Fara í efni  

Bæjarstjórn

1404. fundur 10. desember 2024 kl. 17:00 - 22:53 í Miðjunni, Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar
  • Einar Brandsson 1. varaforseti
  • Ragnar B. Sæmundsson 2. varaforseti
  • Þórður Guðjónsson aðalmaður
  • Kristinn Hallur Sveinsson aðalmaður
  • Guðmundur Ingþór Guðjónsson aðalmaður
  • Jónína Margrét Sigmundsdóttir aðalmaður
  • Liv Aase Skarstad aðalmaður
  • Magni Grétarsson varamaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti býður fundarmenn velkomna til fundar.
Forseti óskar eftir, með vísan til c. liðar 15. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar nr. 696/2013, að tekið verði inn með afbrigðum mál nr. 2406119 Dalbraut 14, Þjóðbraut 9 og 11-afhending lóða og mál nr. 2401021 Fundargerðir 2024-Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.
Þá óskar forseti eftir að dagskrárliður nr. 26 Fundargerðir 2024-Samband íslenskra sveitarfélaga-tilkynningar, verði tekið af dagskrá en málið er tvítekið sbr. dagskrárlið nr. 25. Fundargerð stjórnar Sambandsins nr. 958, sem er undir dagskrárlið 26, verður því færð undir dagskrárlið nr. 25 þar sem fyrir eru fundargerðir stjórnar nr. 956 og nr. 957.

Samþykkt 9:0

Verði afbrigðin samþykkt verður mál nr. 2406119 Dalbraut 14, Þjóðbraut 9 og 11-afhending lóða, nr. 17 í dagskránni, og mál nr. 2401021 Fundargerðir 2024-Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf., nr. 28. í dagskránni.

Samþykkt 9:0

1.Lán - langtímafjármögnun útboð

2411022

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 5. desember 2024, fyrirliggjandi tillögu um val á tilboði um langtímafjármögnun sbr. nánari skýringu í trúnaðarbók og vísaði málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Til máls tók:
EBr víkur af fundi með vísan til 16. gr. samþykktar Akraneskaupstaðar. Enginn fundarmanna gerir athugasemdir við þá ákvörðun bæjarfulltrúans.

Bæjarstjórn samþykkir að taka tilboði Íslandsbanka hf. dags. 28. nóvember 2024 um langtímafjármögnun að fjárhæð um 3,5 milljarðar króna sem og lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 1,0 milljarður króna. Samtals er því alls um 4,5 milljarðs króna lántöku að ræða. Lántaki er Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. sbr. fyrirliggjandi samþykkt stjórnar félagsins.

Samþykkt 8:0

Bæjarstjórn Akraness samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar óverðtryggðs láns Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. hjá Íslandsbanka hf. að höfuðstól allt að kr. 3.500.000.000,-(þrírmilljarðarogfimmhundruðmilljónirkróna) í samræmi við fyrirliggjandi skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og bæjarstjórn hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls lánsins, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnar. Nær samþykki bæjarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri skyldur þær sem þar greinir. Er lánið tekið til fjármögnunar á lögbundnum verkefnum sveitarfélagsins svo sem byggingu íþróttamannvirkis, nýs leikskóla og viðbyggingar og meiriháttar viðhaldsviðhalds í grunnskólum og öðrum slíkum innviðum sveitarfélagsins.

Samþykkt 8:0

Bæjarstjórn Akraness samþykkir hér með að veita Haraldi Benediktssyni, bæjarstjóra, kt. 230166-5529, fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akraneskaupstaðar að undirrita lánssamning við Íslandsbanka hf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt 8:0

Bæjarstjórn Akraness samþykkir jafnframt hér með að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 1. mgr. 69. gr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar verðtryggðs láns Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 1.000.000.000,- (einnmilljarðurkróna), með lokagjalddaga þann 5. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til greiðslu höfuðstóls láns þessa, ásamt vöxtum og verðbótum auk hvers kyns innheimtukostnaðar. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins á nýju íþróttahúsi á Jaðarsbökkum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Bæjarstjórn skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda félagsins til að selja ekki eignarhlut sinn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt. Fari svo að sveitarfélagið selji eignarhlut sinn til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.

Samþykkt 8:0

Bæjarstjórn Akraness samþykkir jafnframt hér með að veita Haraldi Benediktssyni, bæjarstjóra, kt. 230166-5529, fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Akraneskaupstaðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt 8:0

EBr tekur sæti á fundinum að nýju.

