Bæjarstjórn
Dagskrá
1.Fjármál sveitarfélaga - eftirlitsnefnd
2303006
Erindi eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga til Akraneskaupstaðar vegna fjárhagsáætlunar 2023.
2.Fundargerðir 2023 - bæjarráð
2301002
3529. fundargerð bæjarráðs frá 30. mars 2023.
Til máls tók:
LL um dagskrárliði nr. 2 og nr. 4.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
LL um dagskrárliði nr. 2 og nr. 4.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
3.Fundargerðir 2023 - skipulags- og umhverfisráð
2301005
264. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 4. apríl 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
4.Fundargerðir 2023 - skóla- og frístundaráð
2301004
213. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 5. apríl 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
5.Fundargerðir 2023 - velferðar- og mannréttindaráð
2301003
201. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 4. apríl 2023.
Til máls tóku:
KHS um dagskrárlið nr. 5.
VLJ úr stóli forseta um dagskrárlið nr. 5.
JMS um dagskrárlið nr. 4.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
KHS um dagskrárlið nr. 5.
VLJ úr stóli forseta um dagskrárlið nr. 5.
JMS um dagskrárlið nr. 4.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
6.Fundargerðir 2023 - Orkuveita Reykjavíkur
2301019
332. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjarvíkur frá 14. mars 2023.
330. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjarvíkur frá 27. febrúar 2023.
330. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjarvíkur frá 27. febrúar 2023.
Til máls tók:
VLJ úr stóli forseta um fund nr. 332, dagskrárlið nr. 1.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
VLJ úr stóli forseta um fund nr. 332, dagskrárlið nr. 1.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:25.
SA, VLJ úr stóli forseta og KHS.
Upphaflegt erindi eftirlitsnefndarinnar til Akraneskaupstaðar frá 28. febrúar síðastliðnum, byggði á röngum gögnum frá Hagstofu Íslands. Eftir athugasemdir Akraneskaupstaðar var þetta leiðrétt sbr. síðara bréf eftirlitsnefndarinnar frá 29. mars síðastliðnum og ekki þörf á að grípa til sérstakra ráðstafana af hálfu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn tekur fram að framlegðarhlutfall í A-hluta er þó enn undir viðmiðunarmörkum en Akraneskaupstaður kýs að færa áætlaðar gatnagerðartekjur í fjárhagsáætlun undir óreglulega liði sem leiðir til lægra framlegðarhlutfalls en ella ef tekjurnar væru færðar undir heildartekjur. Ef tillit væri tekið til teknanna við útreikning framlegðarhlutfallsins væri Akraneskaupstaður vissulega áfram undir viðmiðunarmörkum sem nemur 2% en viðmiðið er 7%.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum er sveitarstjórnum heimilt að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldareglu út árið 2025. Ábendingar eftirlitsnefndar til sveitarfélaga nú, eru skv. fyrirliggjandi erindum, settar fram til að tryggja að kjörnir fulltrúar séu upplýstir um þessi fjárhagslegu viðmið laganna og hvort sérstök ástæða sé til aðgerða á næstu tveimur rekstrarárum til að tryggja að þeim sé náð.
Bæjarstjórn áréttar að farið er ítarlega yfir fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins við gerð ársreikninga og fjárhagsáætlana og bæjarfulltrúar vel meðvitaðir um ábyrgð og skyldur sínar skv. sveitarstjórnarlögum.
Hins vegar er áhyggjuefni að alls hafi um helmingur allra sveitarfélaga fengið bréf frá eftirlitsnefndinni en það upplýstist í samskiptum embættismanna við starfsmenn eftirlitsnefndarinnar sem er væntanlega til marks um erfitt rekstrarumhverfi sveitarstjórnarstigsins.
Samþykkt 9:0