Bæjarstjórn
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundarins.
1.Aðalsk. Flóahverfi breyting
1809183
Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 1. október síðastliðinn var lögð fram skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Akraness 2005-2017. Skipulagslýsingin nær til Flóahverfis og felst breytingin m.a. í stækkun á landnotkunarreit og staðsetningu gróðurbelta.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst til kynningar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst til kynningar.
Forseti ber upp þá tillögu að mál nr. 1 og mál nr. 3 verði tekin til umræðu samhliða þó þau hljóti afgreiðslu í samræmi við fyrirliggjandi dagskrá.
Enginn fundarmanna hreyfir andmælum við því og telst tillagan því samþykkt.
Til máls tóku:
RBS og ÓA.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipulagslýsing er varðar aðalskipulag á svæði Flóahverfis verði auglýst til kynningar.
Samþykkt 9:0.
Enginn fundarmanna hreyfir andmælum við því og telst tillagan því samþykkt.
Til máls tóku:
RBS og ÓA.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipulagslýsing er varðar aðalskipulag á svæði Flóahverfis verði auglýst til kynningar.
Samþykkt 9:0.
2.Aðalsk. - Smiðjuvellir breyting
1809184
Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 1. október síðastliðinn var lögð fram skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Akraness 2005-2017. Breytingin nær til Smiðjuvallasvæðis og felst m.a. í að landnotkunarreitir eru sameinaðir og skipulagsákvæðum breytt þannig að þar verði gert ráð fyrir blandaðri landnotkun, svæði I6 fært í austur og svæði V9 leiðrétt í samræmi við rétta afmörkun lóða.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst til kynningar.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði auglýst til kynningar.
Forseti ber upp þá tillögu að mál nr. 2 og mál nr. 4 verði tekin til umræðu samhliða þó þau hljóti afgreiðslu í samræmi við fyrirliggjandi dagskrá.
Enginn fundarmanna hreyfir andmælum við því og telst tillagan því samþykkt.
Til máls tók: RBS.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipulagslýsing er varðar aðalskipulag á svæði Smiðjuvallar verði auglýst til kynningar.
Samþykkt 9:0.
Enginn fundarmanna hreyfir andmælum við því og telst tillagan því samþykkt.
Til máls tók: RBS.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipulagslýsing er varðar aðalskipulag á svæði Smiðjuvallar verði auglýst til kynningar.
Samþykkt 9:0.
3.Deilisk. Flóahverfi - endurskoðun
1807128
Lögð var fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis sem unnin er af Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. Breytingar felast m.a. í fjölgun og minnkun lóða og færslu á götu þ.a. lóðir geta verið sitthvorum megin við hana.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að deiliskipulagsbreytingin verði kynnt og auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi við Flóahverfi, samanber 1. lið fundargerðar þessarar. (málsnr. 1809183)
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að deiliskipulagsbreytingin verði kynnt og auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi við Flóahverfi, samanber 1. lið fundargerðar þessarar. (málsnr. 1809183)
Til máls tóku:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að deiliskipulagsbreyting Flóahverfis verði kynnt og auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi.
Samþykkt 9:0.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að deiliskipulagsbreyting Flóahverfis verði kynnt og auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi.
Samþykkt 9:0.
4.Deilisk. Smiðjuvallasvæðis
1805071
Lögð var fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Smiðjuvalla sem unnin er af Ask arkitektum ehf.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að deiliskipulagsbreytingin verði kynnt og auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi við Smiðjuvallasvæði, samanber 2. lið fundargerðar þessarar. (málsnr. 1809184)
Skipulags- og umhverfisráð leggur til að deiliskipulagsbreytingin verði kynnt og auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi við Smiðjuvallasvæði, samanber 2. lið fundargerðar þessarar. (málsnr. 1809184)
Til máls tóku:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að deiliskipulagsbreyting Smiðjuvalla verði kynnt og auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi.
Samþykkt 9:0.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að deiliskipulagsbreyting Smiðjuvalla verði kynnt og auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi.
Samþykkt 9:0.
5.Endurskoðun á bæjarmálasamþykkt
1805127
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 4. október síðastliðinn drög að breytingum á bæjarmálasamþykkt Akraneskaupstaðar og vísar afgreiðslunni til málsmeðferðar og samþykktar í bæjarstjórn. Breytingarnar á bæjarmálasamþykktinni þurfa að hljóta tvær umræður í bæjarstjórn og staðfestingu af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og geta fyrst tekið gildi eftir birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.