2.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs

2410062

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 5. desember 2024 gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs hjá Akraneskaupstað og vísaði málinu til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.

Til máls tók:
RBS.

Bæjarstjórn samþykkir gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs hjá Akraneskaupstaðar sem verður lögð til grundvallar í fjárhagsáætlun vegna ársins 2025.

Samþykkt 9:0

Gjaldskráin er birt í Stjórnartíðindum og eru gjöld mismunandi eftir úrgangsflokki og stærð íláta.

3.Höfði - Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

2410292

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 5. desember 2024 að vísa fjárhagsáætlun Höfða vegna ársins 2025 og þriggja árá áætlun vegna tímabilsins 2026 til og með 2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Forseti gerir tillögu um að mál nr. 3, nr. 4 og nr. 5 verði tekin til umræðu saman.
Gerð verði grein fyrir framvindu fundarins varðandi afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar undir dagskrárlið nr. 5 en einnig fært sérstaklega til bókar atkvæðagreiðsla á fjárhagsáætlun Höfða undir lið nr. 3 og fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun undir lið nr. 4.

Ekki var hreyft við andmælum við tillögu forseta.

Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun Höfða vegna ársins 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026 til og með 2028.

Samþykkt 9:0

4.Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026 til og með 2028.

2409132

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 5. desember 2024 að vísa fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2025 og þriggja árá áætlun vegna tímabilsins 2026 til og með 2028 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun vegna ársins 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026 til og með 2028.

Samþykkt 9:0

5.Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026-2028

2406142

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 5. desember 2024 að vísa fjárhagsáætlun ársins 2025 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2026 til og með 2028 ásamt tillögum sem meðfylgjandi eru áætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fram fer þriðjudaginn 10. desember næstkomandi.
Til máls tóku:
HB sem gerir grein fyrir helstu breytingum á milli umræðna sem og helstu forsendum fjárhagsáætlunarinnar.

Framhald umræðu:
EBr, RBS og vísar til bókunar Framsóknar- og frjálsra við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar þann 12. nóvember síðastliðinn og hyggjast bæjarfulltrúar flokksins ekki leggja fram nýja bókun við síðari umræðuna og munu ekki samþykkja fjárhagsáætlunina með sínu atkvæði.

Framhald umræðu:
KHG, ÞG, LÁS, EBr, VLJ úr stóli forseta, RBS, JMS sem leggur fram bókun meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Akraneskaupstaðar 2025-2028:

Í fjárhagsáætlun ársins 2025 er gert ráð fyrir að rekstrarafkoma A- hluta bæjarsjóðs verði jákvæð um tæplega 226 milljónir króna og að rekstrarafkoma A- og B- hluta verði jákvæð um samtals rúmar 253 milljónir króna. Á sama tíma gerir fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun ráð fyrir fjárfestingum upp á tæplega 2,4 milljarða króna, en að teknu tilliti til tekna af gatnagerðargjöldum verða nettó fjárfestingar kaupstaðarins tæplega 330 milljónir króna, sem er aðeins um einn tíundi þess sem varið var til fjárfestinga í áætlun ársins 2024. Það er því ljóst að eftir mikið uppbyggingarskeið og stórar fjárfestingar á síðustu árum, verður verulega dregið úr á næsta ári.

Gjaldskrár kaupstaðarins hækka almennt um 5,6% nema annað sé sérstaklega tilgreint í viðkomandi gjaldskrám. T.d. eru gjaldskrár sem tengjast börnum og barnafjölskyldum ekki hækkaðar um meira en 3,5 %.

Síðasta ár var álagningarprósenta fasteignagjalda hækkuð og hún verður einnig hækkuð nú í áætlun næsta árs. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa það í huga að fasteignamat húsnæðis á Akranesi hækkar mun minna nú á milli ára en raunin hefur verið á síðustu árum. Akraneskaupstaður hefur gengið mjög langt í að lækka þessa skattheimtu um nokkurra ára bil. Þannig var á árinu 2017 álagningarprósentan fyrir íbúðarhúsnæði 0,3611 en verður 0,2714 vegna ársins 2025. Hámarks álagningarprósenta samkvæmt lögum er 0,5% og því er hægt að segja að Akraneskaupstaður hlífi íbúum sínum verulega við þessari gjaldheimtu og afsali sér þannig talsverðum tekjum með lægri prósentu en lög gera ráð fyrir.

