Fara í efni  

Bæjarstjórn

1361. fundur 08. nóvember 2022 kl. 17:00 - 22:10 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.
Forseti minnist látins bæjarfulltrúa Ingvars Ingvarssonar sem lést þann 14. október síðastliðinn.

Ingvar fæddist í Borgarnesi 28. apríl 1946, en ólst upp á Akranesi. Foreldrar Ingvars voru þau Svava Steingrímsdóttir og Ingvar Björnsson kennari.

Eftirlifandi eiginkona Ingvars er Gunnhildur Hannesdóttir. Dóttir þeirra er Signý Ingvarsdóttir, en fyrir átti Gunnhildur þrjú börn; Sævar, Sigurhönnu og Kristrúnu Steinunni.

Ingvar var strax á barnsaldri orðinn virkur í ýmiskonar félagsstarfi, æfði og keppti í knattspyrnu með Knattspyrnufélaginu Kára, var virkur í starfi Skátafélags Akraness allt frá 10 ára aldri og var formaður Íþrótta- og bindindisfélags Gagnfræðaskóla Akraness í tvö skólaár. Þarna má segja að snemma hafi beygst krókurinn, enda var Ingvar síðan alla tíð mikilvirkur félagsmálamaður og félagsstörf og stjórnmál voru hans líf og yndi allt frá því að hann var ungur maður.

Eftir að Ingvar lauk kennaraprófi kom hann heim á Akranes og tók við nýrri stöðu æskulýðs- og íþróttafulltrúa hjá Akraneskaupstað en í því fólst meðal annars umsjón með æskulýðsstarfi á vegum bæjarins og íþróttamannvirkjum bæjarins. Þessu starfi gegndi hann í tvö ár, en gerðist síðan skólastjóri Steinsstaðaskóla í Skagafirði, síðan sveitarstjóri í Hrísey um skeið og loks kennari við Lundarskóla á Akureyri.

Árið 1985 fluttist fjölskyldan svo á Akranes, þegar Ingvar var ráðinn til Brekkubæjarskóla, fyrst sem yfirkennari og síðar aðstoðarskólastjóri. Því starfi gegndi hann allt til starfsloka árið 2006 og var bæði vinsæll og farsæll í sínu starfi.

Ingvar var fyrst kjörinn í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar fyrir Alþýðuflokkinn í bæjarstjórnarkosningum árið 1986. Hann sat sem bæjarfulltrúi samfellt í þrjú kjörtímabil eða tólf ár samtals og á þessum tíma sat hann meðal annars í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga í fjögur ár, og starfaði einnig í stjórn Bókasafns Akraness, stjórn Dvalarheimilisins Höfða og í stjórn Rafveitu Akraness. Þá sat Ingvar í bæjarráði, sem áheyrnarfulltrúi eftir kosningarnar 1986 og aðalmaður eftir kosningarnar 1994.

Bæjarstjórn vottar Ingvari Ingvarssyni virðingu sína og vottar eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu samúð vegna fráfalls hans.

Bæjarfulltrúar og aðrir risu úr sætum og vottuðu hinum látna virðinga sína.

1.Deiliskipulag Skógarhverfi áf. 3A - Skógarlundur 4, breyting

2205011

Umsókn um að breyta skipulagi Skógarhverfis áfanga 3A, vegna lóðar nr. 4 við Skógarlund.

Breyting felst í að breyta nýtingarhlutfall lóðarinnar úr 0,35 í 0,39 og heimilt verður að hluti byggingar verður á tveimur hæðum. Breytingin var grenndarkynnt frá 29. september til og með 29. október 2022. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytinguna. Skipulagsbreytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Til máls tók: RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulagsbreytingu Skógarhverfis áfanga 3A, vegna lóðarinnar Skógarlundur 4, sem felast í breytingu á nýtingarhlutfalli lóðarinnar og það aukið um 0,04, úr 0,35 í 0,39, og heimild til að hluti byggingarinnar verði á tveimur hæðum.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að framangreind breyting verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

2.Fjárhagsáætlun Höfða 2023 - 2026

2211018

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 3. nóvember síðastliðinn að vísa fjárhagsáætlun Höfða vegna ársins 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024 til og með 2026 til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness. Samþykkt 3:0

Bæjarráð fyrirhugar frekari rýningu á áætluninni á milli umræðna. Samþykkt 3:0
Forseti gerir þá tillögu að umræða um fundarliðir nr. 2 til og með nr. 4 fari fram saman og verði bókuð undir fundarlið nr. 4. Ákvörðun um afgreiðslu málanna verður hins vegar bókuð undir hverjum og einum dagskrárlið.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Höfða vegna ársins 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024 til og með 2026 til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þriðjudaginn 13. desember næstkomandi.

