Fara í efni  

Bæjarstjórn

1402. fundur 12. nóvember 2024 kl. 17:00 - 20:28 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Sædís Alexía Sigurmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.

1.Loftlyftukerfi Laugarbraut 8

2403246

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 21 á fundi sínum þann 24. október 2024 og vísaði til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Til máls tók:
KHS.

Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 21 að fjárhæð kr. 5.736.000 sem mætt verður með auknum framlögum úr Jöfnunarsjóði vegna málefna fatlaðs fólks, að sömu fjárhæð, sem færist á deild 00080-0185.

Samþykkt 9:0
Fylgiskjöl:

2.Fjöliðjan - stytting vinnuvikunnar í 36 stundir

2410120

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun ársins 2024 á fundi sínum þann 31. október 2024 og vísaði til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Til máls tók:
KHS.

Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 22 að fjárhæð kr. 1.500.000 sem mætt verður með auknum framlögum úr Jöfnunarsjóði vegna málefna fatlaðs fólks, að sömu fjárhæð, sem færist á deild 00080-0185.

Samþykkt 9:0
Fylgiskjöl:

3.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2024-2033

2406017

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 23. á fundi sínum þann 7. nóvember 2024 og vísaði til bæjarstjórnar til samþykktar.



Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á fundi sínum þann 4. nóvember sl. aukningu á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun yfirstandandi árs, samtals að fjárhæð kr. 533.880.424 og vísaði ákvörðuninni til bæjarráðs.



Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 7. nóvember aukningu á fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2024, samtals að fjárhæð kr. 533.881.000. Ráðstöfuninni er mætt með lántöku.
Til máls tók:
SAS.

Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 23 samtals að fjárhæð kr. 533.881.000 sem mætt verður með lántöku.

Samþykkt 9:0
Fylgiskjöl:

4.Lán - langtímafjármögnun útboð

2411022

Unnið hefur verið að fyrirkomulagi útboðs vegna langtímafjármögnunar Akraneskaupstaðar og bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 7. nóvember 2024 fyrirliggjandi tillögu um útboðsskilmála vegna langtímafjármögnunar Akraneskaupstaðar og vísaði til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu/útboðsskilmála vegna langtímafjármögnunar Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 9:0

5.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fjárhagsáætlun 2025

2410278

Bæjarráð samþykkti fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á fundi sínum þann 7. nóvember 2024 og vísaði til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna ársins 2025.

Samþykkt 9:0

6.Höfði - Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

2410292

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 7. nóvember 2024 að vísa fjárhagsáætlun Höfða vegna ársins 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026 til og með 2028 til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fram fer þriðjudaginn 12. nóvember næstkomandi. Áætlunin vegna ársins 2025 gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð um 18,5 m.kr.

Bæjarráð fyrirhugar frekari rýningu á áætluninni á milli umræðna.
Forseti gerir þá dagskrártillögu að umræða um fundarliði nr. 6 til og með 8 fari fram saman og verði bókuð undir fundarlið nr. 8.
Ákvörðun um afgreiðslu málanna verði hins vegar bókuð undir hverjum og einum dagskrárlið.

Samþykkt 9:0

Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Höfða vegna ársins 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026 til og með 2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þriðjudaginn 10. desember næstkomandi.

Samþykkt 9:0

7.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025-2034

2409132

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 7. nóvember 2024 að vísa fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun ársins 2025 og vegna tímabilsins 2026 til og með 2028 til fyrri umræðu í bæjarstjórn sem fram fer þriðjudaginn 12. nóvember næstkomandi.

Frekari rýning á áætluninni mun fara fram á milli umræðna.
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að vísa fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026 til og með 2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þriðjudaginn 10. desember næstkomandi.

Samþykkt 9:0

8.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026-2028

2406142

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 7. nóvember 2024 að vísa fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2026 til og með 2028 ásamt tillögum sem meðfylgjandi eru áætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fram fer þriðjudaginn 12. nóvember næstkomandi. Áætlunn samstæðu Akraneskapstaðar gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu að fjárhæð um 115 m.kr.

Frekari rýning á áætluninni mun fara fram á milli umræðna.
Til máls tóku:
HB sem gerir grein fyrir helstu hagsstærðum og áhersluþáttum í fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar.