Staðan á íslensku efnahagslífi og aljóðlegu hefur ekki gert rekstrarumhverfi sveitarfélaga auðvelt og sérstaklega ekki þeirra sem þurft hafa að standa í miklum fjárfestingum eins og Akraneskaupstaður hefur verið í. Nú sér hugsanlega fyrir endann á háu vaxtastigi og hárri verðbólgu og batamerki eru sjáanleg í rekstrarumhverfinu. Við munum samt fara varlega og verður ekki farið af stað með ný fjárfestingarverkefni á nýju ári fyrr en við sjáum enn betri merki um bata og tekjur af aukinni uppbyggingu fara að skila sér í bæjarsjóð.

Rekstur bæjarsjóðs hefur verið og verður áfram mikil áskorun fyrir okkur bæjarfulltrúa. Nauðsynlegt er að A hlutinn standi undir almennum rekstri og eðlilegu viðhaldi og uppbyggingu innviða. Þrátt fyrir aðhald í rekstri undanfarin ár er alltaf hægt að gera betur og þegar að kreppir þarf að taka ákvarðanir sem eru ekki til vinsælda fallnar. Við höfum hafið áframhaldandi samstarf við KPMG við úttekt og markmiðasetningu sem heldur áfram á næsta ári og liður í því er að þann 3. desember sl. samþykkti velferðar- og mannréttindaráð verkefnatillögu KPMG um úttekt á rekstri velferðarsviðs sem sett verður af stað strax eftir áramót.

Undirbúningur að byggingu Samfélagsmiðstöðvar, framtíðarhúsnæðis fyrir Fjöliðjuna, Hver og Þorpið heldur áfram á árinu 2025. Framkvæmdum við rýmingu á byggingarreit er lokið og gerð útboðsgagna að ljúka. Ætlunin er að bjóða út á árinu 2025 byggingarrétt á lóð Samfélagsmiðstöðvar og er ætlunin að Akraneskaupstaður verði kaupandi að jarðhæð þeirrar byggingar.

Við, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar þökkum bæjarfulltrúum Framsóknar og frjálsra fyrir gott samstarf í ráðum og nefndum við gerð fjárhagsáætlunar áranna 2025 - 2028. Þrátt fyrir að þau telji, með bókun við fyrri umræðu, að vinnubrögð okkar einkennist m.a. af andvaraleysi og að við skilum auðu þegar kemur að fjármálum sveitarfélagsins, þá hefur samstarf meiri- og minnihluta verið gott við þessa áætlunargerð og við höfum ekki orðið vör við að sumir bæjarfulltrúar séu meira vakandi yfir stöðunni en aðrir. Hvatningar Framsóknar og frjálsra hafa verið af hinu góða en það hefði farið betur á því að þau hefðu komið með tillögur um aðgerðir til aðhalds í bókun sinni við fyrri umræðu.

Akraneskaupstaður er með mörg tækifæri og möguleika fyrir framan sig sem byggist á góðum og skynsömum rekstri og ákvarðanatökum undanfarinn ára. Fari allt sem horfir og eftirspurn eftir lóðum glæðist að nýju, þá verðum við tilbúin með fjölda lóða fyrir bæði íbúðarhúsnæði og fyrirtæki og góða innviði til að taka við fólksfjölgun ásamt áætlunum um frekari innviðauppbyggingu.

Að lokum þökkum við bæjarstjóra og embættismönnum bæjarins fyrir afar gott samstarf og þeirra mikla vinnuframlag við gerð þessarar fjárhagsáætlunar.

Einar Brandsson (sign)

Valgarður Lyngdal Jónsson (sign)
Guðm. Ingþór Guðjónsson (sign)
Jónína Margrét Sigmundsdóttir (sign)
Þórður Guðjónsson (sign)
Kristinn Hallur Sveinsson (sign)

Framhald umræðu:
KHS og LÁS.

Ekki frekari umræða og gengið til atkvæðagreiðslu.

Forseti ber upp eftirfarandi tillögur:

1. Álagning gjalda 2025.

