Fara í efni  

Bæjarstjórn

1172. fundur 11. júní 2013 kl. 17:00 - 18:25 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir aðalmaður
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Sveinn Kristinsson stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundarins.

Forseti leggur til að liður 13, sem er samþykkt um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar til síðari umræðu, verði tekin fyrir sem fyrsti liður á dagskrá fundarins.

Forseti leitaði afbrigða við að taka á dagskrá kosningu forseta bæjarstjórnar til loka kjörtímabils skv. sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. (Liður nr. 2.)

Vegna kjörs í stjórnir og ráð þá er það gert með því fororði að kosningin taki gildi þegar breytt samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar, hefur hlotið staðfestingu Innanríkisráðuneytisins.

1.Fjallskilasamþykkt - fyrir sveitarfélögin Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorrada

1202233

Fjallskilasamþykkt fyrir sveitarfélögin Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp lögð fram til samþykktar og síðari umræðu. Einnig drög að samþykkt fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps til samþykktar og síðari umræðu.

Samþykkt 9:0.

2.Skipulags- og umhverfisnefnd - 91

1305021

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 3. júní 2013.

Lögð fram.

3.Skipulags- og umhverfisnefnd - 90

1305019

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 21. maí 2013.

Lögð fram.

4.Bæjarráð - 3190

1305026

Fundargerð bæjarráðs frá 29. maí 2013.

Lögð fram.

5.Bæjarstjórn - 1171

1305023

Fundargerð bæjarstjórnar frá 28. maí 2013.

Til máls tók: ÞÓ, bæjarstjóri.

Fundargerðin staðfest 9:0.

6.Umboð til handa bæjarráði í sumarleyfi bæjarstjórnar

1306045

Forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi tillögu: "Bæjarstjórn Akraness samþykkir að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði þriðjudaginn 27. ágúst n.k. Bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála í samræmi við 50. gr. samþykktar um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar sem samþykkt var 11. júní 2013".

Til máls tók: GPJ

Samþykkt: 9:0.

7.Starfsviðurkenningar Akraneskaupstaðar 2013

1306060

Bæjarstjóri segir frá starfsviðurkenningum sem veittar voru á samverustund starfsmanna Akraneskaupstaðar mánudaginn 3. júní 2013.

Lagt fram til kynningar.

8.Þjónustukönnun Capacent Gallup 2012

1305187

Bæjarstjóri kynnir niðurstöðu þjónustukönnunar Capacent Gallup 2012 sem gerð var fyrir sveitafélög.

Lögð fram til kynningar.

Til máls tóku: ÞÓ, GPJ, GS.

9.Aðalskipulagsbreyting Akurshóll (Akursbraut 5)

1305212

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 6. júní 2013, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að lýsing á aðalskipulagsbreytingu verði auglýst.

Samþykkt 9:0.

10.Deiliskipulagsbreyting Grenja.

1305211

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 6. júní 2013, þar sem lagt er til að bæjarstjórn samþykki að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt samkv. 3. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að breytingin verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Til máls tóku: Einar Brandsson víkur af fundi vegna vanhæfis að eigin mati. GPJ.

Samþykkt 8:0.

11.Deiliskipulagbreyting Garðholti 3, Byggðasafnið að Görðum.

1305210

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 6. júní 2013, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt samkv. 2. mgr. 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010, breytingin verði grenndarkynnt fyrir íbúum á lóðum nr. 12, 14, 15, 16, 18 og 20 við Smáraflöt.

Til máls tóku: EBr. GS, GPJ

Guðmundur Páll leggur til að málinu verði vísað inn í bæjarráð.

Samþykkt 9:0.

12.Deiliskipulag - Akratorg

1210163

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar dags. 6. júní 2013, þar sem nefndin leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt.

Samþykkt 9:0.

13.Lífeyrissjóður Akraneskaupstaður - sameining lífeyrissjóða.

1304114

Erindi bæjarráðs dags. 30. maí 2013, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar og sameining Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar og Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verði samþykkt.

Samþykkt 9:0.

14.Tilnefning í stjórn Byggðasafnsins í Görðum

1303079

Bæjarráð tilnefnir eftirtalda aðila í stjórn Byggðasafnsins að Görðum.
Hjördísi Garðarsdóttur sem aðalmann og Reyni Þór Eyvindarson til vara.
Valdimar Þorvaldsson sem aðalmann og Stefán Lárus Pálsson til vara.
Björn Guðmundsson sem aðalmann og Svein Kristinsson til vara.
Þorgeir Jósefsson sem aðalmann og Margréti Snorradóttur til vara.
Tillaga um að Hjördís Garðarsdóttir verði formaður og Björn Guðmundsson varaformaður.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilnefningin verði samþykkt.

Til máls tók: IV.

Samþykkt 9:0.

15.Samþykkt um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar

1302073

Samþykkt um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar lögð fram til síðari umræðu og samþykktar.

Til máls tóku: Bæjarstjóri, EBr, GPJ

Lagt er til að eftirfarandi málsgrein verði bætt inní 48. gr. um verkefni bæjarráðs.

"Bæjarráð annast gerð kjörskrár vegna kosninga í umboði bæjarstjórnar og fjallar um athugsemdir og ágreiningsmál sem upp kunna að koma fram að kjördegi."

