Bæjarstjórn
1.Þjónustukönnun Capacent Gallup.
1112037
2.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.
1101181
Tillagan samþykkt 9:0.
3.Íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar - samkomur
1201042
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi breytingu á reglunum: "Þó er heimilt að víkja frá þessu banni með samþykki bæjarráðs, enda sé sýnt að ekki sé mögulegt, s.s. vegna líklegrar aðsóknar, að halda dansleik eða samkomu annars staðar í sveitarfélaginu og þá liggi fyrir, að mati ráðsins, að gerðar verði fullnægjandi ráðstafanir, t.d hvað varðar, sölu og/eða dreifingu aðgangsmiða, aldurstakmark, dyravörslu og fyrirkomulag sölu og/eða veitinga áfengis, til að dansleikur eða samkoma megi fara vel fram."
Til máls tók: Bæjarstjóri.
Bæjarstjóri lagði til að tillögunni verði vísað til umfjöllunar framkvæmda- og fjölskylduráðs til nánari útfærslu.
Samþykkt 9:0.
4.Strætó bs. - útboð á akstri
1103168
Til máls tóku:
Einar Benediktsson óskar eftir að eftirfarandi verði bókað:
"Það er ekki með nokkru móti eða góðri samvisku hægt að samþykkja þann samning er fyrir liggur um akstur strætisvagns milli Akraness og Reykjavíkur. Í útboðsgögnum fyrir verkið er tiltekið að svokallaðir millibæjarvagnar skuli notaðir í aksturinn en í þeim er gert ráð fyrir allt að 20 standandi farþegum.
Þarna er verið að fórna öryggi farþega á altari Mammons, þar sem að þetta er víst til þess gert að lækka kostnað við þjónustuna!
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hversu öryggi farþega er ógnað með þessum hætti, en skemmst er að minnast að vagn á leið 57 (Akranes ? Mosfellsbær) lenti utan vegar á Vesturlandsvegi fyrir nokkrum vikum, ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef þar hefði verið á ferð vagn með allt að 20 standandi farþegum.
Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær farþegi í strætó verður fyrir alvarlegu slysi sökum þess að að fyllsta öryggis er ekki gætt í þeim vögnum er aka hér á milli.
Af þessum sökum mun ég ekki geta samþykkt aðild Akraneskaupstaðar að þessum samning og vona svo sannarlega að aðrir bæjarfulltrúar skoði hug sinn vel áður en þeir samþykkja slíkan dauðasamning."
Einar Benediktsson
5.Gjaldskrá fyrir hundahald 2012
1201044
Gjaldskráin samþykkt 9:0.
6.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag
1105061
7.Elli- og örorkulífeyrisþegar - tekjuviðmið vegna álagningar fasteignagjalda 2012
1201105
Tillagan samþykkt 9:0.
8.Fjárhagsáætlun 2012
1109132
Aðalsjóður
Eignasjóður
Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.
Gáma
Byggðasafnið í Görðum
B - hluti
Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
Háhiti
Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
Til máls tóku: Bæjarstjóri.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir þeim breytingum sem frumvarpið hefur tekið í meðförum ráða frá framlagningu þess í desember. Með áorðnum breytingum eru helstu niðurstöður frumvarpsins þessar:
A- hluti:
Rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði 62,3 m.kr
Rekstrarafkoma með fjármagnsliðum 20.3 m.kr hagnaður.
Handbært fé frá rekstri. 402,8 m.kr.
Fjárfestingarhreyfingar 87,8 m.kr.
Fjármögnunarhreyfingar 319,8 m.kr. útgjöld.
Lækkun á handbæru fé 4,8 m.kr.
B- hluti:
Rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði 13,6 m.kr halli.
Rekstrarafkoma með fjármagnsliðum 16,2 m.kr halli.
Handbært fé frá rekstri 12,4 m.kr.
Fjárfestingarhreyfingar 87,0 m.kr.
Fjármögnunarhreyfingar 78,0 m.kr. tekjur.
