Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Laun bæjarfulltrúa - endurskoðun
1404145
Tillaga frá bæjarfulltrúunum Sveini Kristinssyni, Gunnari Sigurðssyni og Guðmundi Páli Jónssyni um breytingar á reglum um laun hjá Akraneskaupstað til bæjarfulltrúa, og fyrir setu í ráðum, nefndum og starfshópum.
Málið er tekið á dagskrá með afbrigðum.Til máls tóku:GS, GPJ, EBr, IV og GB.Samþykkir: Sex fulltrúar,GS, SK, GPJ, DJ, EBen og ÞÞÓ. Þrír fulltrúar sitja hjá: EBr, IV og GB.
2.Sveitarstjórnarkosningar 2014 - 31. maí 2013.
1401042
Erindi frá yfirkjörstjórn dags. 2.6.2014, þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðu sveitarstjórnarkosninga á Akranesi 31.5.2014.
Lagt fram.
3.Viðauki við fjárhagsáætlun 2014
1405169
Erindi bæjarráðs dags. 30.5.2014, þar sem viðauka II við fjárhagsáætlun 2014 er vísað til umfjöllunar og samþykktar í bæjarstjórn.
Samþykkt 9:0.
4.Bæjarlistarmaður Akraness 2014
1404141
Erindi menningarmálanefndar dags. 4.6.2014 þar sem gerð er tillaga um bæjarlistamann 2014.
Samþykkt 9:0.
5.Stefnumótunarvinna í atvinnumálum 2014
1312041
Drög að atvinnustefnu Akraneskaupstaðar lögð fram til samþykktar.
Til máls tóku: IV, GS og RÁ.Samþykkt 9:0.
6.Fundargerðir 2014 - bæjarstjórn
1401184
1190. fundargerð bæjarstjórnar frá 27.5.2014.
Samþykkt 9:0.
7.Fundargerðir 2014 - bæjarráð
1401158
3219. fundargerð bæjarráðs frá 15.5.2014, leiðrétt.
3220. fundargerð bæjarráðs frá 30.5.2014.
3221. fundargerð bæjarráðs frá 5.6.2014.(tekin inn með afbrigðum)
3220. fundargerð bæjarráðs frá 30.5.2014.
3221. fundargerð bæjarráðs frá 5.6.2014.(tekin inn með afbrigðum)
Lagðar fram.
8.Fundargerðir 2014 - skipulags- og umhverfisnefnd
1401161
113. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 2.6.2014.
Til máls tóku: GS (almennt)og RÁ.Lögð fram.
Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar fer yfir feril sinn í bæjarstjórn undanfarin 20 ár, kveður samstarfsmenn sína og óskar þeim sem taka við keflinu, velfarnaðar í störfum þeirra Akraneskaupstað til heilla.
Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi þakkar bæjarfulltrúum undanfarin 20 ár fyrir samstarfið sem og starfsmönnum Akraneskaupstaðar. Beinir einnig orðum sínum til nýrra bæjarfulltrúa og óskar þeim velfarnaðar í starfi. Þakkar bæjarstjóra fyrir frábært samstarf undanfarið ár sem og öðrum þeim bæjarstjórum sem starfað hafa á þessum vettvangi undanfarin 20 ár.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri þakkar öllum bæjarfulltrúum fyrir afar gott samstarf og óskar öllum þeim sem eru að hverfa af vettvangi velfarnaðar. Hlakkar einnig mjög til samstarfsins við nýja bæjarstjórn og er þakklát fyrir að eiga kost á áframhaldandi samstarfi.
Dagný Jónsdóttir bæjarfulltrúi kveður og þakkar samstarfið. Óskar nýjum bæjarfulltrúum velfarnaðar í starfi.
Einar Benediktsson bæjarfulltrúi þakkar sérstaklega reynslumestu bæjarfulltrúunum fyrir afar gott, gefandi og lærdómsríkt samstarf. Þakkar einnig öðrum bæjarfulltrúum samstarfið á kjörtímabilinu sem og embættismönnum Akraneskaupstaðar. Óskar nýjum bæjarfulltrúum velfarnaðar í starfi.
Þröstur Þór Ólafsson bæjarfulltrúi óskar nýjum bæjarfulltrúum til hamingju með kjörið og óskar velfarnaðar í starfi. Lýsir yfir mikilli ánægju með samstarfið á yfirstandandi kjörtímabili sem hafi einkennst af samstöðu.
Einar Brandsson bæjarfulltrúi hvetur bæjarfulltrúana Gunnar Sigurðsson, Guðmund Pál Jónsson og Svein Kristinsson til að skrá niður ýmis atriði úr þeirra starfsreynslu undanfarin 20 ár. Vill einnig þakka öllum öðrum í bæjarstjórn sem eru nú að hverfa af vettvangi fyrir mjög gott samstarf. Þakkar einnig varamönnum fyrir þeirra þátt þegar á hefur reynt sem og bæjarstjóra og öðrum starfsmönnum Akraneskaupstaðar kærlega fyrir mjög gott samstarf.
