Bæjarstjórn
Dagskrá
Forseti stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundar.
1.Skýrsla bæjarstjóra
1401185
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri fer yfir helstu atriði í störfum sínum frá 28. janúar s.l.
Til máls tók GPJ.
2.Reglur 2014 um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega
1402094
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 13.2.2014 að gildandi viðmiðunarfjárhæðir vegna lækkunar og niðurfellingar fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega árið 2014 verði svohljóðandi:
Hjá einstaklingum með tekjur allt að kr. 2.641.000 verði 100% niðurfelling á fasteignaskatti.
Niðurfellingin lækki hlutfallslega með hækkandi tekjum og falli niður ef tekjur fara yfir kr. 3.657.000.
Hjá hjónum/sambýlingum með tekjur allt að kr. 3.699.000 verði 100% niðurfelling á fasteignaskatti.
Niðurfelling lækki hlutfallslega með hækkandi tekjum og falli niður ef tekjur fara yfir kr. 5.119.000.
Hjá einstaklingum með tekjur allt að kr. 2.641.000 verði 100% niðurfelling á fasteignaskatti.
Niðurfellingin lækki hlutfallslega með hækkandi tekjum og falli niður ef tekjur fara yfir kr. 3.657.000.
Hjá hjónum/sambýlingum með tekjur allt að kr. 3.699.000 verði 100% niðurfelling á fasteignaskatti.
Niðurfelling lækki hlutfallslega með hækkandi tekjum og falli niður ef tekjur fara yfir kr. 5.119.000.
Til máls tóku:GS og RÁ.
Samþykkt 9:0
3.Aðalskipulagsbreyting vegna Þjóðvegar 15 og 15A, hitaveitugeymir OR.
1402170
Erindi skipulags- og umhverfisnefndar dags. 18.2.2014, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að staðfesta afgreiðslu nefndarinnar á skipulagslýsingu varðandi breytingar á skipulagi lóða við Þjóðveg nr. 15 og 15A vegna staðsetningar nýs hitaveitugeymis Orkuveitu Reykjavíkur fyrir Akranes. Einnig leggur nefndin til að haldinn verði opinn kynningarfundur um skipulagslýsinguna miðvikudaginn 26. febrúar 2014.
Til máls tóku: EBr, ÞÞÓ, GPJ og GS.
Bæjarstjórn samþykkir að kynna skipulagslýsingu á aðalskipulagsbreytingu Þjóðvegur 15A/15, hitaveitugeymir samkvæmt 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með auglýsingu og kynningarfundi sem haldinn verður 26. febrúar 2014.
Samþykkt 9:0.
4.Fundargerðir 2014 - bæjarstjórn.
1401184
1183. fundargerð bæjarstjórnar frá 11.2.2014.
Samþykkt 9:0.
5.Fundargerðir 2014 - bæjarráð.
1401158
3211. fundargerð bæjarráðs frá 13.2.2014
Lögð fram.
6.Fundargerðir 2014 - skipulags- og umhverfisnefnd.
1401161
107. fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 17.2.2014.
Lögð fram.
7.Fundargerðir 2014 - fjölskylduráðs.
1401159
134. fundargerð fjölskylduráðs frá 18.2.2014.
Lögð fram.
8.Fundargerðir 2014 - framkvæmdaráð.
1401160
115. fundargerð framkvæmdaráðs frá 20.2.2014.
Lögð fram.
9.Fundargerðir 2014 - Faxaflóahafnir sf.
1401090
117. fundargerð stjórnar Faxaflóahafna frá 7.2.2014.
Lögð fram.
10.Fundargerðir 2014 - Höfði
1401149
37. fundargerð stjórnar Höfða frá 17.2.2014.
Lögð fram.
Til máls um lið 5 tóku: EBr, RÁ, GPJ, GS og SK.
Fundi slitið - kl. 17:55.