Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Skýrsla bæjarstjóra
1501357
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá 24. febrúar 2015.
2.OR - eigendanefnd 2015
1503066
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 12. mars sl. breytingu á greiðsluröð afborgana lána Orkuveitu Reykjavíkur hjá Dexia bankanum, sbr. bréf frá O.R. dags. 9. mars sl. og vísar málinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á greiðsluröð afborgana lána Orkuveitu Reykjavíkur hjá Dexia bankanum, sbr. bréf frá O.R. dags. 9. mars síðastliðinn.
Samþykkt 9:0.
Samþykkt 9:0.
3.Íslandsmótið í golfi 2015
1503071
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 12. mars sl. fyrirliggjandi framkvæmdasamning við Golfklúbbinn Leyni vegna Íslandsmótsins í golfi sem fram fer á Garðavelli dagana 23. júlí til 26. júlí næstkomandi og fól bæjarstjóra að skrifa undir samninginn.
Í samþykktri framkvæmdaáætlun vegna ársins 2015 er gert ráð fyrir kostnaði vegna þessa, samtals að fjárhæð kr. 2.000.000.
Bæjarráð vísar samningnum til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Í samþykktri framkvæmdaáætlun vegna ársins 2015 er gert ráð fyrir kostnaði vegna þessa, samtals að fjárhæð kr. 2.000.000.
Bæjarráð vísar samningnum til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Til máls tók: RÓ.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir framkvæmdasamning við Golfklúbbinn Leyni vegna Íslandsmótsins í golfi sem fram fer á Garðavelli dagana 23. júlí til 26. júlí næstkomandi.
Samþykkt 9:0.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir framkvæmdasamning við Golfklúbbinn Leyni vegna Íslandsmótsins í golfi sem fram fer á Garðavelli dagana 23. júlí til 26. júlí næstkomandi.
Samþykkt 9:0.
4.Lífeyrissjóður starfsm. sveitarfélaga - endurgreiðsluhlutfall B- deildar Akraneskaupstaðar 2015
1503049
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 12. mars sl. að hlutfall endurgreiðslu lífeyris vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar í B-deild LSS verði 56%.
Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar Akraness til staðfestingar.
Bæjarráð vísar ákvörðuninni til bæjarstjórnar Akraness til staðfestingar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að hlutfall endurgreiðslu lífeyris vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar í B-deild LSS verði 56%.
Samþykkt 9:0.
Samþykkt 9:0.
5.Fundargerðir 2015 - bæjarráð
1501211
3249. fundargerð bæjarráðs frá 12. mars 2014.
Til máls tóku: IP um lið númer 13. ÓA um lið númer 13. IP um lið númer 13. IP óskar eftir að bera fram tillögu um að forsvarsmönnum Nótastöðvarinnar hf. verði gefinn kostur á að koma á næsta fund bæjarráðs til að skýra mál sitt. Forseti um lið númer 13 og um heimild bæjarstjórnar til að taka málið upp til afgreiðslu undir þessum dagskrárlið. IP um lið númer 13. IV um lið númer 13. RÓ um lið númer 5.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6.Fundargerðir 2015 - velferðar- og mannréttindaráð
1501105
10. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 18. mars 2015.
Til máls tóku: IP um lið númer 1. VLJ um liði númer 1 og 4. VÞG um liði númer 1 og 2. RÁ um lið númer 1 og 4. ÓA um liði númer 1 og 4.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:06.
Valdís Eyjólfsdóttir er einnig fjarverandi vegna veikinda.