Fara í efni  

Bæjarstjórn

1240. fundur 27. september 2016 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundar.

1.Kosning í ráð og nefndir 2016, samkvæmt 43. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar

1601180

Kristinn Pétursson fulltrúi Bjartrar framtíðar hefur flutt úr sveitarfélaginu og óskað lausnar sem aðalmaður í menningar- og safnanefnd.

Samþykkt 9:0

Fulltrúar Bjartrar framtíðar í menningar- og safnanefnd eru Þórunn María Örnólfsdóttir sem aðalmaður og Hörður Ó. Helgason sem varamaður.

2.Deilisk. Breið - þjónustuhús

1609117

Erindi skipulags- og umhverfisráðs þar sem lagt er til við bæjarstjórn Akraness að tillaga um breytingu á deiliskipulagi Breiðar verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 3 mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í færslu byggingarreits undir þjónustuhús og salerni.
Til máls tók: EBr.

Samþykkt 9:0.

3.Fundargerðir 2016 - bæjarráð

1601006

3189. fundargerð bæjarráðs frá 12. september 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir 2016 - skipulags- og umhverfisráð

1601009

43. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 19. september 2016.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2016 - Faxaflóahafnir

1601011

149. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 16. september 2016.
Til máls tók: ÓA um lið nr. 4.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00