Fara í efni  

Bæjarstjórn

1167. fundur 26. mars 2013 kl. 17:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Gunnhildur Björnsdóttir varamaður
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir þjónustu- og upplýsingastjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar, Sveinn Kristinsson, stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundarins.

Gunnhildur Björnsdóttir varamaður sat fundinn í stað Ingibjargar Valdimarsdóttur aðalmanns.

1.Skýrsla bæjarstjóra.

1301269

Skýrsla bæjarstjóra 26. mars 2013.

Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri, fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.

2.Heiðarbraut 40, Stofnanareitur deiliskipulagsbreyting

1303009

Erindi Mansard teiknistofu ehf., dags. 1. mars 2013, fyrir hönd Skarðseyrar ehf., þar sem óskað er eftir heimild til að leggja fram breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits vegna fyrirhugaðra breytinga á húsnæði Heiðarbrautar 40 í íbúðahúsnæði.
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 16. mars sl. að leggja til við bæjarstjórn að veita Skarðseyri ehf. heimild til að leggja fram breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits.

Bæjarstjórn samþykkir erindið 9:0.

3.Vesturgata 83 - deiliskipulagsbreyting Krókatún - Vesturgata

1303108

Erindi Hróbjartar Darra Karlssonar, dags. 13. mars 2013, þar sem óskað er eftir heimild til að leggja fram breytingu á deiliskipulagi Krókatúns - Vesturgötu, vegna fyrirhugaðra breytinga á lóðinni við Vesturgötu 83 sem felast í að fá að byggja litla íbúð á lóðinni í stað bílskúrs.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti á fundi sínum þann 18. mars sl. að leggja til við bæjarstjórn að Hróbjartur Darri fái heimild til að leggja fram breytingu á deiliskipulagi.

Bæjarstjórn samþykkir erindið 9:0.

4.Menningarráð - aðalfundur 2013 og tilnefning

1302202

Tilnefning á fulltrúa Akraneskaupstaðar í Menningarráð Vesturlands ásamt tilkynningu um aðalfund Menningarráðs sem haldinn verður í Hótel Borganesi 19. apríl nk.

Bæjarstjórn samþykkir tilnefningu Harðar Helgasonar í Menningarráð Vesturlands f.h. Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 9:0.

5.Stjórnskipulagsbreytingar.

1302096

Tillaga starfshóps um stjórnskipulag varðandi útfærslu á 1. áfanga á skipuriti Akraneskaupstaðar sem samþykkt var í bæjarstjórn 11. desember 2012. Bæjarráð samþykkti tillöguna á fundi sínum 27. febrúar s.l.

Til máls tóku: EB, SK, HR

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að 1. áfanga að útfærslu á nýju skipuriti Akraneskaupstaðar sem samþykkt var í bæjarstjórn Akraness 11. desember 2012.

Samþykkt 9:0.

6.Bæjarstjórn - 1166

1303005

Fundargerð bæjarstjórnar frá 12. mars 2013.

Fundargerðin staðfest 9:0.

7.Bæjarráð - 3182

1303006

Fundargerð bæjarráðs frá 16. mars 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Stjórn Akranesstofu - 59

1302022

Fundargerð stjórnar Akranesstofu frá 25. febrúar 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Skipulags- og umhverfisnefnd - 86

1303008

Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 18. mars 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Fjölskylduráð - 111

1303012

Fundargerð fjölskylduráðs frá 19. mars 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Framkvæmdaráð - 94

1302032

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 7. mars 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2013

1301219

107. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 8. mars 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Yfirkjörstjórn - fundargerðir 2013

1303081

Fundargerð yfirkjörstjórnar frá 4. mars 2013.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00