Framhald umræðu:
EBr, RBS, ÞG, SAS, LÁS sem leggur fram eftirfarandi bókun Framsóknar- og frjálsra vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025:

Bæjarfulltrúar Framsóknar og frjálsra hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum vegna vinnubragða meirihluta Sjálfstæðisfloks og Samfylkingar við gerð fjárhagsáætlunar. Vinnubrögð sem fyrst og fremst hafa einkennst af andvaraleysi gagnvart alvarlegri stöðu bæjarsjóðs.

Á þessu kjörtímabili hafa bæjarfulltrúar Framsóknar og frjálsra ítrekað bent á mikilvægi þess að unnið sé að aðgerðum til að ná fram viðsnúningi á rekstri sveitarfélagsins og stuðla að sjálfbærni í rekstri kaupstaðarins.

Árið 2021 ákvað þáverandi bæjarstjórn að fara í úttekt á rekstri og stjórnsýslu kaupstaðarins með aðstoð KPMG, með það að markmiði að stuðla að sjálfbærni í rekstri bæjarfélagsins. Þar sem sveitarstjórnarkosningar voru framundan var ákveðið að hefja ekki vinnu við fjárhagslega markmiðasetningu heldur skyldi það verða fyrsta verkefni nýrrar bæjarstjórnar.

Á fyrsta starfsári núverandi bæjarstjórnar kölluðu bæjarfulltrúar Framsóknar og frjálsra eftir því að endurvekja þá umræðu að nýju. Á þeim tímapunkti ætti öllum að hafa verið ljóst að áherslur meirihlutans voru og eru ekki sjálfbærar til framtíðar.

Bæjarfulltrúar Framsóknar og frjálsra hafa verið óþreytandi við að halda þessu máli á lofti, m.a. í bókununum við afgreiðslu fjárhagsáætlana 2022 og 2023 sem og í umræðum um fjármálsveitarfélagsins hér í þessum sal. Það kviknaði því ákveðin von þegar meirihlutinn féllst á þau sjónarmið okkar og hóf að nýju vinnu við markmiðasetningu til framtíðar. Hins vegar voru vonbrigðin mikil þegar meirihlutinn tók svo þá ákvörðun að þetta yrði ekki hluti af vinnu við þá fjárhagsáætlun sem er til afgreiðslu hér í dag.

Enn og aftur ætlar meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar einfaldlega að skila auðu þegar kemur að fjármálum sveitarfélagsins.

Bæjarfulltrúar Framsóknar og frjálsra hvetja, líkt og síðustu tvö ár, meirihluta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar til að vinna áfram að þeim aðgerðum sem lagður var grunnur að með úttekt KPMG árið 2021. Stefna, eða öllu heldur stefnuleysi, meirihlutans á þessu kjörtímabili krefst gagnerar endurskoðunar.

Sjálfbærni í rekstri bæjarfélagsins er grundvallaratriði til að tryggja stöðugleika og velferð íbúa. Það er nauðsynlegt að bæjarstjórn taki ábyrgð á fjármálum bæjarins og vinni markvisst að því að bæta rekstrargrundvöllinn. Úttekt KPMG var mikilvægur liður í þessu ferli og gaf góðar vísbendingar um hvernig mætti bæta rekstur og stjórnsýslu kaupstaðarins.

Það er ljóst að bæjarfélagið stendur frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar kemur að fjármálum. Hins vegar eru einnig fjölmörg tækifæri til að bæta rekstur og auka sjálfbærni. Með markvissri vinnu og skýrri stefnumótun er hægt að ná fram verulegum árangri. Það er því mikilvægt að bæjarstjórn taki höndum saman og vinni að sameiginlegum markmiðum um bættan rekstur og aukna sjálfbærni. Við höfum sagt það áður og ítrekum það hér enn og aftur að það mun ekki standa á okkur, við erum til í slaginn.

Með sameiginlegu átaki er hægt að tryggja sjálfbæran rekstur bæjarfélagsins og bæta þar með lífsgæði íbúa Akraneskaupstaðar.