Samþykkt 9:0.

Einnig að 2. mgr. 44. gr. komi í stað 3. mgr. 51. gr. og einnig í stað 4. mgr. 58. gr. í samþykktinni eins og við á.

Samykkt 9:0.

Samþykktin í heild sinni, samþykkt 9:0.

16.Hundahald - breyting á samþykktum 2013

1303164

Breyting á samþykktum um hundahald, lögð fram til samþykktar og síðari umræðu.

Til máls tóku: ÞÓ, EBr, GS

Gunnar leggur til að málinu verði vísað í framkvæmdaráð að nýju.

Samþykkt 9:0.

17.Bæjarlistamaður Akraness 2013

1304192

Ósk um staðfestingu bæjarstjórnar á samþykkt bæjarráðs frá 29. maí s.l. um breytingar á reglum um starfsstyrk bæjarlistamanns Akraness.

Til máls tók: Bæjarstjóri

Samþykkt 9:0.

Bæjarfulltrúar samþykktu tilnefningu bæjarlistamanns 9:0.

18.Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur - kosning eins aðalmanns og eins til vara skv. stofnsamþykktum Orkuveit

1306061

Tilnefning kom fram um Hrönn Ríkarðsdóttur sem aðalmann og Jóhann Ársælsson sem varamann.

Samþykkt 9:0

Gunnar Sigurðsson, Guðmundur Páll Jónsson, Þröstur Ólafsson og forseti, Sveinn Kristinsson þökkuðu Hrönn Ríkharðsdóttur fyrir gott samstarf í bæjarstjórn.

19.Framkvæmdaráð - tilnefning eins áheyrnarfulltrúa og eins til vara til eins árs skv. samþykkt bæjarst

1306059

Tilnefning kom fram um Gunnar Sigurðsson (D) og Karen Jónsdóttur (D) til vara.

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram.

20.Framkvæmdaráð - kosning þriggja aðalmanna og þriggja til vara til eins árs skv. ákvæðum 43. og 58. g

1306058

Tilnefning kom fram um eftirtalda:
Aðalmenn:
Einar Benediktsson (S) formaður
Gunnhildur Björnsdóttir (S) varaformaður
Guðmundur Páll Jónsson (B)
Varamenn:
Magnús Freyr Ólafsson (S)
Hrund Snorradóttir (S)
Kjartan Kjartansson (B)

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram.

21.Fjölskylduráð - tilnefning eins áheyrnarfulltrúa og eins til vara til eins árs skv. samþykkt bæjarst

1306057

Tilnefning kom fram um Einar Brandsson (D) og Önnu Maríu Þórðardóttur (D) til vara.

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram.

22.Fjölskylduráð - kosning þriggja aðalmanna og þriggja til vara til eins árs samkvæmt ákvæðum 43. og 5

1306056

Tilnefning kom fram um eftirtalda:
Aðalmenn:
Dagný Jónsdóttir (B) formaður
Þröstur Ólafsson (V) varaformaður
Sveinn Kristinsson (S)
Varamenn.
Kjartan Kjartansson (B)
Hjördís Garðarsdóttir (V)
Sigrún Ríkharðsdóttir (S)

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram.

23.Bæjarráð - tilnefning eins áheyrnarfulltrúa og eins til vara til eins árs skv. 44. gr. samþykktar um

1306053

Tilnefning kom fram um Gunnar Sigurðsson (D) og Einar Brandsson (D) til vara.

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram.

24.Bæjarráð - kosning þriggja bæjarfulltrúa sem aðalmanna og þriggja til vara til eins árs skv. 13. gr.

1306052

Tilnefning kom fram um eftirtalda:
Aðalmenn:
Þröstur Ólafsson (V) formaður,
Ingibjörg Valdimarsdóttir (S) varaformaður
Guðmundur Páll Jónsson (B),
Varamenn:
Hjördís Garðarsdóttir (V)
Guðmundur Valsson (S)
Dagný Jónsdóttir (B)

Samþykkt 9:0, þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram.

25.Bæjarstjórn - kosning 2. varaforseta bæjarstjórnar til loka kjörtímabils skv. sveitarstjórnarlögum n

1306055

Tilnefning kom fram um Einar Brandsson (D).

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram.

26.Bæjarstjórn - kosning 1. varaforseta bæjarstjórnar til loka kjörtímabils skv. sveitarstjórnarlögum n

1306054

Sveinn Kristinsson gerir tillögu um Guðmund Pál Jónsson (B).

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram.

27.Bæjarstjórn - kosning forseta bæjarstjórnar til loka kjörtímabils skv. sveitarstjórnarlögum nr. 138/

1306089

Guðmundur Páll Jónsson gerir tillögu um Svein Kristinsson (S).

Samþykkt 9:0 þar sem fleiri tilnefningar komu ekki fram.

Forseti þakkar það traust sem honum er sýnt með kjörinu.

Þar sem þetta er síðasti bæjarstjórnarfundur fyrir sumarfrí óskar forseti bæjarstjórnar bæjarfulltrúum, starfsmönnum og bæjarbúum öllum gleðilegs sumars.
Undir það tóku bæjarfulltrúar.

Fundi slitið - kl. 18:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00