Forseti bar upp svohljóðandi breytingartillögur á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar:
Tillaga nr. 1. er varðar 26. gr. samþykktarinnar:
Gerð er breyting varðandi kjörtímabil fastanefnda og það tilgreint eitt ár sem er til samræmis við önnur ákvæði samþykktarinnar sbr. A. lið 43. gr., 1. mgr. 44. gr., 1. mgr. 51. gr., 1. mgr. 58. gr. og 65. gr.
Stafabrengl leiðrétt í 4. mgr. greinarinnar.
Tillaga nr. 2 er varðar 43. gr. samþykktarinnar:
Gerð er tillaga um breytingu í titli greinarinnar sem vísar til þess að bæjarstjórn kjósi formenn og varaformenn nefnda skv. B lið enda sérstaklega tilgreint í A lið að bæjarstjórn kýs alla fulltrúa fastanefnda en ekki bara formann og varaformenn eins og tiltekið er í gildandi samþykkt.
Breytingar varðandi A. lið 43. gr.:
Bætt er við ákvæðið að skipa skuli einnig áheyrnarfulltrúa til eins árs séu þeir til staðar en samkvæmt samþykktinni sbr. 3. mgr. 44., 3. mgr. 51., 3. mgr. 58 og 3. mgr. 65. er gert ráð fyrir að framboð sem ekki fá aðalfulltrúa í fastanefndir (bæjarráð, skóla- og frístundaráð, velferðar- og mannréttindaráð og skipulags- og umhverfisráð) skuli fá áheyrnarfulltrúa í viðkomandi nefnd. Breytingin er fyrst og fremst gerð til áréttingar um þá framkvæmd sem verið hefur um árlega skipan áheyrnarfulltrúa með sama hætti og gildir um aðalfulltrúa.
Breyting varðandi C. lið 43. gr.:
Gerð er tillaga um að tilnefning aðalmanns í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur skv. 1. tl. C. liðar 43. gr. og stjórn Faxaflóahafna skv. 2. tl. C. liðar 43. gr. sé bundin við aðalbæjarfulltrúa. Kjörgengi varamanns er í samræmi við skipan í bæjarráð þar sem heimilt er að kjósa varamann úr hópi varabæjarfulltrúa. Tillagan er gerð með hliðsjón af sérstöðu umræddra félaga fyrir Akraneskaupstað og mikilvægi þess að viðkomandi stjórnarmenn geti beint og milliliðalaust gert grein fyrir málefnum/fundargerðum á bæjarstjórnarfundum. Lagt er til í bráðabirgðaákvæði að þessi regla taki gildi á árinu 2019 í tengslum við aðalfundi viðkomandi félaga er kosin verður ný stjórn.
Bætt er við tilnefningu í öldungaráð Akraness samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Akraness frá því maí 2018 sem byggir á lögum sem samþykkt voru á Alþingi þann 26. apríl síðastliðinn um breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Bætt er einnig við tilnefningu í samráðshóp um málefni fatlaðra sbr. framangreindar breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Ennfremur er bætt við tilnefningu aðal- og varamanns í stjórn Þróunarfélags Grundartanga ehf. samkvæmt stofnsamþykktum félagsins frá 7. júlí 2016.
Felldar eru út tilnefningar samkvæmt töluliðum 9, 10, og 11, í Almannavarnanefnd (9. tl.) og í samstarfsnefndir Akraneskaupstaðar annars vegar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (10. tl.) og Verkalýðsfélags Akraness (11. tl.) hins vegar. Ákvörðun um að fella út almannavarnanefndina er í samræmi við samkomulag sveitarfélaganna á Vesturlandi um að hafa eina sameiginlega nefnd á svæðinu og staðfest var af dómsmálaráðherra þann 29. maí 2018. Ákvörðun um að fella niður samstarfsnefndir í héraði eru samkvæmt kjarasamningum félaganna og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2015 og 2016 en báðir samningarnir gilda til 31. mars 2018. Nefndirnar eru nú starfræktar miðlægt og ekki gert ráð fyrir tilnefningum fulltrúa einstaka sveitarfélaga.
Tillaga nr. 3 er varðar 49. gr. samþykktarinnar:
Gerð er sú breyting að fella út samstarfsnefnd en eins og gerð er grein fyrir við breytingar skv. 2. gr. hér að framan voru nefndirnar lagðar niður í kjarsamningnum á árinu 2015 og 2016.
Tillaga nr. 4 er varðar 56. gr. samþykktarinnar:
Gerð er textabreyting sem felur í sér að tilgreina fullt nafn viðkomandi stofnunar.
