkaði til samstarf við ungmenni og að fá þau sem áheyrnafulltrúa á fundi.