Undir þetta skrifa:

Ragnar B. Sæmundsson (sign)
Liv Åse Skarstad (sign)
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir (sign)

Framhald umræðu:
EBr, RBS, VLJ úr stóli forseta, KHS, EBr, LÁS, SAS, ÞG, RBS, KHS, SAS og RBS.

Forseti ber upp eftirfarandi tillögu um afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar vegna ársins 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026 til og með 2028, ásamt tillögum sem meðfylgjandi eru áætluninn til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þriðjudaginn 10. desember næstkomandi.

Samþykkt 9:0

9.Fundargerðir 2024 - bæjarráð

2401002

3575. fundur bæjarráðs, þann 24. október 2024.

3576. fundargerð bæjarráðs frá 31. október 2024.

3577. fundargerð bæjarráðs frá 7. nóvember 2024.
Til máls tóku:
EBr um fundargerð nr. 3575, dagskrárlið nr. 11.
RBS um fundargerð nr. 3575, dagskrárlið nr. 11.
EBr um fundargerð nr. 3575, dagskrárlið nr. 11.
KHS um fundargerð nr. 3575, dagskrárlið nr. 11.
RBS um fundargerð nr. 3575, dagskrárlið nr. 11.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2024 - skipulags- og umhverfisráð

2401005

312. fundur skipulags- og umhverfisráðs frá 22. október 2024.

313. fundur skipulags- og umhverfisráðs frá 4. nóvember 2024.
Til máls tóku:
GIG um fundargerð nr. 313, dagskrárliði nr. 1, nr. 4, nr. 5 og nr. 6.
RBS um fundargerð nr. 313, dagskrárlið nr. 6.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2024 - velferðar- og mannréttindaráð

2401003

233. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 29. október 2024.

234. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 5. nóvember 2024.
Til máls tóku:
KHS um 233 fundargerð, dagskrárlið nr. 3.
RBS um 234. fundargerð, dagskrárlið nr. 2.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2024 - skóla- og frístundaráð

2401004

248. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 24. október 2024.

249. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 6. nóvember 2024.

Til máls tóku:
JMS um fundargerð nr. 248, dagskrárlið nr. 4.
JMS um fundargerð nr. 249, dagskrárliði nr. 6 og nr. 7.
KHS um fundargerð nr. 249, dagskrárlið nr. 7.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2024 o.fl. - Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili

2401023

148. fundagerð stjórnar Höfða frá 30. september 2024 ásamt fylgigögnum.

149. fundargerð stjórnar Höfða frá 28. október 2024 ásamt fylgigögnum.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

14.Fundargerðir 2024 - Heilbrigðisnefnd Vesturlands og fylgiskjöl

2401025

192. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 21. október 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar

2401028

953. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. október 2024.

954. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga fá 4. nóvember 2024.
Til máls tóku:
RBS um fundargerð nr. 953, dagskrárliði nr. 3 og nr. 13.
EBr um fundargerð nr. 953, dagskrárliði nr. 3 og nr. 13.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

16.Fundargerðir 2024 - Faxaflóahafnir

2401024

247. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 20. september 2024.
Til máls tóku:
RBS um dagskrárlið nr. 6.
GIG um dagskrárlið nr. 6.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Fundargerðir 2024 - Orkuveita Reykjavíkur

2401027

353. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 27. maí 2024.

354. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 24. júní 2024.

355. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 26. ágúst 2024.

356. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 30. september 2024.
Til máls tóku:
VLJ úr stóli forseta um fundargerðirnar.
VLJ um 353. fundargerð, dagskrárliði nr. 3, nr. 4, nr. 7 og nr. 16
VLJ um 354. fundargerð, dagskrárliði nr. 3, nr. 4 og nr. 5.
VLJ um 355. fundargerð, dagskrárliði nr. 3 og nr. 5.
VLJ um 356. fundargerð, dagskrárlið nr. 3.
EBr vildi upplýsa bæjarfulltrúa um kynningu forstjóra OR sem hann hlýddi á fyrr í dag og þótti mjög áhugaverð og mikið til koma.
VLJ úr stóli forseta um breyttar áherslur í starfsemi OR.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:28.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00