Hækkun á handbæru fé 3,4 m.kr.
Fjárhagsáætlunin með áorðnum breytingum borin upp og samþykkt 9:0.
9.FVA - Tækjakaup 2012
1201124
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að veita fjárhæð kr. 2.349.000 til Fjölbrautaskóla Vesturlands til eflingar rafiðnaðardeildar skólans vegna endurnýjunar tækjabúnaðar.
Tillagan samþykkt 9:0.
10.Búnaðar- og áhaldakaup 2012 - ráðstöfun fjármuna.
1112141
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir sjóði vegna endurnýjunar tækja og áhalda hjá stofnunum bæjarins. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kr. 10.733.000 sem stofnanir kaupstaðarins geta sótt um fjárveitingu til í gegnum þá stofu sem stofnunin tilheyrir og til bæjarráðs sem annast úthlutun fjármuna.
Tillagan samþykkt 9:0.
11.Langtímaveikindi starfsmanna 2012 - ráðstöfun fjármuna
1112142
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir í fjárhagsáætlun kr. 10.450.000 vegna langtímaveikinda starfsmanna. Stofnanir kaupstaðarins geta sótt um fjárveitingu í gegnum þá stofu sem stofnunin tilheyrir og til bæjarráðs sem annast úthlutun fjármuna.
Tillagan samþykkt 9:0.
12.Verkefni í nýsköpunar-, atvinnu- og ferðamálum
1112055
Forseti gerði grein fyrir breytingu á fyrirliggjandi tillögu og er hún svohljóðandi:
"Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir fjárframlögum vegna starfa verkefnastjóra í atvinnu- og ferðamálum í átta mánuði á árinu 2012. Bæjarráði er falið að vinna nánari útfærslu hugmynda um framtíðar fyrirkomulag þessara starfa og leggja tillögur fyrir bæjarstjórn til umfjöllunar, jafnframt er atvinnumálanefnd og stjórn Akranesstofu falið að leggja fyrir bæjarstjórn greinargerðir um störf verkefnastjóra í atvinnumálum og atvinnumálanefndar vegna ársins 2011 svo og störf verkefnastjóra í ferðamálum og starfsemi upplýsingamiðstöðvar fyrir sama tímabil."
Tillagan samþykkt þannig 9:0.
13.Félagsleg úrræði 2012 - framlag
1112143
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir fjármunum vegna Endurhæfingarhússins "Hvers" að fjárhæð kr. 6.572.000, til atvinnumála fatlaðs fólks að fjárhæð kr. 2.090.000 og til Búkollu að fjárhæð kr. 1.500.000.
Fjölskyldustofu- og ráði er falið að leggja fyrir bæjarstjórn greinargerð um starfsemina á árinu 2011 og áætlanir og horfur fyrir árið 2012, þar með möguleikum á að afla verkefnunum stuðnings frá sjóðum og samstarfsaðilum sem staðið hafa að verkefnunum ásamt Akraneskaupstað. Greinargerðin liggi fyrir svo fljótt sem verða má, en eigi síðar en 1. mars 2012.
Tillagan samþykkt 9:0.
14.Styrkur til Stígamóta og Kvennaathvarfs 2012
1112144
Bæjarstjórn Akraness samþykkir framlag að fjárhæð kr. 200.000 til Stígamóta og kr. 200.000 til Kvennaathvarfsins vegna starfsemi þeirra á árinu 2012.
Tillagan samþykkt 9:0.
15.Fab Lab 2012 - framlag
1112145
Bæjarstjórn Akraness samþykkir fjárveitingu að fjárhæð kr. 9.668.000 til starfsemi Fab Lab á árinu 2012. Verkefnastjórn og forstöðumanni er falið að leggja fyrir bæjarstjórn greinargerð um starfsemina á árinu 2011, áætlanir og horfur fyrir árið 2012, þar með möguleikum á að afla verkefninu áframhaldandi stuðnings frá sjóðum og samstarfsaðilum að hugmyndasmiðjunni. Greinargerðin liggi fyrir svo fljótt sem verða má, en eigi síðar en 1. mars 2012.