Gunnhildur Björnsdóttir bæjarfulltrúi vill þakka fyrir samstarfið undanfarið ár sem hún hefur setið í bæjarstjórn. Tíminn hafi verið mjög lærdómsríkur og hrein forréttindi að fá að starfa í þágu bæjarbúa. Óskar nýjum bæjarfulltrúum velfarnaðar í starfi.
Ingibjörg Valdimarsdóttir bæjarfulltrúi vill þakka öðrum bæjarfulltrúum fyrir afar gott samstarf og þakkar einnig sérstaklega fyrir að hafa átt þess kost að starfa með reynslumestu bæjarfulltrúunum þeim Sveini Kristinssyni, Gunnari Sigurðssyni og Guðmundi Páli Jónssyni. Óskar einnig nýjum bæjarfulltrúum velfarnaðar í starfi og hlakkar til samstarfsins næstu fjögur árin.
Guðmundur Páll Jónsson, bæjarfulltrúi og fyrsti varaforseti fer yfir feril sinn undanfarin 20 ár og kveður samstarfsmenn sína. Honum telst til að þeir þrír sem lengst hafa setið í bæjarstjórn hafi setið rúmlega 400 bæjarstjórnarfundi saman. Vitnar til ýmissa þekktra persóna sem þeir hafi átt kost á að hitta vegna starfa sinna sem bæjarfulltrúar.
Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi þakkar bæjarfulltrúum undanfarin 20 ár fyrir samstarfið sem og starfsmönnum Akraneskaupstaðar. Beinir einnig orðum sínum til nýrra bæjarfulltrúa og óskar þeim velfarnaðar í starfi. Þakkar bæjarstjóra fyrir frábært samstarf undanfarið ár sem og öðrum þeim bæjarstjórum sem starfað hafa á þessum vettvangi undanfarin 20 ár.
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri þakkar öllum bæjarfulltrúum fyrir afar gott samstarf og óskar öllum þeim sem eru að hverfa af vettvangi velfarnaðar. Hlakkar einnig mjög til samstarfsins við nýja bæjarstjórn og er þakklát fyrir að eiga kost á áframhaldandi samstarfi.
Dagný Jónsdóttir bæjarfulltrúi kveður og þakkar samstarfið. Óskar nýjum bæjarfulltrúum velfarnaðar í starfi.
Einar Benediktsson bæjarfulltrúi þakkar sérstaklega reynslumestu bæjarfulltrúunum fyrir afar gott, gefandi og lærdómsríkt samstarf. Þakkar einnig öðrum bæjarfulltrúum samstarfið á kjörtímabilinu sem og embættismönnum Akraneskaupstaðar. Óskar nýjum bæjarfulltrúum velfarnaðar í starfi.
Þröstur Þór Ólafsson bæjarfulltrúi óskar nýjum bæjarfulltrúum til hamingju með kjörið og óskar velfarnaðar í starfi. Lýsir yfir mikilli ánægju með samstarfið á yfirstandandi kjörtímabili sem hafi einkennst af samstöðu.
Einar Brandsson bæjarfulltrúi hvetur bæjarfulltrúana Gunnar Sigurðsson, Guðmund Pál Jónsson og Svein Kristinsson til að skrá niður ýmis atriði úr þeirra starfsreynslu undanfarin 20 ár. Vill einnig þakka öllum öðrum í bæjarstjórn sem eru nú að hverfa af vettvangi fyrir mjög gott samstarf. Þakkar einnig varamönnum fyrir þeirra þátt þegar á hefur reynt sem og bæjarstjóra og öðrum starfsmönnum Akraneskaupstaðar kærlega fyrir mjög gott samstarf.
Gunnhildur Björnsdóttir bæjarfulltrúi vill þakka fyrir samstarfið undanfarið ár sem hún hefur setið í bæjarstjórn. Tíminn hafi verið mjög lærdómsríkur og hrein forréttindi að fá að starfa í þágu bæjarbúa. Óskar nýjum bæjarfulltrúum velfarnaðar í starfi.
Ingibjörg Valdimarsdóttir bæjarfulltrúi vill þakka öðrum bæjarfulltrúum fyrir afar gott samstarf og þakkar einnig sérstaklega fyrir að hafa átt þess kost að starfa með reynslumestu bæjarfulltrúunum þeim Sveini Kristinssyni, Gunnari Sigurðssyni og Guðmundi Páli Jónssyni. Óskar einnig nýjum bæjarfulltrúum velfarnaðar í starfi og hlakkar til samstarfsins næstu fjögur árin.
Guðmundur Páll Jónsson, bæjarfulltrúi og fyrsti varaforseti fer yfir feril sinn undanfarin 20 ár og kveður samstarfsmenn sína. Honum telst til að þeir þrír sem lengst hafa setið í bæjarstjórn hafi setið rúmlega 400 bæjarstjórnarfundi saman. Vitnar til ýmissa þekktra persóna sem þeir hafi átt kost á að hitta vegna starfa sinna sem bæjarfulltrúar.
Fundi slitið - kl. 17:00.
Forseti óskar eftir að taka inn með afbrigðum sbr. c. lið 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, mál nr. 1404145 - Laun bæjarfulltrúa - endurskoðun.
Einnig óskar forseti eftir að taka inn með afbrigðum til kynningar, fundargerð bæjarráðs númer 3221 frá 5. júní sl.