Bæjarstjórn samþykkir að eftirfarandi forsendur verði lagðar til grundvallar álagningu útsvars, fasteignagjalda og lóðaleigu á árinu 2025:

a. Álagt útsvar verði 14,97% vegna launa ársins 2025.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

b. Álagningarprósentur vegna fasteignaskatts verða eftirfarandi á árinu 2025:

i. 0,2714% af álagningastofni íbúðarhúsa ásamt lóðarleiguréttindum erfðafestulanda og jarðeigna skv. a-lið 3. greinar laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

ii. 1,3200% af öllum fasteignum skv. b-lið 3. greinar laga laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

iii. 1,6146% af öllum öðrum fasteignum skv. c-lið 3. greinar laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

c. Gjald vegna meðhöndlunar úrgangs vegna íbúðarhúsnæðis verður samkvæmt sérstakri gjaldskrá sem birt er í Stjórnartíðindum og eru gjöld mismunandi eftir úrgangsflokki og stærð íláta.
Gjöldin verði innheimt með fasteignagjöldum.
Samþykkt 9:0

d. Lóðarleiga af nýjum lóðum og endurnýjuðum samningum verði 1,199% af fasteignamatsverði atvinnulóða og 0,3034% af fasteignamatsverði íbúðarhúsalóða og verði innheimt með fasteignagjöldum.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

e. Lóðarleiga af eldri lóðum (samningar dagsettir fyrir 1. janúar 2004) sem lögð er á hvern fermetra (m2) lóðar tekur viðmið af breytingum sem verða á byggingarvísitölu.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

f. Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2025 verði 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september og 15. október en eindagi gjaldanna verði 30 dögum síðar eða næsta virkan dag beri hann upp á helgidag.

Heildargjöld sem nema lægri fjárhæð en kr. 30.000 innheimtast með einum gjalddaga á ári, þann 15. apríl 2025.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

g. Veitt verði ívilnun á fasteignaskatti á árinu 2025, til elli- og örorkulífeyrisþega í samræmi við sérstakar reglur bæjarstjórnar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

2. Þjónustugjaldskrár 2025.
Samkvæmt samþykktum bæjarstjórnar Akraness hækka þjónustugjaldskrár Akraneskaupstaðar 1. janúar ár hvert í samræmi við áætlaða hækkun vísitölu neysluverðs samkvæmt forsendum fjárhagsáætlunar sem byggir m.a. á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands, gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og greiningargögnum viðskiptabankanna. Heimilt er með sértækri ákvörðun að víkja frá hinni almennu hækkun.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að þjónustugjaldskrár Akraneskaupstaðar hækki um 5,6% þann 1. janúar 2025 nema annað sé sérstaklega tilgreint í viðkomandi gjaldskrá.
6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

Með vísan til framangreinds samþykkir bæjarstjórn eftirfarandi gjaldskrár vegna ársins 2025:

A. Gjaldskrá leikskóla, sértæk ákvörðun um hækkun, 3,5% vegna almennrar gjaldtöku. Fyrirhugað er að taka gjaldskrána til skoðunar á næsta ári.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

B. Gjaldskrá vegna skólamáltíða í leikskólum, sértæk ákvörðun um hækkun, 3,5% vegna almennrar gjaldtöku.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

C. Gjaldskrá frístundar, sértæk ákvörðun um hækkun, 3,5% vegna almennrar gjaldtöku.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

D. Gjaldskrá dagstarfs, sértæk ákvörðun um hækkun, 3,5% vegna almennrar gjaldtöku.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

E. Gjaldskrá Tónlistarskóla Akraness, sértæk ákvörðun um hækkun einstaka gjaldaliða umfram grunnforsendur. Gjaldskráin verður útfærð og uppfærð á árinu 2025 vegna haustannar, þ.e. vegna skólaársins 2026.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

F. Gjaldskrá íþróttamannvirkja, sértæk ákvörðun um hækkun einstaka gjaldaliða umfram grunnforsendur (Gjaldskrá Guðlaugar fellur undir gjaldskrá íþróttamannvirkja en gjaldið í Guðlaugu hækkar um 5,6%).
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

G. Gjaldskrá fyrir heimaþjónustu og heimsendingu matar, sértæk ákvörðun um hækkun umfram grunnforsendur.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

H. Gjaldskrá Bókasafns Akraness, sértæk ákvörðun um hækkun einstaka gjaldaliða umfram grunnforsendur.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

I. Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Akraness, hækkun samkvæmt grunnforsendum fjárhagsáætlunar.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