Tillagan samþykkt 9:0.
16.Skipulagsverkefni 2012 - framlag
1112146
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa kr. 6.226.000 til verkefna vegna endurskoðunar aðal- og deiliskipulags á Akranesi. Skipulags- og umhverfisnefnd er falin nánari útfærsla verkefnanna.
Tillagan samþykkt 9:0.
17.Vinnuskóli Akraness 2012 - framlag
1112147
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir fjármunum til reksturs Vinnuskóla Akraness á árinu 2012, kr. 45.355.000. Bæjarstjórn felur rekstrarstjóra Vinnuskólans ásamt tveimur fulltrúum skipuðum af Fjölskylduráði og Framkvæmdaráði að taka reksturinn til umfjöllunar, tilgang hans og fyrirkomulag. Niðurstöður skulu lagðar fyrir bæjarstjórn til umfjöllunar eigi síðar en 1. apríl 2012.
Tillagan samþykkt 9:0.
18.Tjaldsvæði og almenningssalerni 2012 - framlag
1112148
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa kr. 4.895.000 til reksturs tjaldsvæðis og almenningssalerna á árinu 2012. Bæjarstjórn felur stjórn Akranesstofu og verkefnastjóra að taka rekstur þessa málaflokks til skoðunar m.a. með það að markmiði að reksturinn verði boðinn út og leggja fyrir bæjarstjórn tillögur eigi síðar en 15. febrúar 2012.
Tillagan samþykkt 9:0.
19.Átak í atvinnumálum 2012 - framlag
1112149
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa kr. 14.525.000 til verkefna vegna atvinnuátaks fyrir atvinnulaust fólk. Bæjarstjórn felur starfsmanna- og gæðastjóra að leggja fyrir bæjarráð tillögur um nánari útfærslu í samráði við Framkvæmdastofu um ráðstöfun fjárins og verkefnaval.
Tillagan samþykkt 9:0.
20.Jólaskreytingar 2012 - framlag
1112150
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa kr. 1.728.000 til jólaljósaskreytinga og uppsetningu jólatrjáa á árinu 2012. Bæjarstjórn felur verkefnastjóra Akranesstofu og framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu að kanna með þátttöku stofnana og fyrirtækja á Akranesi við uppsetningu og rekstur jólaljósa fyrir jól/áramótin 2012/2013. Niðurstaða liggir fyrir eigi síðar en 1. október 2012. Bæjarstjórn felur verkefnastjóra Akranesstofu og framkvæmdastjóra Framkvæmdastofu að kanna með þátttöku stofnana og fyrirtækja á Akranesi við uppsetningu og rekstur jólaljósa fyrir jól/áramótin 2012/2013. Niðurstaða liggir fyrir eigi síðar en 1. október 2012.
Tillagan samþykkt 9:0.
21.Kirkjuhvoll 2012 - framlag
1112151
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa kr. 6.165.000 til reksturs Kirkjuhvols á árinu 2012. Bæjarstjórn felur stjórn Akranesstofu að taka reksturinn til skoðunar, tilgang hans og fyrirkomulag. Niðurstöður skulu lagðar fyrir bæjarstjórn eigi síðar en 1. apríl 2012.
Tillagan samþykkt 9:0.
22.Hátíðahöld 2012 - framlag
1112152
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa kr. 15.138.000 til hátíðarhalda, viðburða og afmælis Akraneskaupstaðar á árinu 2012. Stjórn Akranesstofu og starfshópi um afmælishald kaupstaðarins er falið að leggja tillögur fyrir bæjarráð um ráðstöfun fjárins eigi síðar en 1. febrúar 2012.
Tillagan samþykkt 9:0.
23.Akraneshöfn 2012 - starfshópur v. uppbyggingar
1112153
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipa starfshóp sem hafi það verkefni að skoða hvernig efla megi starfsemi Akraneshafnar. Bæjarráði er falið að útbúa erindisbréf fyrir hópinn og gera tillögur um skipan hans.
