Fara í efni  

Bæjarstjórn

1378. fundur 12. september 2023 kl. 17:00 - 17:25 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Líf Lárusdóttir aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Ragnheiður Helgadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmmenn velkomna.

Komið hefur fram beiðni málsaðila í máli 2308074, sbr. dagskrárlið nr. 6, um frestun málsins og er það borið undir fundinn.

Samþykkt 9:0

Röð annarra dagskrárliða sem á eftir koma breytast samkvæmt þess og verða nr. 6 til og með 14.

1.Kosning í ráð og nefndir tímabilið 2022 - 2026

2206003

Kosning í fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands en aðalfundur fer fram 6. október 2023.



Skipa þarf nýjan aðalmann í stað fyrrverandi bæjarstjóra og staðgengill bæjarstjóra er varamaður.
Samkvæmt fyrri skipan var fyrrverandi bæjarstjóri, Sævar Freyr Þráinsons, aðalfulltrúi Akraneskaupstaðar og Steinar Adolfsson varafulltrúi og því þarf að skipa nýja aðalfulltrúa.

Gerð er tillaga um eftirfarandi skipan:
Aðalfulltrúi: Haraldur Benediktsson

Varafulltrúi: Steinar Adolfsson

Samþykkt 9:0

2.Aðalskipulag Akraness 2021-2033 breyting - Jaðarsbakkar

2305045

Vinna við breyting á Aðalskipulag Akraness vegna Jaðarsbakka.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að samþykkja tillögu ráðsins um að fella út möguleika á þéttingu íbúðabyggðar á Jaðarsbökkum í þeirri vinnu við breytingu aðalskipulags sem nú fer fram.



Þessi tillaga er komin til samþykktar vegna þeirra umsagna sem bárust á kynningartíma skipulagslýsingarinnar.
Forseti gerir þá tillögu að umræður um dagskrárliði nr. 2 og 3 fari fram undir einum og sama dagskrárlið, þ.e. nr. 2 en afgreiðsla málanna verði eðli máls samkvæmt bókuð undir hvorum dagskrárlið fyrir sig.

Enginn fundarmanna gerði athugasemdir við tillöguna.

Til máls tóku:

KHS og RBS.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fella út möguleikann á þéttingu íbúðabyggðar í yfirstandandi vinnu við breytingar á aðalskipulagi Akraneskaupstaðar vegna Jaðarsbakka.

Samþykkt 9:0

3.Deiliskipulag Jaðarsbakkar

2304154

Vinna við deiliskipulag Jaðarsbakka.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn Akraness að samþykkja tillögu ráðsins um að fella út möguleika á þéttingu íbúðabyggðar á Jaðarsbökkum í þeirri vinnu við breytingu deiliskipulags sem nú fer fram.



Þessi tillaga er komin til samþykktar vegna þeirra umsagna sem bárust á kynningartíma skipulagslýsingarinnar.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fella út möguleikann á þéttingu íbúðabyggðar í yfirstandandi vinnu Akraneskaupstaðar við breytingar á deiliskipulagi vegna Jaðarsbakka.

Samþykkt 9:0

4.Deiliskipulag Flóahverfi - breyting v. jarðstrengs

2308167

Breyting á deiliskipulagi Flóahverfis vegna legu jarðstrengs í eigu Landsnets. Í breytingunni felst að gatan Kelduflói færist til vesturs.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að málsmeðferð verði samkvæmt 2. mgr. 43. gr., með vísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi Flóahverfis vegna legu jarðstrengs, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 9:0

Breytingin er nauðynleg vegna legu jarðstrengs sem lagður var meðfram Kelduflóa og myndi að óbreyttu verða undir akbrautarbún Kelduflóa. Með breytingunni nú verður jarðstrengurinn sem næst í miðju græns svæðis milli götu og lóða. Breytingin felst í hliðrun Kelduflóa norðvestur um 3,5m. Lóðamörk Kelduflóa nr. 1 og nr. 3 og Selflóa nr. 3 breytast til samræmis og minnka lóðirnar lítillega. Lóðir við Kelduflóa nr. 2, nr. 4, nr. 6 og nr. 8 eu stækkaðar um 2,5m til norðvesturs. Engin breyting er gerð á skipulagsskilmálum.

5.Suðurgata 126 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2303092

Umsókn S126 ehf. um breytingu á deiliskipulagi Sementsreits vegna lóðar Suðurgötu 126. Sótt er um breytta notkun húss úr geymsluhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Skilgreindur byggingarreitur C, heimilt að byggja 77fm skv. núgildandi skipulagi.

Grenndarkynnt var skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum Sementsbrautar 15, Suðurgötu 124 og 122, Skagabraut 24 og Jaðarsbraut 3 frá 12. júlí 2023 til 8. ágúst 2023. Eitt samþykki barst.



Skipulags- og umhvefisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt, send Skipulagsstofnun og auglýst B-deild Stjórnartíðinda.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir breytingu á deiliskipulagi Sementsreit vegna lóðarinnar að Suðurgötu 126, að breytingin verði send Skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda en sótt er um breytta notkun húss úr geymsluhúsnæði í íbúðarhúsnæði.

Samþykkt 9:0

6.Samstarfsnefnd Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar

2308141

Samstarfsnefnd Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.



Sveitarfélögin hafa ákveðið að stofna samstarfsnefnd með það markmið í huga að eiga formlega vettvang til samtals sem tekur bæði til núverandi samstarfsverkefna sem og mögulega framtíðarverkefna. Gert er ráð fyrir að nefndin sé skipuð þremur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi auk bæjarstjóra/sveitarstjóra.
Til máls tók:
LL.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir framlagt erindisbréf og að fulltrúar Akraneskaupstaðar í hópnum verði bæjarfulltrúarnir Líf Lárusdóttir, Valgarður L. Jónsson og Ragnar B. Sæmundsson

Um vinnu starfshópsins, hvað fulltrúa Akraneskaupstaðar varðar fer samkvæmt reglum stofnun starfshópa Akraneskaupstaðar frá 26. febrúar 2019 og samkvæmt reglum um laun fyrir setu í ráðum, nefndum og starfshópum frá 9. apríl 2019.

Samþykkt: 9:0

7.Fundargerðir 2023 - bæjarráð

2301002

3540. fundargerð bæjarráðs frá 24. ágúst 2023.

3541. fundargerð bæjarráðs frá 4. september 2023.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2023 - skipulags- og umhverfisráð

2301005

274. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 28. ágúst 2023.

275. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 4. september 2023.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2023 - skóla- og frístundaráð

2301004

222. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 6. september 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2023 - velferðar- og mannréttindaráð

2301003

209. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 29. ágúst 2023.

210. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 5. september 2023.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2023 o.fl. - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2301024

139. fundargerð stjórnar Höfða frá 24. ágúst 2023 ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2023 - Heilbrigðisnefnd Vesturlands og fylgiskjöl,

2301017

181. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 8. maí 2023.

182. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 12. júní 2023.

183. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 14. júní 2023.

184. fundargerð Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 11. júlí 2023.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2023 - Faxaflóahafnir

2301018

233. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 30. júní 2023.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2023 - SSV

2301016

175. fundargerð stjórnar SSV frá 7. júní 2023.

176. fundargerð stjórnar SSV frá 23. ágúst 2023.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00