Tillaga nr. 5 er varðar 60. gr. samþykktarinnar:
Gerð er leiðrétting vegna misritunar á orðinu sviðsstjóri.
Tillaga nr. 6 er varðar 63. gr. samþykktarinnar:
Gerð er breyting með hliðsjón af lagabreytingum samkvæmt lögum um félagþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 sbr. lög nr. 37/2018.
Tillaga nr. 7 er varðar 74. gr. samþykktarinnar:
Gerð er sú breyting að bæjarstjórn og fagráð komi eingöngu að ráðningu æðstu embættismanna sveitarfélagsins þ.e. bæjarstjóra, sviðsstjóra og fyrirtækja sveitarfélagsins. Ráðning annarra stjórnanda verði á hendi bæjarstjóra eða e.a. sviðsstjóra. Er breytingin í samræmi við fyrirkomulag hjá öðrum sveitarfélögum og að auki hefur það verið almennt viðhorf bæjarfulltrúa sem og fulltrúa í fagráðum að fyrra fyrirkomulag sé óheppilegt enda þessir aðilar ekki í stöðu til að setja hafa þá aðkomu að málunum sem nauðsynleg er til að standa undir þeirri ábyrgð sem ráðningarvaldinu fylgir.
Gerð tillaga um breytingu á orðalagi lokamálsgreinarinnar sem skilja má þannig að aðkomu bæjarráðs þurfi að sjálfri ráðningunni.
Tillaga nr. 8 um ákvæði til bráðabirgða í C. lið 43. gr.
Gerð er sú tillaga að fyrirkomulag er varðar skipan í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahafna taki fyrst gildi á árinu 2019 vegna skipunar stjórnanna árið 2019 til 2020.
Búið er að skipa í stjórnirnar og var það gert á aðalfundi Orkuveitunnar þann 28. júní sl. og á aðalfundi Faxaflóahafna þann 27. júní sl. hvoru tveggja samkvæmt tilnefningum bæjarstjórnar Akraness þann 12. júní sl. Lagt er til að 88. gr. ákvæði til bráðabirgða verði svohljóðandi:
a) Tilnefning aðalmanns í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur úr hópi aðalbæjarfulltrúa samkvæmt 1. tl. C. liðar 43. gr. tekur gildi árið 2019 í tengslum við skipan nýrrar stjórnar á aðalfundi félagsins.
b) Tilnefning aðalmanns í stjórn Faxaflóahafna úr hópi aðalbæjarfulltrúa samkvæmt 2. tl. C. liðar 43. gr. tekur gildi árið 2019 í tengslum við skipan nýrrar stjórnar á aðalfundi félagsins.
Tillaga nr. 9 er varðar 88. gr. samþykktarinnar:
Númeraröð breytist og verður 89. gr. í stað 88. gr. Nánari útfærsla verður unnin skv. ráðgjöf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Forseti bar upp svohljóðandi breytingartillögur á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar:
Tillaga nr. 1. er varðar 26. gr. samþykktarinnar:
Gerð er breyting varðandi kjörtímabil fastanefnda og það tilgreint eitt ár sem er til samræmis við önnur ákvæði samþykktarinnar sbr. A. lið 43. gr., 1. mgr. 44. gr., 1. mgr. 51. gr., 1. mgr. 58. gr. og 65. gr.
Stafabrengl leiðrétt í 4. mgr. greinarinnar.
Tillaga nr. 2 er varðar 43. gr. samþykktarinnar:
Gerð er tillaga um breytingu í titli greinarinnar sem vísar til þess að bæjarstjórn kjósi formenn og varaformenn nefnda skv. B lið enda sérstaklega tilgreint í A lið að bæjarstjórn kýs alla fulltrúa fastanefnda en ekki bara formann og varaformenn eins og tiltekið er í gildandi samþykkt.
Breytingar varðandi A. lið 43. gr.:
Bætt er við ákvæðið að skipa skuli einnig áheyrnarfulltrúa til eins árs séu þeir til staðar en samkvæmt samþykktinni sbr. 3. mgr. 44., 3. mgr. 51., 3. mgr. 58 og 3. mgr. 65. er gert ráð fyrir að framboð sem ekki fá aðalfulltrúa í fastanefndir (bæjarráð, skóla- og frístundaráð, velferðar- og mannréttindaráð og skipulags- og umhverfisráð) skuli fá áheyrnarfulltrúa í viðkomandi nefnd. Breytingin er fyrst og fremst gerð til áréttingar um þá framkvæmd sem verið hefur um árlega skipan áheyrnarfulltrúa með sama hætti og gildir um aðalfulltrúa.