Tillagan samþykkt 9:0.
24.Stjórnmálasamtök á Akranesi 2012 - framlög
1112154
Bæjarstjórn Akraness samþykkir með vísan til 5. gr. laga nr. 162/2006, að gera ráð fyrir framlagi í fjárhagsáætlun ársins 2012 til starfsemi stjórnmálaflokka á Akranesi að fjárhæð kr. 1.000.000.-
Tillagan samþykkt 9:0.
25.Styrkir 2012 - úthlutun
1112155
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir sjóði vegna úthlutunar styrkja til einstaklinga og félagasamtaka á grundvelli reglna sem Akraneskaupstaður hefur sett. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kr. 8.572.000 sem aðilar geta sótt um fjárveitingu til í gegnum um viðkomandi stofu sem veitir umsögn/tillögu til bæjarráðs sem síðan tekur ákvörðun um úthlutun innan ramma fjárhagsáætlunar.
Tillagan samþykkt 9:0.
26.Bæjarstjórnarfundur unga fólksins 2012 - úrvinnsla
1112156
Bæjarstjórn samþykkir að vísa framkomnum tillögum frá bæjarstjórnarfundi unga fólksins sem haldinn var þann 29. nóvember 2011 til umfjöllunar og úrvinnslu hjá Fjölskyldu- og Framkvæmdaráði.
Tillagan samþykkt 9:0.
27.Sorpmál 2012
1112157
Bæjarstjórn samþykkir að fela framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu að taka saman tölulegar upplýsingar um sorpmagn, losun sorps til Fíflholta, endurvinnslu og flokkun sorps undanfarinna ára á Akranesi og leggja fyrir bæjarstjórn til upplýsinga.
Greinargerð framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu dags. 13. janúar 2012 er meðfylgjandi.
Tillagan samþykkt 9:0.
28.Lífeyrisskuldbinding Akraneskaupstaðar
1201120
"Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela bæjarstjóra í samvinnu við lífeyrissjóð starfsmanna Akraneskaupstaðar og sveitarfélaga að gera tillögu til hlutaðeigandi stjórnvalda um breytingu laga, þannig að lífeyrissjóðum verði heimilt að taka eigin skuldabréf sveitarfélaga, eða skuldabréf með ábyrgð sveitarfélaga, sem greiðslu áfallinna lífeyrisskuldbindinga sveitarfélagsins.Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að afborganir og vextir af skuldabréfi Orkuveitu Reykjavíkur í eigu Akraneskaupstaðar, verði ráðstafað til greiðslu lífeyrisskuldbindinga Akraneskaupstaðar hjá Lífeyrissjóði Akraneskaupstaðar á meðan leitað verður eftir framangreindri lagabreytingu eða hún verður samþykkt".
Tillagan samþykkt 9:0.
29.Fjárhagsáætlun til 3 ára - 2013-2015
1201106
Fjárhagsáætlunin lögð fram á fundinum.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir tillögunni og lagði til að henni verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Samþykkt 9:0.
30.Samfélagsverðlaun Akraness
1201133
31.Bæjarstjórnarfundur - frestun
1201041
32.Knattspyrnufélag ÍA - verðlaun.
1108131
33.Bæjarstjórn - 1137
1112010
Fundargerðin samþykkt 9:0.
34.Bæjarstjórn - 1138
1112020
Fundargerðin samþykkt 9:0.
35.Bæjarráð - 3139
1112014
Lögð fram.
35.1.Verkefni í nýsköpunar-, atvinnu- og ferðamálum
1112055
35.2.Heiðarbraut 40, breytt deiliskipulag
1105061
35.3.Þjónustukönnun Capacent Gallup.
