Fara í efni  

Bæjarstjórn

1400. fundur 08. október 2024 kl. 17:00 - 18:07 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
  • Ragnheiður Helgadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Menningarverðlaun Akraness 2024

2408060

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 26. september 2024, tilnefningu menningar- og safnanefndar um menningarverðlaun Akraness árið 2024 og vísaði ákvörðuninn til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Ákvörðun um menningarverðlaunin verður kunngerð við setningu Vökudaga þann 24. október nk. kl. 17:00.
Forseti setur fram tillögum um að dagskrárliðurinn verði færður aftast í dagskrána og lokað verði fyrir útsendingu við afgreiðslu málsins til að tryggja trúnað fram til þess að verðlaunin verði veitt.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn samþykkir tilnefningu menningar- og safnanefndar um menningarverðlaun Akraness 2024.

Samþykkt 9:0

2.Fjármál sveitarfélaga - eftirlitsnefnd

2410044

Bréf eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga.
Til máls tóku:
RBS og VLJ úr stóli forseta.

Lagt fram.

Forseti gerir tillögu um eftirfarandi bókun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn beinir því til bæjarráðs að litið verði til athugasemda eftirlitsnefndar um fjármála sveitarfélaga við gerð komandi fjárhagsáætlunar.

Samþykkt 9:0

3.Deiliskipulag Dalbrautarreitur norðurhluta

2207011

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi Dalbrautarreits norðurhluta verði auglýst skv. 1. mgr 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir að breyting á deiliskipulagi Dalbrautarreits norðurhluta verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 9:0

4.Framkvæmdaleyfi - sjósetningaraðstaða Akraneshöfn

2409311

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdarleyfi vegna endurbóta á sjósetningaraðstöðu, skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.
Til máls tóku:
GIG, RBS og GIG.

Bæjarstjórn samþykkir framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á sjósetningastöðu neðan Hafnarhússins við Faxabraut og að skipulagsfulltrúi gefi út leyfið.

Samþykkt 9:0

5.Orkuveitan - tillaga um að dótturfélög í samkeppni verði undanþegin upplýsingalögum

2410047

Orkuveitan - tillaga um að dótturfélög í samkeppni verði undanþegin upplýsingalögum.
Til máls tóku:
RBS og VLJ úr stóli forseta.

Bæjarstjórn áréttar að upplýsingaréttur samkvæmt upplýsingalögum er mjög mikilverður en fellst á að leitað verði samþykkis forsætisráðherra um að veitt verði undanþága frá gildissviði upplýsingalaga nr. 140/2012 sbr. 3. mgr. 2. gr. laganna vegna dótturfélaga OR sem starfa á samkeppnismarkaði.

Samþykkt 9:0

Um er að ræða ósk um framlengingu á undanþágu sem veitt var á árinu 2021 vegna félaganna:
A. Orka náttúrunnar ohf., kt. 471119-0830.
B. ON POWER ohf., kt. 521213-0190.
C. Ljósleiðarinn ehf., kt. 691206-3780.
D. Eignarhaldsfélagið Carbfix ohf., kt. 471119-0910.

Síðan er verið að óska eftir samskonar undanþágu vegna dótturfélaga Eignarhaldsfélagsins Carbfix ohf.:
E. Carbfix ehf., kt. 531022-0840.
F. Coda Terminal hf., 520422-0210.

Samþykkt 9:0

6.Fundargerðir 2024 - bæjarráð

2401002

3572. fundargerð bæjarráðs frá 26. september 2024.

3573. fundargerð bæjarráðs frá 26. september 2024.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

7.Fundargerðir 2024 - skóla- og frístundaráð

2401004

247. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 2. október 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir 2024 - velferðar- og mannréttindaráð

2401003

232. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 3. október 2024.
Til máls tóku:
KHS um dagskrárliði nr. 1 og nr. 5.
LÁS um dagksrárlið nr. 1.
EBr um dagskrárliði nr. 1 og nr. 5.
RBS um dagskrárlið nr. 1.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2024 - skipulags- og umhverfisráð

2401005

310. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 30. september 2024.
Til máls tóku:
GIG um dagskrárliði nr. 1, nr. 3 og nr. 9.
VLJ úr stóli forseta um dagskrárlið nr. 1.
SAS um dagskrárlið nr. 1.
LÁS um dagskrárliði nr. 1 og nr. 12.
GIG um dagskrárlið nr. 12.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar

2401028

952. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. september 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:07.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00