Fara í efni  

Bæjarstjórn

1285. fundur 08. janúar 2019 kl. 17:00 - 18:10 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundarins.

1.Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki

1801200

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 13. desember síðastliðinn viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2018 og breytingar á honum á fundi sínum þann 21. desember.

Viðaukanum er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tók: ELA.

Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2018.

Samþykkt 9:0.

2.Málefni Höfða - fjölgun hjúkrunarrýma, erindi til stjórnvalda

1812032

Þann 11. desember síðastliðinn var ályktun bæjarstjórnar Akraness um fjölgun hjúkrunarrýma á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða samþykkt og send Heilbrigðisráðherra og þingmönnum Norðvesturkjördæmis. Hjálagt er svar Velferðarráðuneytisins.
Til máls tóku: ELA, RÓ, ÓA og ELA.

Svarbréf ráðuneytisins er lagt fram og vísað til umfjöllunar í stjórn Höfða.

Samþykkt 9:0.

3.Kjarasamningar - umboð til kjarasamningsgerðar

1812010

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum þann 13. desember síðastliðinn fyrirliggjandi umboð Sambands íslenskra sveitarfélaga til kjarasamningsgerðar og vísar málinu til samþykktar í bæjarstjórn Akraness.
Samþykkt 9:0.

4.Fundargerðir 2018 - bæjarráð

1801005

3363. fundargerð bæjarráðs frá 13. desember 2018.
3364. fundargerð bæjarráðs frá 21. desember 2018.
Til máls tók:
ELA um fundargerð nr. 3363, fundarliði nr. 2, nr. 4, nr. 7 og nr. 8.
ELA um fundargerð nr. 3364, fundarliði nr. 2 og nr. 6.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

5.Fundargerðir 2018 - skóla- og frístundaráð

1801007

94. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 18. desember 2018.
Til máls tóku:
BD um fundarlið nr. 1.
RÓ um íþróttamál, skólastarf og frístundir.
BD um undirbúning að gerð æskulýðsstefnu Akraneskaupstaðar.
Ró um undirbúning að gerð æskulýðsstefnu Akraneskaupstaðar.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2018 - skipulags- og umhverfisráð

1801008

99. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 17. desember 2018
Til máls tóku:
Ró um fundarlið nr. 4.
RBS um fundarlið nr. 4.
SFÞ um fundarlið nr. 4.
GJJ um fundarlið nr. 2, nr. 3 og nr.4.
RÓ um fundarlið nr. 4.
SFÞ um nýbirta grein um Akranes í blaðinu The Guardian.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2018 - Orkuveita Reykjavíkur

1801026

268. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 26. nóvember 2018.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2018 - Samband íslenskra sveitarfélaga

1801023

866. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14. desember 2018.
Til máls tóku:
RÓ um fundarlið nr. 7, nr. 8 og nr. 10.
ÓA um fundarlið nr. 7 og um aukningu í umferðinni.
ELA um fundarlið nr. 7 og nr. 10.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00