1112037
35.4.Fjárlagabeiðnir 2012
1110107
35.5.Ályktun vegna tillagna frá starfshópi sjávarútvegsráðherra
1112030
35.6.Frumvarp til laga - um Landsvirkjun o.fl.mál nr. 318
1112028
35.7.Fjárhagsáætlun 2012 - Skipulags- og umhverfisstofa
1110098
35.8.Miðbær 1 - umsókn um lóð
1110149
35.9.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - fyrirspurn um fráveitumál
1111071
35.10.Endurnýjun lánalína og heimild til nýtingar
1111158
35.11.Nýbúafræðsla - framlög jöfnunarsjóðs 2012
1109114
35.12.Ályktun gegn niðurskurði í tónlistarskólum
1112048
35.13.Afskriftir 2011
1109092
35.14.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011
1106063
35.15.Kaup á tölvubúnaði
1112067
35.16.Ályktun bæjarstjórnar Grundarfjarðar
1112061
Gunnar Sigurðsson óskar eftir að eftirfarandi tillaga verði bókuð:
Bókun á bæjarstjórnarfundi 17.janúar 2012 vegna heilbrigðisþjónustu á Akranesi.
Bæjarstjórn Akraness mótmælir á fundi sínum þriðjudaginn 17.janúar 2012 þeirri skerðingu á heilbrigðisþjónustu á Akranesi sem birtist í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2012. Þar eru framlög til Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) skorin það mikið niður að stjórnendur þar hafa neyðst til að grípa til þess úrræðis að leggja niður öldrunarlækningadeild sjúkrahússins á Akranesi. Við það tapast 14 legurými og hátt í 30 manns missa vinnuna, eingöngu konur.
Bæjarstjórn Akraness krefst þess að ríkisvaldið tryggi rekstur HVE þannig að á Akranesi sé unnt að halda fullri heilsugæsluþjónustu og bráðaþjónustu, þar með taldar skurðstofur, þannig að tryggt sé að m.a. fæðingadeild og slysamóttaka haldist óbreytt. Bent skal á að sjúkrahúsið á Akranesi er utan skilgreindra hamfarasvæða og þjónar því sem varasjúkrahús höfuðborgarsvæðisins ef til stórkostlegra náttúruhamfara kæmi.
Ennfremur krefst Bæjarstjórn Akraness þess að ríkisvaldið tryggi að unnt sé að halda út öldrunarþjónustu á Akranesi, bæði sjúkraþjónustu og endurhæfingu, sambærilegri og á sér stað fyrir lokun öldrunarlækningadeildarinnar á sjúkrahúsinu. Þessi þjónusta verði þá veitt í tengslum við HVE og Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra á Akranesi.
Bæjarfulltrúarnir á Akranesi.
35.17.Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki - reglur Akraneskaupstaðar
1111088
35.18.Atvinnu- og nýsköpunarhelgi 9.-12. mars 2012.
1112079
35.19.Endurgreiðsluhlutfall - Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga
1112076
35.20.Fjöliðjan - Ósk um kaup á pökkunarbúnaði
1109135
35.21.Strætó bs. - útboð á akstri
1103168
35.22.Krókalón - lóðamál vegna deiliskipulags
903112
35.23.Starfshópur um atvinnumál - 13
1111019
35.24.Starfshópur um atvinnumál - 14
1111037
35.25.Starfshópur um atvinnumál - 15
1112015
35.26.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2011
1102040
36.Bæjarráð - 3140
1112024
Lögð fram.
36.1.Verklagsreglur um ráðningar hjá Akraneskaupstað
1112104
36.2.Styrkbeiðni - útgáfa karlakórsins Svanir.
1010013
36.3.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2011
1102355
36.4.Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Akraneskaupstað
1112125
36.5.Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011.
1101181
36.6.Fjárhagsáætlun 2012
1109132
36.7.Veikindi starfsmanna - umsóknir um viðbótarframlag
1003078
36.8.Orkuveita Reykjavíkur - Fundarboð eigendafundar 5. janúar 2012.
1112159
36.9.Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi - fundargerðir 2011
1101099
36.10.Sorpurðun Vesturlands - fundargerðir stjórnar 2011
1103108
36.11.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir 2011
1102040
37.Bæjarráð - 3141
1201001
Lögð fram.
