Bæjarstjórn
1.Aðalskipulagsbreyting - Kirkjuhvoll (Merkigerði 7) og Vesturgata 101.
1312129
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2014, vegna lóðanna að Merkigerði 7 (Kirkjuhvoll) og Vesturgötu 102 (sambýli) samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður en auglýst er, skal senda Skipulagsstofnun aðalskipulagsbreytinguna til athugunar sbr. 3. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: GS og RÁ.
Samþykkt 9:0.
2.Aðalskipulagsbreyting vegna Þjóðvegar 15/15A, hitaveitugeymir OR.
1402170
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna lóðanna á Þjóðvegi 15 / 15A samkvæmt 31. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Áður en auglýst er, skal senda Skipulagsstofnun aðalskipulagsbreytinguna til athugunar sbr. 3. mgr. 30 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: GS.
Samþykkt 9:0.
3.Deiliskipulag, Miðvogslækjarsvæði, Þjóðvegur 15/15A.
1402171
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að auglýsa deiliskipulag á Þjóðvegi 15 /15A samkvæmt 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið skal auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi að Þjóðvegi 15 /15A.
Samþykkt 9:0.
4.Fundargerðir 2014 - bæjarstjórn.
1401184
Samþykkt 9:0.
5.Fundargerðir 2014 - bæjarráð.
1401158
Lögð fram.
Til máls um lið 14. tók IV
TIl máls um lið 1, lið 11, lið 12 og lið 14 tók EBr.
Einar Brandsson leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Í framhaldi af því að rekstraraðili tjaldsvæðisins hefur sagt upp samningi sínum við Akraneskaupstað leggur undirritaður til að Umhverfis- og framkvæmdasvið bjóði reksturinn út að nýju og útboðsgögnin frá síðasta ári verði notuð við það útboð."
Undirritaður telur þá hugmynd um að fela væntanlegum ferðamálafulltrúa að annast rekstur tjaldsvæðisins skref til baka í uppbyggingu ferðaþjónustu á Akranesi. Í mínum huga er ljóst að umsjón með tjaldsvæðinu muna annað hvort taka allan tíma væntanlegs ferðamálafulltrúa þá mánuði sem tjaldsvæðið er opið eða þá að ráða verður starfsmenn sérstaklega til að sinna umsjón með tjaldsvæðinu. Ég tel að reynsla undanfarinna ára hafi sýnt að rekstur tjaldsvæðisins er betur kominn í höndunum á einkaaðila, sem á a.m.k. hluta afkomu sinnar undir því hvernig tekst til, heldur en að bæjarfélagið hafi með þennan rekstur að gera."
Um tillöguna tóku til máls: IV, ÞÞÓ, GB, GPJ, RÁ, IV, EBr, ÞÞÓ, GS.
Tillagan borinn upp. Samþykkt 1 (EBr), á móti 6 (ÞÞÓ, GB, IV, EBe, GPJ og DJ).
Sitja hjá 2 (SK og GS).
Tillagan felld.
6.Fundargerðir 2014 - skipulags- og umhverfisnefnd.
1401161
Lagðar fram.
7.Fundargerðir 2014 - fjölskylduráðs.
1401159
Lögð fram.
Til máls um lið 4 tók GB.
Til máls um fundargerðina almennt tók IV.
Til máls um lið 1 tók ÞÞÓ.
Fundi slitið - kl. 18:00.