Fara í efni  

Bæjarstjórn

1339. fundur 12. október 2021 kl. 17:00 - 18:07 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Liv Aase Skarstad varamaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Reglur Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.

2009128

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkti á fundi sínum þann 16.09.2021 fyrirliggjandi drög að reglum Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum og vísaði þeim til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 30.09.2021 reglur Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum og vísaði til bæjarstjórnar til endanlegrar samþykktar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir reglur Akraneskaupstaðar um íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum.

Samþykkt 9:0

2.Bjarni Ólafsson Ak 70 skipaskrárnúmer 2909 - forkaupsréttur

2107265

Erindi frá Saga skipamiðlun ehf. um forkaupsrétt Akraneskaupstaðar vegna nýs tilboðs í Bjarna Ólafsson Ak 70.
Málið er varðar þetta tiltekna skip var til afgreiðslu hjá bæjarráði fyrir í sumar og féllst ráðið þá, á, í umboði bæjarstjórnar, að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins. Sala skipsins gekk hins vegar ekki eftir og því kemur málið að nýju til afgreiðslu en nú vegna fyrirhugaðar sölu til annars kaupanda.

Bæjarráð samþykkti að falla frá forkaupsrétti sveitarfélagsins sbr. 3. mgr. 12. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 en núverandi lagaumhverfi tryggir sveitarfélögum einungis forkaupsrétt að fiskiskipum en ekki að þeim aflaheimildum sem kunna að fylgja viðkomandi fiskiskipi.

Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar afgreiðslu.
Forseti upplýsir að erindi hafi borist Akraneskaupstað í dag þar sem tilkynnt var að fallið hefið verið frá sölu skipsins.

Forseti gerir tillögu um frávisun málsins og fundarmenn gerðu ekki athugasemdir við þá tillögu.

3.Þjónustuþörf árið 2021 - 2022 - viðbóta stuðningstímar

2108109

Beiðni frá Leikskóla um viðbótarstuðning vegna barns.
Bæjarráð samþykkti að veita viðbótarfjármagni samtals að fjárhæð kr. 2.137.000 til tiltekins leikskóla til að mæta auknum launakostnaði vegna þjónustuþarfa barns sem er að hefja leikskólagöngu nú að hausti. Fjármagnið er fært á deild 04110-1691 og er mætt með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð samþykkir viðauka 31 vegna þessa sem færist á deild 04110-1691, er mætt með lækkun á handbæru fé og vísað til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar samþykktar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka 31 samtals að fjárhæð kr. 2.137.000 sem færist á deild 04110-1691 og er mætt með lækkun á handbæru fé.

Samþykkt 9:0

4.Deiliskipulag Garðalundar-Lækjarbotnar - óveruleg breyting

2108193

Tillaga að breytingu á skipulagsmörkum deiliskipulags Garðalundar - Lækjarbotna og 5. áfanga Skógarhverfis. Breyting felst í að skipulagsmörk skógræktarsvæðis sem er vestur með Akranesvegi við Einbúa, eru færð til samræmis við tillögu að deiliskipulagi 5. áfanga Skógahverfis. Breytingin felur ekki í sér breytta landnotkun né hefur hún áhrif á útsýni eða skuggavarp.

Breytingin hefur verið grenndarkynnt samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á skipulagsmörkum deiliskipulags Garðalundar - Lækjarbotna og 5. áfanga Skógarhverfis, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 8:0, (EBr situr hjá)

5.Deiliskipulag 1. áfangi Skógarhverfi - breyting Beykiskógar 19

2106126

Grenndarkynnt var breyting á deiliskipulagi, sem fólst í að bæta einni hæð ofan á Beykiskóga 19. Athugasemd barst frá húsfélagi og íbúum að Asparskógum 13.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa sem svör við þeim athugasemdum sem bárust við breytingar á deiliskipulaginu. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar og birt í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að ofangreind greinargerð skipulagsfulltrúa verði svar bæjarstjórnar vegna þeirra athugasemda sem bárust við deiliskipulagsbreytingunni.
Til máls tóku:
SMS lýsir sig vanhæfa við afgreiðslu málsins vegna tengsla við einn þeirra sem sett hafa fram athugasemdir. Fundarmenn gera ekki athugasemdir við ákvörðunina.
RÓ lýsir sig vanhæf við afgeiðslu málsins vegna tengsla við einn þeirra sem sett hafa fram athugasemdir. Fundarmenn gera ekki athugasemdir við ákvörðunina.
EBr, RBS, EBr, RBS og EBr.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að greinargerð skipulagsfulltrúa verði svar bæjarstjórnar vegna þeirra athugasemda sem bárust og samþykkir fyrirliggjandi breytingu á deiliskipulagi 1.áfanga Skógahverfis, vegna Beykiskóga 19, að breytingin verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar og birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 5:0, (EBr og KHS sitja hjá).

SMS og RÓ taka sæti á fundinum að nýju.

6.Suðurgata 50a- Umsókn til skipulagsfulltrúa

2106193

Umsókn um að breyta iðnaðarhúsi í tvær íbúðir ásamt þjónusturými. Grenndarkynnt var breyting frá fyrri grenndarkynningu.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áform um byggingarleyfi sbr. grenndarkynningu. Grenndarkynnt var fyrir lóðarhöfum að Suðurgötu nr. 45, nr. 48, nr. 50 og Akursbraut nr. 17 og nr. 22.
Bæjarstjórn Akranes samþykkir fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa og samþykkir byggingarleyfisumsókn lóðarhafa.

Samþykkt 9:0

7.Fundargerðir 2021 - Bæjarráð

2101002

3470. fundur bæjarráðs þann 30. september 2021
3471. fundur bæjarráðs þann 5. október 2021
Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2021 - Skipulags- og umhverfisráð

2101005

212. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 27. september 2021
213. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 4. október 2021
Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2021 - Velferðar- og mannréttindaráð

2101003

161. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 21. september 2021.
162. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 27. september 2021.
163. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 5. október 2021.
Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2021 - Skóla- og frístundaráð

2101004

172. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 4. október 2021
Til máls tóku:
RÓ spyr um stöðu vinnu starfshóps um mötuneytismál.
BD upplýsir að málið sé til umræðu á næsta fundi skóla- og frístundaráðs.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2021 - Orkuveita Reykjavíkur

2101009

308. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23.ágúst 2021.
Til máls tóku:

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2021 - Faxaflóahafnir

2101010

209. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 17. september 2021.
Til máls tóku:
ÓA um dagskrárlið nr. 5.
EBr um dagskrárlið nr. 5.
RBS um dagskrárlið nr. 5,
ÓA um dagskrárlið nr. 5,
EBr um dagskrárlið nr. 5.
RBS um dagskrárlið nr. 5

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:07.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00