Fara í efni  

Bæjarstjórn

1171. fundur 28. maí 2013 kl. 17:00 - 18:55 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Magnús Freyr Ólafsson varamaður
  • Hjördís Garðarsdóttir varamaður
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir verkefnastjóri
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2012 - A hluti

1305048

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2012, A-hluti. Síðari umræða.
1.1 Aðalsjóður
1.2 Eignasjóður
1.3 Gáma
1.4 Byggðasafn
1.5 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.

Til máls tóku: EBr, GPJ, GS, SK, IV, GPJ, SK

Þröstur Ólafsson fór af fundi kl. 17:50, Hjördís Garðarsdóttir tók sæti hans.

Einar Brandsson lagði fram eftirfarandi bókun:

Bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna ársreiknings Akraneskaupstaðar 2012 á bæjarstjórnarfundi nr.1171 28 maí 2013.
Niðurstöður ársreiknings Akraneskaupstaðar fyrir árið 2012 eru mikil vonbrigði. Núverandi meirihluti gagnrýndi fyrri meirihluta harðlega fyrir fjármálastjórn en oft er betra um að tala en í að komast. Fyrstu tvö heilu ár valdatíma núverandi meirihluta hefur halli á rekstri Akraneskaupstaðar numið hvorki meira né minna en 456 milljónum króna.
Það er óástættanlegt ekki síst í ljósi þess að málaefnasamningur núverandi meirihluta hefst á þessum orðum: "Taka á fjármál bæjarins til gagngerrar endurskoðunar. Vandað verður til áætlanagerðar og ábyrgð og festa sýnd í fjármálastjórn".
Staðreyndirnar tala sínu máli. Meirihlutinn hefur engan veginn staðið við þau fyrirheit sem hann gaf.
Í kjölfar efnahagshrunsins á sínum tíma greip þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokksins, í góðu samstarfi við hluta þáverandi minnihluta, til sársaukafullra en nauðsynlegra sparnaðaraðgerða á árunum 2009 og 2010 sem lækkuðu útgjöld bæjarins um 260 milljónir króna. Þær aðgerðir skiluðu tilætluðum árangri en því miður tók núverandi meirihluti af einhverjum ástæðum þá ákvörðun að afturkalla þær flestar.
Á sama tíma og núverandi meirihluti skilar bæjarfélaginu með umtalsverðu tapi eru flest bæjarfélög í kringum okkur að skila mun betri afkomu.
Bæjarfulltrúar meirihlutans verða að bregðast nú þegar við í rekstri sveitarfélagsins og horfast í augu við þær staðreyndir sem ársreikningurinn leiðir í ljós svo ekki þurfi að koma til afskipta eftirlitsnefndar sveitarfélaga vegna viðvarandi hallareksturs. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu hér eftir sem hingað til ekki víkjast undan erfiðum ákvörðunum og hvetja aðra bæjarfulltrúa til hins sama.

27.05.2013

Gunnar Sigurðsson (sign.)

Einar Brandsson (sign.)

Sveinn Kristinsson lagði fram eftirfarandi bókun meirihluta bæjarstjórnar:

Ársreikningurinn sýnir þær rekstrareiningar sem falla undir A hluta starfsemi sveitarfélagsins og samantekinn ársreikning fyrir alla starfsemi þess þ.e. A og B hluta, sbr. 60.gr sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.

Fjárhagslegur styrkur Akraneskaupstaðar er góður hvort sem litið er til eiginfjárstöðu eða hefðbundinna skuldaþekjuhlutfalla. Skuldahlutfall samstæðunnar er um 109% reiknað samkvæmt fjármálareglum sveitarfélaga, en þær kveða á um hámarkshlutfall sé innan 150% marka.

Tveir af þremur stærstu málaflokkunum undir áætlun.
Til fræðslu- og uppeldismála fóru 1.705 milljónir króna nettó eða um 48,2% af skatttekjum og voru þau um 14,2 milljónum undir áætlun eða um 1% . Til æskulýðs- og íþróttamála fóru 315 milljónir króna nettó eða um 8,9% af skatttekjum og voru þau um 12,6 milljónum króna undir áætlun eða um 4%.

Helstu niðurstöður.
Rekstrarniðurstaða ársreiknings fyrir alla starfsemi Akraneskaupstaðar, A og B hluta er neikvæð um 258 mkr. og er breyting á forsendum útreiknings á lífeyrisskuldbindingum ein af aðalástæðum þess. Rekstrarniðurstaða A-hluta var neikvæð um 160 mkr.

Helstu stærðir sem hafa áhrif á neikvæða rekstrarafkomu A hluta og gera má ráð fyrir að séu einskiptis kostnaður eru eins og fyrr segir lífeyrisskuldbindingar, ennfremur tjónabætur sem féllu á kaupstaðinn vegna Skagavers og gjaldfærsla á starfslokasamningum.

Rekstrarniðurstaða B hluta var neikvæð um 98 m.kr.