J. Gjaldskrá Ljósmyndasafns Akraness, hækkun samkvæmt grunnforsendum fjárhagsáætlunar en breyting vegna einstaka þjónustuþátta sem falla út.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

K. Gjaldskrá Byggðasafnsins í Görðum, hækkun samkvæmt grunnforsendum fjárhagsáætlunar.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

L. Gjaldskrá um hundahald á Akranesi, hækkun samkvæmt grunnforsendum fjárhagsáætlunar og er samkvæmt sérstakri gjaldskrá sem birt er í Stjórnartíðindum.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

M. Gjaldskrá um kattahald á Akranesi, hækkun samkvæmt grunnforsendum fjárhagsáætlunar og er samkvæmt sérstakri gjaldskrá sem birt er í Stjórnartíðindum.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

N. Gjaldskrá Akranesvita, hækkun samkvæmt grunnforsendum fjárhagsáætlunar.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

O. Gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs íbúðarhúsnæðis á Akranesi (sorpgjald), sértæk ákvörðun umfram grunnforsendur og er samkvæmt sérstakri gjaldskrá sem birt er í Stjórnartíðindum sbr. lið 1. c hér að framan.
Samþykkt 9:0

3. Stjórnmálasamtök á Akranesi 2025.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir með vísan til 5. gr. laga nr. 162/2006 að ráðstafa 2,0 m.kr. til starfsemi stjórnmálaflokka á Akranesi.
Samþykkt 6:0, RBS/LÁS/MG sitja hjá.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar vegna ársins 2025 og þriggja ára áætlun vegna tímabilsins 2026 til og með 2028, ásamt tillögum.

Samþykkt 6:3, RBS/LÁS/MG eru á móti.

Fjárhagsáætlun 2025 gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu samstæðu A- og B- hluta Akraneskaupstaðar að fjárhæð um 253,6 m.kr. og að handbært fé í árslok verði 744,7 m.kr.

6.Launaviðaukar - fjárhagsáætlun 2024

2408042

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 25 við fjárhagsáætlun ársins 2024 á fundi sínum þann 28. nóvember 2024.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 25 við fjárhagsáætlun ársins 2024.

Viðaukinn felur í sér ráðstöfun að fjárhæð kr. 25.954.612 og er mætt með tilfærslu af deild 20830-1697 að fjárhæð kr. 19.931.691 og auknum skatttekjum af deild 00010-0020 að fjárhæð kr. 6.022.921. Viðaukinn bókast á viðeigandi deildir skv. meðfylgjandi fylgiskjali.

Samþykkt 9:0

Kostnaður Akraneskaupstaðar vegna nýrra kjarasamninga á árinu 2024 er því sem stendur samtals kr. 206.022.921 en enn er ólokið samningsgerð við allnokkur stéttarfélög.
Fylgiskjöl:

7.Fjárhagsáætlun 2024 - viðaukar

2403271

Bæjarráð samþykkti viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun ársins 2024 á fundi sínum þann 28. nóvember 2024.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka nr. 26 við fjárhagsáætlun ársins 2024.

Um er að ræða samþykkt útgjöld bæjarráðs á tímabilinu júní til og nóvember 2024 ásamt öðrum tillögum að breytingu sbr. meðfylgjandi fylgiskjal.
Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurtöðu ársins 2024.

Samþykkt 9:0
Fylgiskjöl:

8.Samræmd móttaka flóttafólks - framlenging samnings

2408200

Bæjarráð samþykkti framlengingu samnings vegna ársins 2024 án skilyrða og vísaði til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn tekur að fullu undir bókun bæjarráðs frá 28. nóvember síðastliðinn og og felur bæjarstjóra að koma sjónarmiðum bæjaryfirvalda á Akranesi á framfæri við hlutaðeigandi ráðuneyti og ráðherra.

Bæjarstjórn samþykkir framlengingu samnings um samræmda móttöku flóttafólks vegna ársins 2024 án sérstakra skilyrða.

Samþykkt 9:0

9.Samræmd móttaka flóttafólks - samningur 2025

2411163

Bæjarráð samþykkti framlengingu samnings vegna ársins 2025 um samræmda móttöku flóttafólks og vísaði til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn tekur að fullu undir bókun bæjarráðs frá 28. nóvember síðastliðinn og og felur bæjarstjóra að koma sjónarmiðum bæjaryfirvalda á Akranesi á framfæri við hlutaðeigandi ráðuneyti og ráðherra.

