Fara í efni  

Bæjarstjórn

1232. fundur 19. apríl 2016 kl. 17:00 - 18:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir varamaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Einar Brandsson, varaforseti stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna.

Forseti óskaði eftir að taka inn með afbrigðum sbr. c. lið 15. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar eftirfarandi erindi/mál:

Nr. 1604011
Deiliskipulag Sementsreits (verður mál nr. 4 á dagskrá fundarins).

Samþykkt 9:0.

1.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2015 - A hluti

1604099

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2015, A- hluti, lagður fram til kynningar og fyrri umræðu.
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Byggðasafn
1.4 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.

Rekstrarniðurstaða A- hluta er jákvæð um 200,3 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 141,9 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Lykiltölur:
Skuldahlutfall er 104% en var 116% árið 2014.
Skuldaviðmið er 75% en var 86% árið 2014.
Veltufé frá rekstri er 13,4% en var 16,5% árið 2014.
Framlegð er 6,6% en var 6,9% árið 2014.

Bæjarráð staðfesti ársreikninga Aðalsjóðs og Eignasjóðs með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn að ársreikningar Aðalsjóðs, Eignasjóðs, Byggðasafnsins í Görðum og Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. verði samþykktir.
Samþykkt 9:0 að vísa reikningum A- hluta Akraneskaupstaðar til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2015 - B hluti

1604100

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2015, B- hluti, lagður fram til kynningar og fyrri umræðu.
2.1 Höfði hjúkrunar og dvalarheimili
2.2 Gáma
2.3 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.4 Háhiti ehf.

Rekstrarniðurstaða B- hluta var neikvæð um 125,1 mkr. en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 90,3 mkr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu.

Bæjarráð staðfesti ársreikning Gámu með undirritun sinni og leggur til við bæjarstjórn að ársreikningar Fasteignafélagsins ehf., Gámu, Háhita ehf. og Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis verði samþykktir.
Samþykkt 9:0 að vísa ársreikningum B- hluta Akraneskaupstaðar til síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2015 - samstæða

1604101

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2015, lagður fram til kynningar og fyrri umræðu.

Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar var jákvæð um 75,1 mkr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 51,5 mkr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
Lykiltölur:
Skuldahlutfall er 116% en var 126% árið 2014.
Skuldaviðmið er 84% en var 91% árið 2014.
Veltufé frá rekstri er 11,9% en var 14,7% árið 2014.
Framlegð samstæðunnar er 4,3% en var 4,2% árið 2014.

Bæjarráð staðfesti samstæðuársreikning Akraneskaupstaðar með undirritun og leggur til við bæjarstjórn að reikningurinn verði samþykktur.
Til máls tóku:
RÁ og IV sem leggur fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúum ber að skrá fjárhagslega hagsmuni sína og skila inn til Akraneskaupstaðar. Undirrituð telur að þessi skráning eigi að vera sýnilegri en hún er í dag og vera aðgengileg á vef bæjarins. Í ljósi umræðna í þjóðfélaginu síðastliðnar vikur þá eigum við að hafa stjórnsýsluna eins opna og hægt er og tel ég það vera eðlilegt skref í þá átt að birta hagsmunaskráningu bæjarfulltrúa á vef kaupstaðarins.

Ingibjörg Valdimarsdóttir (sign)

Framhald umræðu:
VE, IP, IV og ÓA.

Samþykkt 9:0 að vísa samstæðureikningi A- og B- hluta Akraneskaupstaðar til síðari umræðu í bæjarstjórn.

4.Deiliskipulag Sementsreits

1604011

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 18. apríl sl. var fjallað um skipulagslýsingu fyrir Sementsreit.
Ráðið leggur til við bæjarstjórn Akraness að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, til kynningar á tímabilinu 22. apríl 2016 til og með 11. maí 2016.
Stefnt er að halda kynningarfund 11. maí næstkomandi þar sem fólki gefst kostur á að koma með athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagslýsingu.
Til máls tóku:
RÓ, IV, RÓ, VÞG og RÁ.

Samþykkt 9:0.

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00