Veltufé frá rekstri er um 427,9 mkr og hækkar um 21,3 mkr frá árinu 2011. Handbært fé í árslok er um 572,8 mkr og hafði hækkað um 54,7 mkr á árinu.

Sveinn Kristinsson (sign.)

Guðmundur Páll Jónsson (sign.)

Dagný Jónsdóttir (sign.)

Þröstur Ólafsson (sign.)

Ingibjörg Valdimarsdóttir (sign.)

Einar Benediktsson (sign.)

Magnús Freyr Ólafsson (sign.)

Ársreikningurinn samþykktur 9:0 og staðfestu bæjarfulltrúar hann með áritun sinni.

2.Ársreikningar Akraneskaupstaðar 2012 - B hluti

1305049

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2012, B-hluti. Síðari umræða.
2.1 Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili
2.2 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
2.3 Háhiti ehf.

Ársreikningurinn samþykktur 9:0 og staðfestu bæjarfulltrúar hann með áritun sinni.

3.Ársreikningar Akraneskaupstaðar 2012 - samstæða

1305050

Samstæðureikningur Akraneskaupstaðar 2012. Síðari umræða.

Ársreikningurinn samþykktur 9:0 og staðfestu bæjarfulltrúar hann með áritun sinni.

4.Hundahald - breyting á samþykktum 2013

1303164

Framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum þann 23. maí 2013 að leggja fram til kynningar og fyrri umræðu drög að breytingum á samþykktum um hundahald.

Til máls tóku: EBr, EB, GPJ, EBr, IV, EB

Samþykkt 9:0 að vísa breytingunum til síðari umræðu.

5.Fjallskilasamþykkt - fyrir sveitarfélögin Akraneskaupstað, Borgarbyggð, Hvalfjarðarsveit og Skorrada

1202233

Framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum þann 23. maí s.l. að leggja fram til kynningar og fyrri umræðu fyrirliggjandi fjallskilasamþykkt fyrir Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshrepp og Borgarbyggð. Einnig leggur framkvæmdaráð fram til kynningar og fyrri umræðu drög að samþykkt fyrir stjórn fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Skorradalshrepps og Borgarbyggðar.

Samþykkt 9:0 að vísa breytingunum til síðari umræðu.

6.Erindisbréf fyrir starfshóp um atvinnu- og ferðamál

1305108

Drög að erindisbréfi fyrir starfshóp um atvinnu- og ferðamál lögð fram til samþykktar.

Samþykkt 9:0.

7.Starfshópur um atvinnu- og ferðamál

1305108

Tilnefning í starfshóp um atvinnu- og ferðamál

Tillaga um Helgu Rún Guðmundsdóttur og Kötlu Ketilsdóttur sem viðbótarfulltrúa í starfshópinn.

Samþykkt 9:0.

8.Lausn frá setu í bæjarstjórn

1305127

Bréf Málfríðar Hrannar Ríkharðsdóttur dags. 15. maí þar sem hún óskar eftir lausn frá setu í bæjarstjórn Akraness frá og með sumarfríi bæjarstjórnar í júní 2013 að telja.

Til máls tóku: GPJ, SK

Samþykkt 9:0.

9.Skýrsla bæjarstjóra

1301269

Skýrsla bæjarstjóra 28. maí 2013.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri flutti fjórðu skýrslu bæjarstjóra frá því hún tók til starfa.

Til máls tók Einar Brandsson og óskaði eftir að viðburðir verði ekki settir á fastan fundartíma ráða.

Til máls tók bæjarstjóri og sagði að það yrði leitast við að breyta þessu.

TIl máls tóku Einar Benediktsson og Ingibjörg Valdimarsdóttir og lýstu yfir ánægju með að bæjarstjóri gæfi skýrslu um störf sín.

10.Bæjarstjórn - 1170

1305011

Fundargerð bæjarstjórnar frá 14. maí 2013.

Fundargerðin staðfest 9:0.

11.Bæjarráð - 3189

1305015

Fundargerð bæjarráðs frá 15. maí 2013.

Fundargerðin lögð fram.

Til máls tók: GS um lið nr. 8

Til máls tók: IV um bókanir og liði 2 og 8

Til máls tók: GPJ um bóknair

Til máls tók: IV um bóknir

Til máls tók: EBr um bókanir

Til máls tók: bæjarstjóri um lið nr. 8

12.Fjölskylduráð - 117

1305018

Fundargerð fjölskylduráðs frá 21. maí 2013.

Lögð fram.

13.Framkvæmdaráð - 99

1305008

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 23. maí 2013.

Lögð fram.

14.OR - fundargerðir 2013

1301513

186. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 19. apríl 2013.

Lögð fram.

15.Höfði - fundargerðir 2013

1302040

Fundargerðir stjórnar Höfða númer 26, 27 og 28 frá 13.,16. og 22. maí 2013.

Lagðar fram.

16.Yfirkjörstjórn - fundargerðir 2013

1303081

Fundargerðir frá 26. og 27. apríl 2013.

Lagðar fram.

Fundi slitið - kl. 18:55.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00