Bæjarstjórn
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.
1.Aðalskipulag - endurskoðun 2021-2033
1606006
Vinnslutillaga að endurskoðuðu aðalskipulagi Akraness var kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum m.a. með kynningarbæklingi, sem dreift var á Akranesi í desember 2021 og á almennum kynningarfundi 16. desember 2021. Skipulags- og umhverfisráð hefur í framhaldi af kynningunni gengið frá tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 og leggur hana fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu. Tillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti og henni fylgja forsenduhefti og umhverfismatsskýrsla. Ráðið leggur til að tillagan dagsett 7. mars 2022, verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar og síðan auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir breyttum sveitarfélagsmörkum milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar í landi Óslands-Kirkjutungu sem nú er innan lögsögumarka Hvalfjarðarsveitar. Tillagan er sett fram að þessu leyti með fyrirvara um endanlegt samþykki Hvalfjarðarsveitar og staðfestingu ráðherra á breyttum sveitafélagamörkum.
Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir breyttum sveitarfélagsmörkum milli Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar í landi Óslands-Kirkjutungu sem nú er innan lögsögumarka Hvalfjarðarsveitar. Tillagan er sett fram að þessu leyti með fyrirvara um endanlegt samþykki Hvalfjarðarsveitar og staðfestingu ráðherra á breyttum sveitafélagamörkum.
Til máls tóku:
RBS, EBr, RBS, RÓ, ÓA, KHS og VLJ úr sæti forseta.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir aðalskipulag Akraness vegna tímabilsins 2021-2033 og að skipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og til birtingar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt 9:0
Samþykki bæjarstjórnar Akraness er með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar á breyttum sveitarfélagamörkum Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar í landi Óslands-Kirkjutungu og staðfestingu innviðaráðherra á breytingunni.
Samþykkt 9:0
RBS, EBr, RBS, RÓ, ÓA, KHS og VLJ úr sæti forseta.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir aðalskipulag Akraness vegna tímabilsins 2021-2033 og að skipulagið verði sent Skipulagsstofnun til yfirferðar og til birtingar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt 9:0
Samþykki bæjarstjórnar Akraness er með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar á breyttum sveitarfélagamörkum Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar í landi Óslands-Kirkjutungu og staðfestingu innviðaráðherra á breytingunni.
Samþykkt 9:0
Fundi slitið - kl. 19:29.