Fara í efni  

Bæjarstjórn

1239. fundur 13. september 2016 kl. 17:00 - 17:26 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundar.

1.Viðauki við fjárhagsáætlun 2016

1605142

Viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun 2016 var samþykktur í bæjarráði Akraness þann 1. september síðastliðinn og er hann lagður fram til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Samþykkt 9:0.

2.Deilisk. Grenjar Hafnarsvæði H3 - Krókatún 22-24

1608126

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna Krókatúns 22-24, verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Einar Brandsson víkur af fundi undir þessum lið.
Til máls tóku: RÓ.
Samþykkt 8:0.

3.Fundargerðir 2016 - bæjarráð

1601006

3188. fundargerð bæjarráðs frá 1. september 2016.
Til máls tóku:
IV um lið nr. 8.
RÁ um lið nr. 8 og 5.
VE um lið nr. 5 og 1.
ÓA um lið nr. 5 og samkomulag hjúkrunarheimila og ríkis um lífeyrisskuldbindingar.
RÁ um samkomulag hjúkrunarheimila og ríkis um lífeyrisskuldbindingar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2016 - velferðar- og mannréttindaráð

1601007

44. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 24. ágúst.
45. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 7. september.
Til máls tóku:
Ebr. þakkar Jóni Hróa Finnssyni fráfarandi sviðsstjóri velferðar- og mannréttindasviðs fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2016 - skipulags- og umhverfisráð

1601009

42. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 5. september 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2016 - skóla- og frístundaráð

1601008

45. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 1. september.
46. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 6. september.
Til máls tóku:
SI þakkar Helgu Gunnarsdóttur fráfarandi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs fyrir vel unnin störf í þágu Akraneskaupstaðar og óskar Valgerði Janusardóttur tilvonandi sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs velfarnaðar í nýju starfi.
VLJ um fundargerð nr. 46, lið nr. 3.
RÁ með ábendingu um að fylgigögn fylgi fundargerðum annarra ráða eins og fundargerðum bæjarráðs.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Því miður virkaði ekki upptökutækið og því er ekki unnt að hlusta á upptöku af fundinum.
Beðist er forláts á þessu.

Fundi slitið - kl. 17:26.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00