37.1.Fjárhagsáætlun 2012
1109132
38.Bæjarráð - 3142
1201002
Lögð fram.
38.1.Fjárhagsáætlun 2012
1109132
38.2.Bæjarstjórnarfundur - frestun
1201041
38.3.Íþróttamannvirki Akraneskaupstaðar - samkomur
1201042
38.4.Strætó bs. - útboð á akstri
1103168
39.Bæjarráð - 3143
1201006
Lögð fram.
39.1.Fab Lab 2012 - framlag
1112145
39.2.Fjárhagsáætlun 2012
1109132
39.3.Elli- og örorkulífeyrisþegar - tekjuviðmið vegna álagningar fasteignagjalda 2012
1201105
39.4.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011
1106063
39.5.Gjaldskrá fyrir hundahald 2012
1201044
39.6.Gjaldskrár 2012
1112160
39.7.Lífeyrisskuldbinding Akraneskaupstaðar
1201120
39.8.Fjárhagsáætlun til 3 ára - 2013-2015
1201106
39.9.Íþróttahús - niðurfelling á húsaleigu
1201122
40.Skipulags- og umhverfisnefnd - 60
1112011
Lögð fram.
40.1.Ægisbraut 15 - fyrirspurn
1112059
40.2.Kirkjubraut 46 - breyting á lóð
1111097
40.3.Skipulagsreglugerð - umsögn
1107063
40.4.Fyrirspurn frá Á stofunni ehf um áætlaðar breytingar á Sólmundarhöfða 7
1110263
40.5.Garðabraut 4-6 umsókn um viðbyggingu
1112035
40.6.Fjárhagsáætlun 2012 - Skipulags- og umhverfisstofa
1110098
41.Fjölskylduráð - 80
1112009
Lögð fram.
41.1.Brekkubæjarskóli-starfsmannamál desember 2011
1112042
42.Fjölskylduráð - 81
1112018
Lögð fram.
42.1.Ályktun gegn niðurskurði í tónlistarskólum
1112048
42.2.Félag leikskólakennara - spurningar
1112051
42.3.Fjöliðjan - Ósk um kaup á pökkunarbúnaði
1109135
42.4.Fjárhagsáætlun 2012
1109132
42.5.Húsnæðismál - áfrýjun
1112045
42.6.Fjárhagsaðstoð - áfrýjun 2011
1111096
42.7.Húsnæðismál - áfrýjun
1112105
42.8.Húsnæðismál-áfrýjun
1112087
42.9.Bakvaktir
1006157
43.Fjölskylduráð - 82
1201004
Lögð fram.
43.1.fjárhagsaðstoð-áfrýjun
1201099
43.2.Mótun skólastefnu
1201103
43.3.Gjaldskrár 2012
1112160
43.4.Ungmennafélagið Skipaskagi - aðstaða
1112175
43.5.UMFÍ - Gisting íþróttahópa
1201069
44.Framkvæmdaráð - 69
1112008
Lögð fram.
44.1.Fjárhagsáætlun 2012 - Framkvæmdastofa
1110097
44.2.Akraneshöll - hitalampar
1102075
44.3.Þjóðvegur 51 - vetrarþjónusta
1112080
44.4.Framkvæmdastofa - skipulag
1112081
44.5.Framkvæmdastofa - rekstraryfirlit 2011
1102355
45.Framkvæmdaráð - 70
1201003
Lögð fram.
45.1.Fjárhagsáætlun 2012 - Framkvæmdastofa
1110097
45.2.Akraneshöll - hitalampar
1102075
45.3.Þjóðvegur 51 - vetrarþjónusta
1112080
45.4.Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - vaktafyrirkomulag
1109022
45.5.Gjaldskrá fyrir hundahald 2012
1201044
46.Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur - 2011
1101190
Lögð fram.
47.Faxaflóahafnir sf - Fundargerðir 2011
1101169
Lögð fram.
48.Fundargerðir Höfða 2011
1102004
Lögð fram.
Fundi slitið.
Tillagan samþykkt 9:0.