Fara í efni  

Bæjarstjórn

1311. fundur 14. apríl 2020 kl. 17:00 - 18:50 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Elsa Lára Arnardóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Sædís Alexía Sigurmundsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundarins. Tveir fundarmenn BD og KHS taka þátt í fundinum í fjarfundi.

1.Sorpmál - starfshópur

2001149

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 12. mars síðastliðinn erindisbréf fyrir starfshóps um hirðu, endurvinnslu og eyðingu sorps. Erindisbréfinu er vísað til samþykktar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tóku: ELA og RÓ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir erindisbréf starfshópsins.

Samþykkt 9:0.

2.Holtið sérúræði fyrir börn

2003259

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 8. apríl síðastliðinn viðauka nr. 8 að fjárhæð kr. 9.000.000 sem skal ráðstafað á deild 02330-1691. Kostnaðarauka verður mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Bæjarráð vísar viðaukanum til staðfestingar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tóku: KHS, ELA, EBr, RÓ, KHS, ELA og RÓ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 8 að fjárhæð kr. 9.000.000 sem skal ráðstafað á deild 02330-1691. Kostnaðarauka verður mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi.

Samþykkt 9:0.

3.Deiliskipulag Sementsreits - breyting

2004030

Við hönnun á endurgerð Faxabrautar liggur fyrir að hækka núverandi götu um allt að 2 metra. Með þessari hækkun er gengið lengra en í núverandi deiliskipulagi til að mæta hækkandi sjávarstöðu varðandi byggð innan við götuna. Með breytingunni færist göngustígur úr grjótvörn og til hliðar við götu.

Skipulags- og umhverfisráð liggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tók: RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir, með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, breytingu á deiliskipulagi Sementsreits sem felst í hækkun núverandi götu um allt að 2 metrum. Með breytingunni færist göngustígur úr grjótvörn og til hliðar við götu.

Samþykkt 9:0.

4.Deiliskipulag Skógarhverfi 2. áf. - Baugalundur 4

2004042

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að grenndarkynna skipulagsbreytinguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum við Baugalund 2 og 6 og Blómalund 1 og 3.
Til máls tóku:
EBr sem lýsti sig vanhæfan í málinu og óskaði eftir að víkja af fundi við afgreiðsluna.
RÓ og RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að grenndarkynna skipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum við Baugalund nr. 2 og nr. 6 og lóðarhöfum við Blómalund nr. 1 og nr. 3, ósk lóðarhafa Baugalundar nr. 4 um að færa bindandi byggingarlínu fjær götu um 1,3 metra og um færslu á bílastæði.

Samþykkt 8:0.

EBr tekur sæti á fundinum á nýjan leik.

5.Jörundarholt 224 - umsókn til skipulagsfulltrúa

2003175

Skipulags- og umhverfisráð fjallaði um umsókn vegna viðbyggingu við Jörundarholt 224 á fundi sínum þann 6. apríl sl. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum við Garðavöll 1, Jörundarholt 222 og 226.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að grenndarkynna í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 byggingarleyfi lóðarhafa við Jörundarholt 224, fyrir lóðarhöfum við Garðavöll nr. 1 og lóðarhöfum Jörundarholts nr. 222 og nr. 226, um stækkun (viðbyggingu) um 1,0 m til austur og um breytingu á útliti glugga og svalahurðum á austur og suðurhliðum stofurýmis.

Samþykkt 9:0.

6.Akraneslína 2 - framkvæmdaleyfi

2003250

Skipulags- og umhverfisráð fjallaði um umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu jarðstrengs í Garðaflóa á fundi sínum þann 30. mars sl. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi skv. meðfylgjandi gögnum verði veitt. Framkvæmdaleyfi er veitt á grundvelli 13. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2013.
Til máls tók: RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir með vísan til 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2013, framkvæmdaleyfi fyrir lagningu jarðstrengs í Garðaflóa.

Samþykkt 9:0.

7.Fundargerðir 2020 - Bæjarráð

2001002

3407. fundargerð bæjarráðs frá 25. mars 2020.
3408. fundargerð bæjarráðs frá 30. mars 2020.
3409. fundargerð bæjarráðs frá 1. apríl 2020.
3410. fundargerð bæjarráðs frá 8. apríl 2020.
Til máls tóku:
ELA um fundargerð nr. 3407, lið nr. 2, nr. 3 og nr. 4.
ELA um fundargerð nr. 3408, lið nr. 1.
ELA um fundargerð nr. 3409, lið nr. 1.
ELA um fundargerð nr. 3410, lið nr. 1, nr. 2, nr. 6 og nr. 9.
SMS um fundargerð nr. 3410, lið nr. 1, nr. 8 og nr. 9.
SMS um fundargerð nr. 3407, lið nr. 5.
RÓ um fundargerð nr. 3410, lið nr. 1, nr. 2 og nr. 8.
ELA um fundargerð nr. 3410 nr. 1, nr. 2 og nr. 8.
SFÞ um fundargerð nr. 3410, nr. 1.
VLJ um fundargerð nr. 3410, nr. 9.
SMS um fundargerð nr. 3410, nr. 1.
SFÞ um fundargerð nr. 3410, nr. 1.
KHS um fundargerð nr. 3410, nr. 2 og nr. 6.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2020 - Skipulags- og umhverfisráð

2001005

148. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 23. mars 2020.
149. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 30. mars 2020.
150. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 6. apríl 2020.
Til máls tóku:
RBS um fundargerð nr. 150, lið nr. 1, nr. 2 og nr. 10.
RÓ um fundargerð nr. 150, lið nr. 4.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2020 - Skóla- og frístundaráð

2001004

127. fundargerð skóla- og frístundaráð frá 7. apríl 2020.
Til máls tóku:
BD um lið nr. 1, nr. 2 og nr. 5.
RBS um lið nr. 7, nr 6, nr. 2 og nr. 5.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2020 - Velferðar- og mannréttindaráð

2001003

124. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 1. apríl 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2020 - Faxaflóahafna

2001014

190. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 1. apríl 2020.
Til máls tóku:
ÓA um lið nr. 1 og nr. 2.
RBS um lið nr. 2 og nr. 1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2020 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga

2002057

879. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar 2020.
880. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. mars 2020.
Til máls tók:
RÓ um fundargerð nr. 879 og nr. 880, kjaraviðræður og Covid-19.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2020 - SSV

2001008

152. fundargerð Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 18. mars 2020.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:50.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00