Breyting varðandi C. lið 43. gr.:
Gerð er tillaga um að tilnefning aðalmanns í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur skv. 1. tl. C. liðar 43. gr. og stjórn Faxaflóahafna skv. 2. tl. C. liðar 43. gr. sé bundin við aðalbæjarfulltrúa. Kjörgengi varamanns er í samræmi við skipan í bæjarráð þar sem heimilt er að kjósa varamann úr hópi varabæjarfulltrúa. Tillagan er gerð með hliðsjón af sérstöðu umræddra félaga fyrir Akraneskaupstað og mikilvægi þess að viðkomandi stjórnarmenn geti beint og milliliðalaust gert grein fyrir málefnum/fundargerðum á bæjarstjórnarfundum. Lagt er til í bráðabirgðaákvæði að þessi regla taki gildi á árinu 2019 í tengslum við aðalfundi viðkomandi félaga er kosin verður ný stjórn.
Bætt er við tilnefningu í öldungaráð Akraness samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Akraness frá því maí 2018 sem byggir á lögum sem samþykkt voru á Alþingi þann 26. apríl síðastliðinn um breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Bætt er einnig við tilnefningu í samráðshóp um málefni fatlaðra sbr. framangreindar breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Ennfremur er bætt við tilnefningu aðal- og varamanns í stjórn Þróunarfélags Grundartanga ehf. samkvæmt stofnsamþykktum félagsins frá 7. júlí 2016.
Felldar eru út tilnefningar samkvæmt töluliðum 9, 10, og 11, í Almannavarnanefnd (9. tl.) og í samstarfsnefndir Akraneskaupstaðar annars vegar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (10. tl.) og Verkalýðsfélags Akraness (11. tl.) hins vegar. Ákvörðun um að fella út almannavarnanefndina er í samræmi við samkomulag sveitarfélaganna á Vesturlandi um að hafa eina sameiginlega nefnd á svæðinu og staðfest var af dómsmálaráðherra þann 29. maí 2018. Ákvörðun um að fella niður samstarfsnefndir í héraði eru samkvæmt kjarasamningum félaganna og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2015 og 2016 en báðir samningarnir gilda til 31. mars 2018. Nefndirnar eru nú starfræktar miðlægt og ekki gert ráð fyrir tilnefningum fulltrúa einstaka sveitarfélaga.
Tillaga nr. 3 er varðar 49. gr. samþykktarinnar:
Gerð er sú breyting að fella út samstarfsnefnd en eins og gerð er grein fyrir við breytingar skv. 2. gr. hér að framan voru nefndirnar lagðar niður í kjarsamningnum á árinu 2015 og 2016.
Tillaga nr. 4 er varðar 56. gr. samþykktarinnar:
Gerð er textabreyting sem felur í sér að tilgreina fullt nafn viðkomandi stofnunar.
Tillaga nr. 5 er varðar 60. gr. samþykktarinnar:
Gerð er leiðrétting vegna misritunar á orðinu sviðsstjóri.
Tillaga nr. 6 er varðar 63. gr. samþykktarinnar:
Gerð er breyting með hliðsjón af lagabreytingum samkvæmt lögum um félagþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 sbr. lög nr. 37/2018.
Tillaga nr. 7 er varðar 74. gr. samþykktarinnar:
Gerð er sú breyting að bæjarstjórn og fagráð komi eingöngu að ráðningu æðstu embættismanna sveitarfélagsins þ.e. bæjarstjóra, sviðsstjóra og fyrirtækja sveitarfélagsins. Ráðning annarra stjórnanda verði á hendi bæjarstjóra eða e.a. sviðsstjóra. Er breytingin í samræmi við fyrirkomulag hjá öðrum sveitarfélögum og að auki hefur það verið almennt viðhorf bæjarfulltrúa sem og fulltrúa í fagráðum að fyrra fyrirkomulag sé óheppilegt enda þessir aðilar ekki í stöðu til að setja hafa þá aðkomu að málunum sem nauðsynleg er til að standa undir þeirri ábyrgð sem ráðningarvaldinu fylgir.
Gerð tillaga um breytingu á orðalagi lokamálsgreinarinnar sem skilja má þannig að aðkomu bæjarráðs þurfi að sjálfri ráðningunni.
Tillaga nr. 8 um ákvæði til bráðabirgða í C. lið 43. gr.
