Fara í efni  

Bæjarstjórn

1335. fundur 08. júní 2021 kl. 17:00 - 20:19 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Elsa Lára Arnardóttir 2. varaforseti
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundarins sem er lokafundur fyrir sumarleyfi bæjarstjórnar.

Óskað er eftir að taka inn með afbrigðum fundargerð skipulags- og umhverfisráðs nr. 200 frá 7. júní síðastliðnum. Málið er á dagskrá fundarins sbr. dagskrárlið nr. 11 og bætist fundargerðin þar undir verði afbrigðin samþykkt.

Samþykkt 9:0

1.Skýrsla bæjarstjóra 2021

2101231

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 24. febrúar sl.
Til máls tók: ELA.

Lagt fram.

2.Kosning í ráð og nefndir 2021

2106025

Kosningar og tilnefningar í ráð samkvæmt Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013.
Samkvæmt samþykktinni skal kjósa til eins árs þrjá aðalmenn og þrjá til vara í bæjarráð, skóla- og frístundaráð, velferðar- og mannréttindaráð og skipulags- og umhverfisráð.

Tilnefningar eru eftirfarandi:

1.1 Bæjarstjórn
Kosning forseta til eins árs samkvæmt sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.
Fram kom tillaga um að Valgarður L. Jónsson (S) verði áfram forseti bæjarstjórnar.

Samþykkt 9:0

Kosning 1. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs samkvæmt sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Fram kom tillaga um að Einar Brandsson (D) verði áfram 1. varaforseti bæjarstjórnar.

Samþykkt 9:0

Kosning 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs samkvæmt sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Fram kom tillaga um að Elsa Lára Arnardóttir (B) verði áfram 2. varaforseti bæjarstjórnar.

Samþykkt 9:0

1.2 Bæjarráð
Kosning þriggja bæjarfulltrúa sem aðalmanna og þriggja varamanna til eins árs samkvæmt sveitarstjórnarlögum og samþykkt um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Fram kom eftirfarandi tillaga:

Aðalmenn,án breytinga:
Elsa Lára Arnardóttir formaður (B)
Valgarður Lyngdal Jónsson varaformaður (S)
Rakel Óskarsdóttir (D)

Samþykkt 9:0

Varamenn, án breytinga:
Ragnar B. Sæmundsson (B)
Kristinn Hallur Sveinsson (S)
Ólafur Adolfsson (D)

Samþykkt 9:0

1.3 Skóla- og frístundaráð

Fram kom eftirfarandi tillaga:

Aðalmenn, án breytinga:
Bára Daðadóttir formaður (S)
Sandra Margrét Sigurjónsdóttir varaformaður (D)
Ragnar B. Sæmundsson (B)

Samþykkt 9:0

Varamenn, án breytinga:
Margrét Helga Ísaksen (S)
Þórður Guðjónsson (D)
Liv Aase Skarstad (B)

Samþykkt 9:0

1.4 Velferðar- og mannréttindaráð

Fram kom eftirfarandi tillaga:

Aðalmenn, án breytinga:
Kristinn Hallur Sveinsson formaður (S)
Einar Brandsson varaformaður (D)
Anna Þóra Þorgilsdóttir (B)

Samþykkt 9:0

Varamenn, með breytingu:
Ívar Orri Kristjánsson (S)
Rúna Björg Sigurðardóttir (D)
Alma Dögg Sigurvinsdóttir (B)

Samþykkt 9:0

1.5 Skipulags- og umhverfisráð

Fram kom eftirfarandi tillaga:

Aðalmenn, með breytingu:
Ragnar B. Sæmundsson formaður (B)
Ólafur Adolfsson varaformaður (D)
Guðríður Sigurjónsdóttir (S)

Samþykkt 9:0

Varamenn, með breytingu:
Karitas Jónsdóttir (B)
Einar Brandsson (D)
Guðjón Viðar Guðjónsson (S)

Samþykkt 9:0

Til máls tóku:
RÓ og VLJ.

3.Betri vinnutími - stytting vinnuvikunnar hjá Akraneskaupstað

2009164

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 20. maí sl. að framlengja starfstíma stýrihóps um styttingu vinnuvikunnar hjá Akraneskaupstað út árið 2021. Hjálagt er uppfært erindisbréf sem óskast staðfest í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tóku:

Bæjarstjórn Akraness samþykkir uppfært erindisbréf stýrihóps um styttingu vinnuvikunnar sem felur m.a. í sér framlengingu á starfstíma stýrihópsins til 31. desember 2021.

Samþykkt 9:0

4.Aðalfundur aukaaðalfundur 2021 - Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

2103152

Fundargerð aukaaðalfundar HeV frá 20. maí 2021 og samþykkt um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands (vegna Kjósarhrepps).

Bæjarráð samþykkti breytta heilbrigðissamþykkt um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands sem afgreidd var með jákvæðum hætti á aukaaðalfundi eigenda þann 20. maí síðastliðinn. Breytt samþykkt felur í sér að Kjósarhreppur verður hluti af starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Til máls tók: ÓA.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytta heilbrigðissamþykkt um Heilbrigðiseftirlit Vesturlands en samþykktin svobreytt felur í sér að Kjósarhreppur verður hluti af starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

Samþykkt 9:0

5.Umhverfisstefna Akraneskaupstaðar

1811112

Skipulags- og umhverfisráð lagði til á fundi sínum þann 3. maí síðastliðinn að fyrirliggjandi umhverfisstefna Akraneskaupstaðar verði samþykkt í bæjarstjórn Akraness.

Bæjarráð samþykkti umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar og aðgerðaráætlun vegna tímabilsins 2021 til og með 2025 á fundi sínum þann 27. maí síðastliðinn.

Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.
Til máls tóku:
EBr, ÓA, RBS, SMS, KHS, EBr og RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir umhverfisstefnu Akraneskaupstaðar og aðgerðaráætlun vegna tímabilsins 2021 til og með 2025.

Samþykkt 8:0, 1 situr hjá (EBr)

6.Deiliskipulag Skógarhverfi áfangi 3A - breyting

2105143

Lögð fram breyting á deiliskipulagi Skógarhverfis áf. 3A, sem felur í sér að koma fyrir þremur einbýlishúsum í stað raðhúsa. Breytingin er gerð vegna umferðaöryggis við Akralund.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að breytingin verði samþykkt skv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tóku:
RBS, EBr og RÓ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir, samkvæmt 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfis áfanga 3A. sem felur í sér að raðhúsalóð (Akralundur nr. 28 - 36) fyrir 5 íbúðir verði breytt í 3 einbýlishúsalóðir, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og að auglýsingin verði birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 8:0, 1 situr hjá (EBr)

7.Höfðasel 4 matshluti 4 - umsókn um byggingarleyfi

2104190

Bygging á Höfðaseli 4 grenndarkynnt skv. 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá 14. maí til 11. júní 2021. Aðilar sem fengu grenndarkynningu hafa svarað og gera ekki athugasemd við byggingarleyfið.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að samþykkja fyrirhugaðar framkvæmdir.
Til máls tók: RBS

Bæjarstjórn Akraness samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir sem felur í sér viðbyggingu við Höfðasel 4 þar sem byggður verður framleiðslusalur.

Samþykkt 9:0

8.Jaðarsbakkar útisvæði - viðauki við fjárhagsáætlun

2105139

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 27. maí sl. að veita viðbótarfjármagn að fjárhæð kr. 7.500.000 inn á deild 06610-4990 vegna aðkeyptrar þjónustu sem felst í slætti á æfingasvæði Jaðarsbakka en liðurinn féll út við gerð áætlunar 2021.

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 15 að fjárhæð kr. 7.500.000 sem færist á deild 06610-4990 og er mætt með tilfærslu af deild 20830-4990 að fjárhæð kr. 2.000.000 og með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi að fjárhæð kr. 5.500.000.

Bæjarráð vísar viðaukanum til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.
Til máls tók:
RÓ sem víkur af fundi við afgreiðslu málsins. Engin fundarmanna gerir athugasemd við þá ákvörðun RÓ.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 15 að fjárhæð kr. 7.500.000 sem færist á deild 06610-4990 og er mætt með tilfærslu af deild 20830-4990 að fjárhæð kr. 2.000.000 og með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi að fjárhæð kr. 5.500.000.

Samþykkt 8:0
Fylgiskjöl:

9.Umboð til handa bæjarráði í sumarleyfi bæjarstjórnar

1906065

Bæjarstjórn samþykkir að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði þriðjudaginn 24. ágúst nk.

Bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála í samræmi við 50. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði þriðjudaginn 24. ágúst næstkomandi og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála á tímabilinu sem bæjarstjórn er í sumarleyfi í samræmi við 50. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013.

Samþykkt 9:0

10.Fundargerðir 2021 - Bæjarráð

2101002

3459. fundargerð bæjarráðs frá 27. maí 2021 lögð fram til kynningar.

3460. fundargerð bæjarráðs frá 3. júní 2021 lögð fram til kynningar.
Til máls tóku:
RÓ um fundargerð nr. 3459, dagskrárlið nr. 4.
ELA fundargerð nr. 3459, dagskrárlið nr. 4.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2021 - Skipulags- og umhverfisráð

2101005

199. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 31. maí 2021.
200. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 7. júní 2021.
Til máls tóku:
RBS um fundargerð nr. 199, dagskrárliði nr. 1, nr. 2 og nr. 3.
RBS um fundargerð nr. 200, dagskrárliði nr. 1 og nr. 2
SMS um fundargerð nr. 200, dagskrárlið nr. 1.
KHS um fundargerð nr. 200, dagskrárlið nr. 1.
EBr um fundargerð nr. 200, dagskrárlið nr. 1.
EBr um fundargerð nr. 199, dagskrárlið nr. 10.
RÓ um fundargerð nr. 199, dagskrárlið nr. 10.
BD um fundargerð nr. 200, dagskrárlið nr. 10.
KHS um fundargerð nr. 199, dagskrárlið nr. 10.
EBr um fundargerð nr. 199, dagskrárlið nr. 10.
RBS um fundargerð nr. 199, dagskrárlið nr. 10.
RÓ um fundargerð nr. 199, dagskrárlið nr. 10.
RBS um fundargerð nr. 199, dagskrárlið nr. 10.

Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2021 - Skóla- og frístundaráð

2101004

163. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 1. júní 2021.
162. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 26. maí 2021.
Til máls tóku:
BD um fundargerð nr. 163, dagskrárliði nr. 5 og nr. 6.
KHS um fundargerð nr. 163, dagskrárliði nr. 5 og nr. 6.
ÓA um fundargerð nr. 163, dagskrárliði nr. 5 og nr. 6.
KHS um fundargerð nr. 163, dagskrárliði nr. 5 og nr. 6.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2021 - Velferðar- og mannréttindaráð

2101003

155. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 2. júní 2021.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2021 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga

2101117

Fundargerð XXXVI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. maí 2021.
898. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. maí 2021.
Til máls tók: RÓ um dagskrárlið nr. 3.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Forseti þakkar fundarmönnum fyrir samstarfið í vetur og óskar bæjarfulltrúum, fjölskyldum þeirra sem og Skagamönnum öllum gleðilegs sumars..

Næsti fundur bæjarstjórnar að loknu sumarleyfi verður þriðjudaginn 24. ágúst næstkomandi.

Fundi slitið - kl. 20:19.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00