Bæjarstjórn samþykkir framlengingu samnings um samræmda móttöku flóttafólks vegna ársins 2025.

Samþykkt 9:0

10.Húsnæðisáætlun 2025

2408258

Bæjarráð samþykkti húsnæðisáætlun vegna ársins 2025 og vísaði til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar á fundi sínum þann 28. nóvember 2024.
Til máls tóku:
VLJ úr stóli forseta, EBr, RBS og KHS.

Bæjarstjórn samþykkir húsnæðisáætlun vegna ársins 2025.

Samþykkt 9:0

11.Aðgerðaáætlun vegna innleiðingar barnasáttmálans

2411005

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 5. desember 2024 aðgerðaráætlun vegna innleiðingar barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar og vísaði til bæjarstjórnar til endanlegra ákvörðunar.
Bæjarstjórn samþykkir aðgerðaráætlun vegna innleiðingar barnasáttmála sameinuðu þjóðanna í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 9:0

12.Jafnlaunastefna Akraneskaupstaðar 2024

2411201

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 5. desember 2024 uppfærða jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar og Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis og vísað til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn samþykkir uppfærða jafnlaunastefnu Akraneskaupstaðar og Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis.

Samþykkt 9:0

13.Jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar 2024

2411200

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 5. desember 2024 uppfærða jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar og Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis og vísaði til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Bæjarstjórn samþykkir uppfærða jafnréttisáætlun Akraneskaupstaðar og Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis.

Samþykkt 9:0

14.Dalbraut 6 - leiguíbúðir fyrir aldraða

2412054

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 5. desember 2024 fyrir sitt leyti sölu íbúðanna (alls 31 íbúð) í fjöleignarhúsinu að Dalbraut 6 frá Leigufélagi aldraðra hses. til Brákar íbúðafélags hses., sbr. 1. mgr. 16. gr. laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir.



Jafnframt samþykkti bæjarráð að heildarstofnframlag vegna verkefnisins sbr. fyrirliggjandi samning frá 21. febrúar 2021, minnisblað Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar dags. 10. október 2024 og bókun bæjarstjórnar í trúnaðarbók þann 22.október 2024 vegna viðbótarstofnframlags o.fl. verði veitt Brák íbúðafélagi hses. enda yfirtekur félagið réttindi og skyldur Leigufélags aldraðra hses. í verkefninu.



Bæjarráð vísaði málin til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Til máls tóku:
RBS og EBr.

Bæjarstjórn samþykkir sölu íbúðanna (alls 31 íbúð) í fjöleignarhúsinu að Dalbraut 6 frá Leigufélagi aldraðra hses til Brákar íbúðafélags hses, sbr. 1. mgr. 16. gr. laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir.

Samþykkt 9:0

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að heildarstofnframlag vegna verkefnisins sbr. fyrirliggjandi samning frá 21. febrúar 2021, minnisblað Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar dags. 10. október 2024 og bókun bæjarstjórnar í trúnaðarbók þann 22.október 2024 vegna viðbótarstofnframlags o.fl. verði veitt Brák íbúðafélagi hses. enda yfirtekur félagið réttindi og skyldur Leigufélags aldraða hses. í verkefninu. Í þessu felst heimild bæjarstjórnar til greiðslu stofnframlags, alls að fjárhæð kr. 120 m.kr. (um 50 m.kr. samkvæmt samningi frá 21. febrúar 2021 og 70 m.kr. viðbót sbr. minnisblað Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá 10. október 2024).

Samþykkt 9:0

Heildarlausn málsins tekur einnig til þess að gerðar verði upp útistandandi kröfur verktaka á Akranesi í samræmi við áherslur bæjaryfirvalda á Akranesi.

15.Breyting á aðalskipulagi vegna Innnesvegar 1 - Umsókn til skipulagsfulltrúa

2406240

Umsókn Löðurs ehf. um breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 vegna Innnesvegar 1. Sett verður sérákvæði í fyrir landnotkunarflokk VÞ-212 sem heimilar starfsemi bílaþvottastöðvar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreyting verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Forseti leggur til að umræða um dagskrárliði nr. 15 og nr. 16 verði tekin undir dagskrárlið nr. 15 en eðli máls samkvæmt verða dagskrárliðirnir afgreiddir með aðskildum bókunum undir viðeigandi dagskrárliðum.