Gerð er sú tillaga að fyrirkomulag er varðar skipan í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og Faxaflóahafna taki fyrst gildi á árinu 2019 vegna skipunar stjórnanna árið 2019 til 2020.
Búið er að skipa í stjórnirnar og var það gert á aðalfundi Orkuveitunnar þann 28. júní sl. og á aðalfundi Faxaflóahafna þann 27. júní sl. hvoru tveggja samkvæmt tilnefningum bæjarstjórnar Akraness þann 12. júní sl. Lagt er til að 88. gr. ákvæði til bráðabirgða verði svohljóðandi:
a) Tilnefning aðalmanns í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur úr hópi aðalbæjarfulltrúa samkvæmt 1. tl. C. liðar 43. gr. tekur gildi árið 2019 í tengslum við skipan nýrrar stjórnar á aðalfundi félagsins.
b) Tilnefning aðalmanns í stjórn Faxaflóahafna úr hópi aðalbæjarfulltrúa samkvæmt 2. tl. C. liðar 43. gr. tekur gildi árið 2019 í tengslum við skipan nýrrar stjórnar á aðalfundi félagsins.
Tillaga nr. 9 er varðar 88. gr. samþykktarinnar:
Númeraröð breytist og verður 89. gr. í stað 88. gr. Nánari útfærsla verður unnin skv. ráðgjöf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Til máls tóku:
ELA, EBr og RÓ.
Bæjarstjórn Akraness vísar samþykktinni um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar til síðari umræðu á fund bæjarstjórnar þann 23. október næstkomandi.
Samþykkt 9:0.
ELA, EBr og RÓ.
Bæjarstjórn Akraness vísar samþykktinni um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar til síðari umræðu á fund bæjarstjórnar þann 23. október næstkomandi.
Samþykkt 9:0.
6.Kaupsamningur um eignarhlut Golfklúbbsins Leynis í svonefndri vélageymslu félagsins
1609101
Kaupsamningur um kaup Akraneskaupstaðar á 35,58 eignarhlut Golfklúbbsins Leynis í vélageymslu sem byggð var árið 2013 var samþykktur í bæjarráði þann 4. október síðastliðinn. Akraneskaupstaður á fyrir 64,42 eignarhlut og verður því eftir kaupin 100% eigandi eignarinnar.
Bæjarráð vísar afgreiðslunni til endanlegrar staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarráð vísar afgreiðslunni til endanlegrar staðfestingar í bæjarstjórn.
Til máls tóku:
ELA og RÓ.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir kaupsamninginn.
Samþykkt 9:0.
ELA og RÓ.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir kaupsamninginn.
Samþykkt 9:0.
7.Fundargerðir 2018 - bæjarráð
1801005
3354. fundargerð bæjarráðs frá 4. október 2018.
Til máls tók:
ELA um fundarliði nr. 2, nr. 3, nr. 4, nr. 6, nr. 8.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
ELA um fundarliði nr. 2, nr. 3, nr. 4, nr. 6, nr. 8.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
8.Fundargerðir 2018 - skipulags- og umhverfisráð
1801008
92. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 1. október 2018.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
9.Fundargerðir 2018 - skóla- og frístundaráð
1801007
89. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 2. október 2018.
Til máls tóku:
BD um liði nr. 1, nr. 2, og nr. 3.
SMS um lið nr. 3.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
BD um liði nr. 1, nr. 2, og nr. 3.
SMS um lið nr. 3.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
10.Fundargerðir 2018 - Höfði
1801015
87. fundargerð stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis frá 17. september 2018.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
11.Fundargerðir 2018 - Orkuveita Reykjavíkur
1801026
262. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 27. ágúst 2018.
263. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 19. september 2018.
263. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 19. september 2018.
Til máls tóku:
RÓ um fundargerð nr. 262, liði nr. 3 og nr. 13.
RÓ um fundargerð nr. 263, lið nr. 3.
EBr um málefni OR almennt og hagsmuni Akraneskaupstaðar í því sambandi.
VLJ um fundargerð nr. 262, liði nr. 3 og nr. 13.
VLJ um fundargerð nr. 263, lið nr. 3.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
RÓ um fundargerð nr. 262, liði nr. 3 og nr. 13.
RÓ um fundargerð nr. 263, lið nr. 3.
EBr um málefni OR almennt og hagsmuni Akraneskaupstaðar í því sambandi.
VLJ um fundargerð nr. 262, liði nr. 3 og nr. 13.
VLJ um fundargerð nr. 263, lið nr. 3.
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 18:30.