Fara í efni  

Bæjarstjórn

1351. fundur 12. apríl 2022 kl. 17:00 - 18:00 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
  • Bára Daðadóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Sandra Margrét Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022

2202104

Framlagning kjörskrár 2022, skipan í yfirkjörstjórn vegna hæfisreglna samkvæmt kosningalögum nr. 112/2021 o.fl.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir tilnefningu oddvita Framsóknar- og frjálsra um skipan Karitasar Jónsdóttur sem aðalfulltrúa í yfirkjörstjórn vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraness samþykkir tilnefningu oddvita Framsóknar- og frjálsra um skipan Hlina Baldurssonar sem varafulltrúa í yfirkjörstjórn Akraness vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraness samþykkir tilnefningu oddvita Samfylkingar um skipan Ingibjargar Valdimarsdóttur sem varafulltrúa í yfirkjörstjórn Akraness vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraness samþykkir tilnefningu oddvita Sjálfstæðisflokksins um skipan Brynjar Sigurðssonar sem varafulltrúa í yfirkjörstjórn Akraness vegna komandi sveitarstjórnarkosninga.

Samþykkt 9:0

Eftirtaldir skipa þá yfirkjörstjórn Akraness vegna komandi sveitarstjórnarkosninga:

Aðalfulltrúar:
Geir Guðjónsson (S)
Valdimar Axelsson (D)
Karitas Jónsdóttir (B)

Varafulltrúar:
Ingibjörg Valdimarsdóttir (S)
Brynjar Sigurðsson (D)
Hlini Baldursson (B)

Kjörstjórnin skal kjósa sér oddvita og skipta með sér verkum sbr. 17. gr. kosningarlaga nr. 112/2021.

Kjörskrá Akraneskaupstaðar liggur fyrir og er framlögð en ekki er gert krafa um að sveitarstjórn samþykki kjörskrána sérstaklega sbr. ákvæði kosningalaga nr. 112/2021.

Bæjarstjórn Akraness veitir bæjarráði fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna kosninga til sveitarstjórna þann 14. maí næstkomandi í samræmi við ákvæði kosningalaga. Bæjarstjórn Akraness samþykkir jafnframt að fela bæjarráði ákvörðun um greiðslur til yfirkjörstjórnar, undirkjörstjórna og annarra starfsmanna sem koma að framkvæmd kosninganna.

Samþykkt 9:0

2.Sementsreitur - götuheiti

2109028

Alls kusu 137 einstaklingar um götuheiti.
Sem nafn á götu A hlaut Sementsbraut flest atkvæði eða 34%.
Hlutskörpustu nöfnin á götum B, C, D og E voru nöfnin Freyjugata, Óðinsgata, Skírnisgata og Sleipnisgata, fengu þau 32% atkvæða.
Skipulags- og umhverfisráð hefur yfirfarið kosninguna vegna götuheita á Sementsreit og leggur til við bæjarstjórn að niðurstaða kosninganna verði samþykkt.
Til máls tók: EBr.

Forseti ber upp þá tillögu að greitt verði atkvæði um nafngift gatnanna í heild.
Ekki gerðar athugasemdir við þá tillögu.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gata A hljóti nafnið Sementsbraut, gata B hljóti nafnið Freyjugata, gata C hljóti nafnið Óðinsgata, gata D hljóti nafnið Skírnisgata og gata E hljóti nafnið Sleipnisgata.

Samþykkt 9:0

3.Deiliskipulag Skógarhverfi 4. áfangi - Asparskógar 5.

2201222

Nýtingarhlutfall lóðarinnar á Asparskógum 5, breytist úr 0,52 í 0,54. Breytingin var grenndarkynnt frá 14. febrúar til 16. mars 2022. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tóku:
SMS sem óskar að víkja af fundi vegna tengsla við lóðarhafa. Ekki gerðar athugasemdir við ákvörðunina af hálfu annarra fundarmanna.
RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi Skógarhvefi 4. áfanga - Asparskóga 5 þar sem nýtingarhlutfall breytist úr 0,52 í 0,54, að breytingin verðir send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 8:0

SMS tekur sæti á fundinum að nýju.

4.Móttaka flóttafólks

2203074

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 24. mars sl. viðauka nr. 4 vegna ráðningar verkefnastjóra vegna móttöku flóttafólks frá Úkraínu.
Til máls tók: KHS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 4, samtals að fjárhæð kr. 6,6 m.kr. vegna ráðninga verkefnastjóra tímabundið í 6 mánuði en ráðningin verði þá endurskoðað miðað við stöðu verkefnisins.

Útgjöldin verða færð á deild 02600-1691 og verður mætt með lækkun á rekstrarafgangi.

Samþykkt 9:0

5.Fundargerðir 2022 - bæjarráð

2201002

3495. fundargerð bæjarráðs frá 24. mars 2022.
3496. fundargerð bæjarráðs frá 31. mars 2022.
3497. fundargerð bæjarráðs frá 7. apríl 2022.
Til máls tóku:
SMS um fundargerð nr. 3496, dagskrárlið nr. 2.
SFÞ um fundargerð nr. 3496, dagskrárlið nr. 2.
VLJ um fundargerð nr. 3496, dagskrárlið nr. 2.
SMS um fundargerð nr. 3496, dagskrárlið nr. 2.
BD um fundargerð nr. 3496, dagskrárlið nr. 2.
RÓ um fundargerð nr. 3496, dagskrárlið nr. 6.
RBS um fundargerð nr. 3496, dagskrárlið nr. 2 og nr. 6.
RÓ um fundargerð nr. 3496, dagskrárlið nr. 6.
ÓA um fundargerð nr. 3496, dagskrárlið nr. 6.

Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

6.Fundargerðir 2022 - velferðar- og mannréttindaráð

2201003

178. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 24. mars 2022.
179. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 5. apríl 2022.
Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2022 - skóla- og frístundaráð

2201004

187. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 22. mars 2022.
188. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 24. mars 2022.
189. fundarger skóla- opg frístundaráðs frá 5. apríl 2022.
Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2022 - skipulags- og umhverfisráð

2201005

234. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 28. mars 2022.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2022 o.fl. - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2203254

125. fundargerð stjórnar Höfða frá 16. mars 2022 ásamt fylgigögnum.
126. fundargerð stjórnar Höfða frá 4. apríl 2022 ásamt fylgigögnum.
Fundargerðinar lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2022 og tilkynningar - Samband íslenskra sveitarfélaga

2201057

908. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. mars 2022.
Til máls tóku:
ÓA um dagskrárlið nr. 14.
RÓ um dagskrárlið nr. 14.
ÓA um dagskrárlið nr. 14.
KHS um dagskrárlið nr. 14.
RBS um dagskrárlið nr. 14.
RÓ um dagskrárlið nr. 14.
VLJ um dagskrárlið nr. 14.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00