Engar athugasemdir gerðar við tillögu forseta.
Til máls tóku:
ÞG sem víkur af fundi undir dagskrárliðum nr. 15, nr. 16 og nr. 17. Enginn fundarmanna gerir athugasemdir við þá ákvörðun bæjarfulltrúans.

Framhald umræðu:
EBr og VLJ úr stóli forseta.

Bæjarstjórn samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Akraness 2021-2033 vegna Innnesvegar 1 sem feli í sér að sett verði sérákvæði fyrir landnotkunarflokk VÞ-212 sem heimilar starfsemi bílaþvottastöðvar og að skipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 6:0, VLJ og MG sitja hjá

16.Deiliskipulag Flatarhverfi klasi 5 og 6 Innnesvegur 1 Breyting - umsókn til Skipulagsfulltúra

2308168

Umsókn Löðurs ehf. um breytingu á deiliskipulagi Flatahverfis klasi 5 og klasi 6 vegna Innnesvegar 1. Breyting felst í að heimilt verði að hafa starfsemi bílaþvottastöð í húsnæðinu.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreyting verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi Flatahverfis klas5 og klasi 6 vegna Innnesvegar 1 sem felur í sér heimild til að hafa starfsemi bílaþvottastöðvar í húsnæði og að skipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt 6:0, VLJ og MG sitja hjá.

17.Dalbraut 14, Þjóðbraut 9 og 11 - afhending lóða

2406119

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 28. nóvember 2024 fyrirliggjandi gögn með smávægilegum athugasemdum, fól sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs frekari úrvinnslu málsins og vísaði því til bæjarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar.
Til máls tók:
RBS

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samkomulag milli Akraneskaupstaðar og Festi hf. og N1.

Samþykkt 8:0

ÞG tekur sæti á fundinum að nýju.

18.Fundir bæjarstjórnar

2412083

Gerð er tillaga um að fella niður fund bæjarstjórnar sem samkvæmt fundaáætlun ársins ætti að vera 24. desember næstkomandi.
Hefð er fyrir því að bæjarstjórn Akraness fundi aðeins einu sinni í desember ár hvert.

Bæjarstjórn samþykkir að fella niður fund bæjarstjórnar sem samkvæmt samþykktri fundadagskrá vegan ársins 2024 var fyrirhugaður þann 24. desember næstkomandi.

Samþykkt 9:0

Næsti fundur bæjarstjórnar Akraness verður þann 14. janúar 2025.

19.Fundargerðir 2024 - bæjarráð

2401002

3580. fundargerð bæjarráðs frá 28. nóvember 2024.

3581. fundargerð bæjarráðs frá 5. desember 2024.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

20.Fundargerðir 2024 - skipulags- og umhverfisráð

2401005

315. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 2. desember 2024
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

21.Fundargerðir 2024 - skóla- og frístundaráð

2401004

251. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 4. desember 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

22.Fundargerðir 2024 - velferðar- og mannréttindaráð

2401003

236. fundargeðr velferðar- og mannréttindaráðs frá 3. desember 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

23.Starfshópur Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar varðandi rekstrarform Höfða

2405187

Fundargerðir starfshóps um starfsemi og rekstur Höfða frá 30. ágúst 2024, 24. október 2024 og 7. nóvember 2024.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

24.Fundargerðir 2024 - Faxaflóahafnir

2401024

248. fundur stjórnar Faxaflóahafnar sf. 18. október 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

25.Fundargerðir 2024 - Orkuveita Reykjavíkur

2401027

357. Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 28. október 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

26.Fundargerðir 2024 - Samband íslenskra sveitarfélaga tilkynningar

2401028

956. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 20. nóvember 2024.

957. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 22. nóvember 2024.

958. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. nóvember 2024.
Til máls tók:
KHS um fundargerð nr. 958, dagskrárlið nr. 1.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

27.Fundargerðir 2024 - SSV

2401026

183. fundargerð stjórnar SSV frá 28. ágúst 2024.

184. fundargerð stjórnar SSV frá 15. október 2024.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

28.Fundargerðir 2024 - Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.

2401021

49. fundur stjórnar Fasteignafélagsins slf frá 9. desember 2024.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Forseti óskar bæjarfulltrúum og fjölskyldum þeirra sem og öllum bæjarbúum Akraness gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Fundi slitið - kl. 22:53.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00