Fara í efni  

Bæjarstjórn

1371. fundur 28. mars 2023 kl. 17:00 - 19:35 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Anna Sólveig Smáradóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Einar Brandsson, 1. varaforseti stýrir fundinum í forföllum forseta.

Forseti vekur athygli á að mál nr. 9 í dagskránni, mál nr. 2303098 Deiliskipulag Flóahverfi - breyting, var afgreitt af bæjarstjórn Akraness á fundi þann 14. mars sl.

Með vísan til þess leggur forseti til að málið verði tekið af dagskrá fundarins.

Samþykkt 9:0

Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013, að tekið verði inn með afbrigðum mál nr. 2303105 Jöfnunarsjóður sveitarfélaga- - breytingar á regluverki.

Málið verður nr. 9 á dagskránni verði samþykkt að taka málið á dagskrá.

Samþykkt 9:0

1.Skýrsla bæjarstjóra

2303198

Lokakýrsla bæjarstjóra
Til máls tók: SFÞ.

Skýrslan lögð fram til kynningar.

2.Lánasjóður sveitarfélaga ohf. - aðalfundur 31. mars 2023

2302088

Fundarboð aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem haldinn verður á Grand hótel Reykjavík 31. mars nk.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri sæki fundinn og fari með atkvæði Akraneskaupstaðar á fundinum.

Samþykkt 9:0

3.Sérstakur húsnæðisstuðningur - endurskoðun 2023

2302059

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 4 á fundi sínum þann 16. mars sl. og vísaði til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.



Viðaukinn er samtals að fjárhæð kr. 10.440.000 og er færður á deild 02190-5914 og er mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi ársins 2023.
Til máls tók: KHS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 4. samtals að fjárhæð kr. 10.440.000, er færður á deild 02190-5914 og mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi ársins 2023.

Samþykkt 9:0
Fylgiskjöl:

4.Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð

2302013

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 5 á fundi sínum þann 16. mars sl.



Viðaukinn er samtals að fjárhæð kr. 5.002.000 og er færður á deild 02110-5911 og mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi ársins 2023.
Til máls tóku: KHS, LÁS, EBr úr stóli forseta, KHS og LÁS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir viðauka nr. 5, samtals að fjárhæð kr. 5.002.000, er færður á deild 02110-5911 og mætt með lækkun á áætluðum rekstrarafgangi ársins 2023.

Samþykkt 9:0
Fylgiskjöl:

5.Endurskoðun stefnu um græna iðngarða

2303104

Bæjarráð samþykkti endurskoðaða stefnu Akraneskaupstaðar um græna iðngarða á fundi sínum þann 16. mars sl. og vísað til bæjarstjórnar Akraness til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir endurskoðaða stefnu Akraneskaupstaðar um græna iðngarða.

Samþykkt 9:0

6.Lánssamningur - Höfði

2303110

Bæjarráð samþykkti lánasamning til Höfða vegna yfirstandandi framkvæmda og endurbóta á heimilinu og vísaði málinu til endanlegrar ákvörðunar bæjarstjórnar Akraness.
Til máls tók: EBr úr stóli forseta.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir lánasamning til Höfða, dagssettan 16. mars 2023.

Samþykkt 9:0

7.Þjónustugjaldskrá - breyting

2205006

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 6. mars sl. var samþykkt breyting á texta 4.1.1 í þjónustugjaldskrá, 4. gr. og í kafla 2.2. og málinu vísað til endanlegrar ákvörðunar bæjarstjórnar Akraness.



Breyting á lið 4.1.1. í gjaldskrá er sem hér segir:

Var: Efni/uppgröftur flutt á losunarstað pr m3"

Verður: "Uppgreftri komið fyrir á losunarstað jarðefna innan sveitarfélagsins pr m3"



Breyting á lið 2.2.1 í gjaldskrá er sem hér segir:

Var: "Stöðuleyfi vegna gáma, báta, skúra og dúkskemma, veitt til eins árs"

Verður: "Stöðuleyfi vegna hjólhýsa, gáma, báta og dúkskemma, veitt til eins árs"

Breyting á lið 2.2.2 og 2.2.3 í gjaldskrá er sem hér segir:

Í stað "söluvagna og söluskúra" komi "torgsöluhúsa og samkomutjalda".

Eftir lið 2.2 bætist við setningin:

Sjá gr. 2.6.1. Umsókn um stöðuleyfi og 2.6.2. Heimild leyfisveitanda til að fjarlægja lausafjármuni, í byggingarreglugerð nr. 160/2010.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir fyrirliggjandi breytingar á gjaldskrá Akraneskaupstaðar fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld.

Breytingarnar öðlast gildi við birtingu gjaldskrárinnar í Stjórnartíðindum.

Samþykkt 9:0

8.Garðaflói, loftlagsgarður - samkomulag

2303084

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. mars sl. drög að stefnu Akraneskaupstaðar og Transition Labs um loftlagsgarð í Garðaflóa og vísaði stefnunni til endanlegrar ákvörðunar í bæjarstjórn Akraness.
Til máls tóku: SFÞ, KHS og EBr úr stóli forseta.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir loftlagsstefnu Akraneskaupstaðar og Transition labs.

Samþykkt 9:0

9.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - breytingar á regluverki

2303105

Í samráðsgátt stjórnvalda er til kynningar gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og er umsagnarfrestur til 30. mars nk.



Fyrirhugaðar breytingar munu hafa mjög mikil áhrif til lækkunar á framlögum til Akraneskaupstaðar eða um 40% sem koma eiga að fullu til framkvæmdar á næstu fjórum árum.
Til máls tóku:
KHS og SFÞ.

