Fara í efni  

Bæjarstjórn

1138. fundur 20. desember 2011 kl. 16:00 - 16:25 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varamaður
  • Elsa Lára Arnardóttir varamaður
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá

1.Endurnýjun lánalína og heimild til nýtingar

1111158

Bréf Orkuveitu Reykjavíkur dags. 25. nóvember 2011, þar sem þess er óskað að eigendur OR heimili fyrirtækinu að semja um allt að 8 milljarða lánalínur við íslenskar bankastofnanir. einnig er þess óskað að þegar nýta þarf lánalínurnar verði nægilegt að óska staðfestingar fjármálastjóra eigenda í samræmi við forsendur sem fram kemur í bréfinu, í stað þess að fá formlega heimild í hvert sinn. Einnig liggur fyrir fundinum og umsögn fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar dags. 30. nóvember 2011 varðandi málið.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tóku: GS, bæjarritari, GS, SK.

Bæjarstjórn samþykkir erindið 9:0, í samræmi við fyrirliggjandi beiðni stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. nóvember 2011 og samþykkir að heimila fjármálatjóra staðfestingu lánalína innan skilgreindrar heimildar. Fjármálastjóri upplýsi jafnframt bæjarráð um stöðu mála, jafnóðum og gengið verður á lánalínur.

2.Fjöliðjan - Ósk um kaup á pökkunarbúnaði

1109135

Bréf framkvæmdastjóra Fjölskyldustofu , dags. 30. nóvember 2011 og minnisblað bæjarritara dags. 14. desember 2011 um kaup á pökkunarbúnaði fyrir Fjöliðjuna að fjárhæð 3,7 m.kr fyrir utan vsk.
Bæjarráð samþykkir erindið og leggur til við bæjarstjórn að veitt verði aukafjárveiting til kaupanna sem vísað verði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

Til máls tóku: SK, GS, HR.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs 9:0.

3.Krókalón - lóðamál vegna deiliskipulags

903112

Gert er ráð fyrir kostnaði við eignarnámsbætur í samræmi við niðurstöður matsnefndar eignarnámsbóta um bætur fyrir lóðirnar vegna legu göngustígs um lóðir viðkomandi eigenda. Áætlaður kostnaður er 41,0 m.kr. sem er um 30 m.kr. kostnaður umfram fyrri áætlun.
Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að veitt verði heimild til að ljúka málinu í samræmi við niðurstöður matsnefndar eignarnámsbóta og að bæjarstjóra verði heimilað að undirrita nauðsynleg afsöl þar að lútandi. Fjárveitingu verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

Til máls tóku: SK, GS, SK.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs 9:0.

Fundi slitið - kl. 16:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00