Samþykkt 9:0

3.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2023 - 2026

2208072

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 4. nóvember síðastliðinn að vísa fyrirliggjandi fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024 - 2026 til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness. Samþykkt 3:0
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að vísa fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024 til og með 2026 til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þriðjudaginn 13. desember næstkomandi.

Samþykkt 9:0

4.Fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024-2026

2207107

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 4. nóvember síðastliðinn fjárhagsáætlun árins 2023 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2024 til og með 2026 ásamt tillögum sem meðfylgjandi eru áætluninni. Samþykkt 2:0, RBS sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 4. nóvember síðastliðinn að vísa fjárhagsáætlun árins 2023 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2024 til og með 2026 ásamt tillögum sem meðfylgjandi eru áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness.
Samþykkt 3:0
Til máls tóku:

SFþ sem gerir grein fyrir helstu hagstærðum og áhersluþáttum í fjárhagsáætluninni.

Framhald umræðu:
LL, EBr, VLJ úr stóli forseta, RBS, SAS, EBr, LL, LÁS, EBr, RBS, KHS, GIG, LÁS, VLJ úr stóli forseta, EBr, JMS, KHS, LÁS, RBS og GIG.

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu um afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar:

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að vísa fjáhagsáætlun Akraneskaupstaðar vegna ársins 2023 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2024 til og með 2026, ásamt meðfylgjandi tillögum, til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þriðjudaginn 13. desember næstkomandi.

Samþykkt 9:0

5.Fundargerðir 2022 - bæjarráð

2201002

3513. fundargerð bæjarráðs frá 27. október 2022
3514. fundargerð bæjarráðs frá 31. október 2022
3515. fundargerð bæjarráðs frá 3. nóvember 2022
3516. fundargerð bæjarráðs frá 4. nóvember 2022
Til máls tók:
SAS um fundargerð nr. 3514, dagskrárlið nr. 5.
SAS um fundargerð nr. 3515, dagskrárliði nr. 3 og nr. 6.
Forseti óskar eftir afleysingu við fundarstjórn og tekur EBr, fyrsti varaforseti, við stjórn fundarins.

Framhald umræðu:

VLJ um fundargerð nr. 3514, dagskrárlið nr. 5.
LÁS um fundargerð nr. 3514, dagskrárlið nr. 5.
LÁS um fundargerð nr. 3515, dagskrárlið nr. 6.
GIG um fundargerð nr. 3514, dagskrárliði nr. 3 og nr. 4.
KHS um fundargerð nr. 3515, dagskrárlið nr. 6.
KHS um fundargerð nr. 3513, dagskrárlið nr. 2.
VLJ um fundargerð nr. 3515, dagkrárlið nr. 6.
VLJ um fundargerð nr. 3514, dagkrárlið nr. 4.
RBS um fundargerð nr. 3515, dagskrárlið nr. 6.
LÁS um fundargerð nr. 3515, dagskrárlið nr. 6.
KHS um fundargerð nr. 3515, dagskrárlið nr. 6.
LL um fundargerð nr. 3515, dagskrárlið nr. 6.
SAS um fundargerð nr. 3514, dagskrárlið nr. 5.
SAS um fundargerð nr. 3515, dagskrárlið nr. 6.
VLJ um fundargerð nr. 3515, dagskrárlið nr. 6.
LÁS um fundargerð nr. 3515, dagskrárlið nr. 6.
RBS um fundargerð nr. 3515, dagskrárlið nr. 6.
LL um fundargerð nr. 3515, dagskrárlið nr. 6.
RBS um fundargerð nr. 3515, dagskrárlið nr. 6.
KHS um fundargerð nr. 3515, dagskrárlið nr. 6.
RBS um fundargerð nr. 3515, dagskrárlið nr. 6.
EBr, úr stóli forseta um valdheimildir ráða og hópa.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

VLJ tekur að nýju við stjórn fundarins.

6.Fundargerðir 2022 - skipulags- og umhverfisráð

2201005

249. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 31. október 2022
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2022 - velferðar- og mannréttindaráð

2201003

191. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 1. nóvember 2022
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2022 - skóla- og frístundaráð

2201004

202. fundargerð skóla- og frístundasviðs frá 26. október 2022
203. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 2. nóvember 2022
Til máls tóku:

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 22:10.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00