Bæjarstjórn Akraness Akraness mótmælir harðlega framkomnum tillögum að breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs og telur þær bæði ósanngjarnar, ekki byggðar á forsendum sem studdar eru rökum í kostnaði við rekstur eða samsetningu sveitarfélaga og ganga gegn tilgangi jöfnunarsjóðs og lagagrundvelli.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi umsögn og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins og að koma umsögninni á framfæri í samráðsgátt stjórnvalda og til þingmanna kjördæmisins og samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

Samþykkt 9:0

10.Deiliskipulag - Garðabraut 1

2204191

Deiliskipulag Garðabrautar 1, var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 21. desember 2022 til 7. febrúar 2023. Þrjár athugasemdir bárust frá Húsfélagi Skarðsbraut 3 og 5, Veitum og Vegagerðinni.



Lögð var fram greinagerð skipulagsfulltrúa vegna athugasemda við auglýst deiliskipulag.



Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar við þeim athugsemdum sem bárust við deiliskipulagið.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt ásamt greinargerð skipulagsfulltrúa sem svör við þeim athugasemdum sem bárust við deiliskipulagið.
Bæjarstjórn samþykkir greinargerð skipulagsfulltrúa sem svör bæjarstjórnar Akraness við framkomnum athugasemdum við deiliskipulagið.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraness samþykkir deiliskipulag Garðabrautar 1 og að skipulagið verði sent Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

11.Deiliskipulag Grundaskóli við Espigrund - Breyting

2303150

Breyting á deiliskipulagi Grundaskóla, fjölgun lóða.



Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að málsmeðferð verði samkvæmt 2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið verði birt í B-deild og sent til Skipulagsstofnunar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að málsmeðferð skipulagsins verði samkvæmt 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, skipulagið verði sent til Skipulagsstofnunar og birt í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

12.Starfslok bæjarstjóra

2303205

Sævar Freyr Þráinsson hefur sagt uppi starfi sínu sem bæjarstjóri Akraneskaupstaðar og óskar eftir að láta af störfum nú í lok marsmánaðar. Sævar Freyr hefur verið ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjvíkur og gert ráð fyrir að hann hefji störf þar nú í byrjun apríl mánaðar.
Sævar Freyr Þráinsson víkur af fundi undir þessum lið sem og undir lið nr. 13.

Forseti leggur til að ræður sem bæjarfulltrúar kunna að vilja flytja undir þessum lið og varða þakkir til bæjarstjóra fyrir hans störf, verði fluttar í lok fundar en færðar til bókar undir þessum lið.

Fundarmenn gera ekki athugasemd við þessa tillögu forseta.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að starfslok bæjarstjóra, Sævars Freys Þráinssonar, verði í lok starfsdags þann 31. mars nk.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn Akraness þakkar Sævari Frey fyrir hans störf í þágu Akraneskaupstaðar undanfarin sex ár og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Samþykkt 9:0

Til máls tóku:
LL, KHS, ASS, JMS, RBS, GIG, LÁS, SAS, SFÞ og EBr úr stóli forseta.

13.Ráðning bæjarstjóra 2023

2303204

Ráðning og ráðningarkjör Haraldar Benediktsson í starf bæjarstjóra Akraneskaupstaðar tímabilið frá 1. maí næstkomandi til loka kjörtímabilsins 2026.
Til máls tóku: LÁS og EBr úr stóli forseta.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir ráðningu Haraldar Benediktssonar í starf bæjarstjóra Akraneskaupstaðar frá 1. maí nk. til loka yfirstandandi kjörtímabils og ráðningarkjör hans.

Samþykkt 9:0

Tímabilið frá starfslokum Sævar Freys og þar til Haraldur tekur við, mun Steinar Adolfsson, sviðsstjóri fjármála- og þjónustusviðs og staðgengill bæjarstjóra, gegna stöðu bæjarstjóra.

Samþykkt 9:0

Sævar Freyr Þráinsson tekur sæti á fundinum á ný.

14.Fundargerðir 2023 - bæjarráð

2301002

3528. fundargerð bæjarráðs frá 16. mars 2023.
Til máls tóku:
LL um dagskrárliði nr. 3, nr. 5 og nr. 6.
RBS um dagskrárlið nr. 6.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2023 - skipulags- og umhverfisráð

2301005

263. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 20. mars 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerðir 2023 - skóla- og frístundaráð

2301004

212. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 22. mars 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fundargerðir 2023 - velferðar- og mannréttindaráð

2301003

200. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 21. mars 2023.
Til máls tóku:
KHS um dagskrárliði nr. 1 og nr. 2.
RBS um dagskrárliði nr. 1 og nr. 2.
KHS um dagskrárlið nr. 1.
RBS um dagskrárlið nr. 1.
KHS um dagskrárlið nr. 1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fundargerðir 2023 - Faxaflóahafnir

2301018

230. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 10. mars.
Til máls tóku:

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Fundargerðir 2023 - Heilbrigðisnefnd Vesturlands og fylgiskjöl

2301017

180. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 15. mars 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Fundargerðir 2022 - Orkuveita Reykjavíkur

2203045

326. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 13. desember 2022.

327. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 19. desember 2022.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

21.Fundargerðir 2023 - Orkuveita Reykjavíkur

2301019

328. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 4. janúar 2023.

329. fundargerð Orkuveitur Reykjavíkur frá 23. janúar 2023.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

22.Fundargerðir 2023 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar

2301031

920 fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. mars 2023
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:35.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00