Fara í efni  

Bæjarstjórn

1201. fundur 25. nóvember 2014 kl. 17:00 - 17:50 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
  • Svanberg J. Eyþórsson varamaður
  • Þórður Guðjónsson varamaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti óskaði eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar,að taka inn á dagskrá fundarins mál nr. 1411176 - Bæjarstjórnarfundur.

Samþykkt: 9:0.

1.Skýrsla bæjarstjóra

1401185

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá 28. október sl.
Til máls tók SI.

2.Stjórnkerfisbreytingar 2014

1406104

Gerð er tillaga um breytingu í bæjarráði.
Borinn upp tillaga um að Valgarður Lyngdal Jónsson (S) verði varamaður í bæjarráði í stað Kristins Halls Sveinssonar.

Samþykkt: 9:0.

3.Heilbrigðiseftirlit - fjárhagsáætlun 2015

1411031

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 13. nóvember sl., fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2015. Sveitarstjórnir þurfa að samþykkja áætlunina sbr. 12. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Til máls tók: ÓA.

Samþykkt: 9:0.

4.Skóladagvistir - stöðumat 2014

1410008

Fjölskylduráð samþykkti á fundi sínum þann 7. október sl. að stofna starfshóp til að leggja fram stöðumat um starf skóladagvista á Akranesi.
Starfshópurinn verði skipaður deildarstjórum skóladagvista, stjórnendum grunnskóla, verkefnastjóra æskulýðs- og forvarnarmála og fulltrúa fagsviðsins.
Til máls tók: RÁ.

Samþykkt: 9:0.

5.Bæjarstjórnarfundur

1411176

Næsti fundur bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar.
Forseti lagði til að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði haldinn fimmtudaginn 11. desember í stað þriðjudagsins 9. desember.
Breytingin verði auglýst í samræmi við 11. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Samþykkt: 9:0.

6.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2014

1409066

Fundargerð bæjarstjórnar unga fólksins sem haldinn var þann 18.11.2014.
Til máls tóku: SI, VJ, IV, ÓA og IP.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2014 - bæjarráð

1401158

3237. fundargerð bæjarráðs frá 13.11.2014.
Til máls tók: RÁ um lið númer 1.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2014 - skóla-og frístundaráð

1411146

1. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 18.11.2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2014 - skipulags- og umhverfisráðs

1411140

1. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 20.11.2014.
Til máls tók: VJ um lið númer 1.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2014 - Höfði

1401149

46. fundargerð stjórnar Höfða frá 17.11.2014.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2014 - Faxaflóahafnir sf.

1401090

126. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 14.11.2014.
Til máls tók: IP um liði númer 2 og númer 7. ÓA um liði númer 2 og númer 7.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00