Fara í efni  

Bæjarstjórn

1164. fundur 12. febrúar 2013 kl. 17:00 - 17:50 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir varamaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varamaður
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá
Fyrsti varaforseti, Guðmundur Páll Jónsson, setti fundinn og stýrði honum. Bauð hann fundarmenn velkomna til fundarins.
Gunnhildur Björnsdóttir situr fundinn í stað Sveins Kristinssonar og Magnús Freyr Ólafsson í stað Hrannar Ríkharðsdóttur.

1.Deiliskipulag - umhverfi Akratorgs

1210163

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar frá 4. febrúar 2013 varðandi tillögu að deiliskipulagi vegna umhverfis Akratorgs. Lagfærður uppdráttur var lagður fram. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulaginu verði auglýst í samræmi við 43. gr. 1. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tóku: GPJ, EB

Bæjarstjórn samþykkir að tillaga að deiliskipulagi vegna umhverfis Akratorgs verði auglýst í samræmi við 43. gr. 1. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0.

2.KFÍA - framkvæmdasamningur um endurbyggingu æfingasvæðis á Jaðarsbökkum 2013

1301566

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 8. febrúar 2013, þar sem tilkynnt er um samþykkt framkvæmdaráðs á drögum að framkvæmdasamningi við Knattspyrnufélag ÍA og samningnum vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tóku: Bæjarstjóri, GS, EBen., ÞÞÓ, EBen., GPJ

Bæjarstjórn samþykkir samninginn 9:0.

3.Hestamannafélagið Dreyri - Framkvæmdasamningur 2013

1301567

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 8. febrúar 2013, þar sem tilkynnt er um samþykkt framkvæmdaráðs á drögum að framkvæmdasamningi við Hestamannafélagið Dreyra og samningnum vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tók bæjarstjóri.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn 9:0.

4.Golfklúbburinn Leynir - framkvæmdasamningur 2013

1301568

Bréf framkvæmdaráðs, dags. 8. febrúar 2013, þar sem tilkynnt er um samþykkt framkvæmdaráðs á drögum að framkvæmdasamningi við Golfklúbbinn Leyni og samningnum vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn 9:0.

5.Bæjarstjórn - 1163

1301021

Fundargerð bæjarstjórnar frá 22. janúar 2013.

Fundargerðin staðfest 9:0.

6.Bæjarráð - 3178

1301023

Fundargerð bæjarráðs frá 24. janúar 2013.

Til máls tók ÞÞÓ undir tl. nr 3.

Til máls tók GS undir tl. nr. 1, 2, 8, 13 og 18.

Til máls tók EB undir tl. nr. 1, 7, 13.

Til máls tók GPJ undir tl. 2, 7, 13.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd - 83

1301024

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 4. febrúar 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fjölskylduráð - 106

1301016

Fundargerð fjölskylduráðs frá 29. janúar 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fjölskylduráð - 107

1301028

Fundargerð fjölskylduráðs frá 5. febrúar 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Framkvæmdaráð - 91

1301014

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 17. janúar 2013.

Til máls tók ÞÞÓ.

Athugasemd kom fram um dagsetningu fundar framkvæmdaráðs. Rétt dagsetning er 17. janúar en ekki 5. febrúar eins og fram kom í dagskrá.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Framkvæmdaráð - 92

1301026

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 7. febrúar 2013.

Til máls tóku ÞÞÓ og bæjarstjóri undir tl. 5.

Til máls tóku GS og GPJ undir tl. 7.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.OR - fundargerðir 2013

1301513

Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, númer 180 frá 14. desember og númer 181 frá 21. desember 2012.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Höfði - fundargerðir 2013

1302040

20. fundargerð stjórnar Höfða frá 31. janúar 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00