Fara í efni  

Bæjarstjórn

1131. fundur 13. september 2011 kl. 17:00 - 18:25 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Jón Pálmi Pálsson bæjarritari
Dagskrá
Forseti leitaði afbrigða um að taka til afgreiðslu erindisbréf atvinnumálanefndar undir þriðja lið dagskrárinnar.
Samþykkt 9:0.

1.Fjölskylduráð - 71

1108012

Fundargerð fjölskylduráðs frá 30. ágúst 2011.

Lögð fram.

Til máls tóku: GS, SK, GPJ, HR, IV, RÞE, E.Ben, GS, E.BR.

Gunnar Sigurðsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarstjórn Akraness samþykkir á fundi sínum þann 13. september 2011 að verðlauna Knattspyrnufélag ÍA með krónum 1.500.000.- vegna góðs árangurs meistaraflokks karla, 2. flokks karla og 2. flokks kvenna á árinu 2011.

Gert verði ráð fyrir upphæðinni í fjárhagsáætlun ársins 2012 og að upphæðin verði greidd á því ári."

Greinargerð:

  • Meistaraflokkur karla varð deildarmeistari 1. deildar 2011 og setti jafnframt stigamet í þeirri deild þannig að félagið leikur aftur meðal þeirra bestu á næsta ári.
  • 2. flokkur karla lendir í 2. sæti Íslandsmóts flokksins eftir harða baráttu um sigurinn í allt sumar.
  • 2. flokkur kvenna lenti í 2. sæti Íslandsmóts flokksins. Þessar stelpur munu spila sem meistaraflokkur í 1. deild á næsta ári.

Gunnar Sigurðsson (sign).

Forseti lagði til að tillögunni verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2012. Samþykkt 8:1. Á móti DJ.

2.Fundargerðir Höfða 2011

1102004

Fundargerð stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis númer 6 frá 22. ágúst 2011.

Lögð fram.

3.Faxaflóahafnir sf - Fundargerðir 2011

1101169

Fundargerð stjórnar Faxaflóahafna númer 89 frá 19. ágúst 2011.

Lögð fram.

4.Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur - 2011

1101190

Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur númer 159 frá 12. ágúst og númer 160 frá 24. ágúst 2011.

Til máls tóku: GS, SK, HR.

Lagðar fram.

4.1.Faxabraut 3, eignarhluti Akraneskaupstaðar.

907040

5.Fasteignafélag Akraneskaupstaðar - 26

1109006

Fundargerð Fasteignafélags Akraneskaupstaðar frá 8. september 2011.

Lögð fram.

5.1.Uppsögn á starfi

1108192

5.2.Starf í þjónustumiðstöð og dýraeftirlit

1009113

5.3.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011

1106063

6.Framkvæmdaráð - 64

1109005

Fundargerð framkvæmdaráðs frá 8. september 2011.

Til máls tóku: GS, bæjarritari, GPJ, SK.

Gunnar lagði fram fyrirspurn til bæjarstjóra um eignarnámsbætur vegna lóða við Vesturgötu og óskaði skriflegra svara við þeim spurningum.

Lögð fram.

6.1.Forvarnarmál - notkun munntóbaks

1108091

6.2.Starfshópur um skólamál

1108133

6.3.Starfshópur um íþrótta- og æskulýðsmál

1108134

6.4.Starfshópur um félagsþjónustu

1108132

6.5.Samningur um heimakstur máltíða fyrir elli- og örorkuþega jan. 2010

1001075

6.6.Rekstrarstaða Akraneskaupstaðar 2011

1106063

7.Skólaárið 2011-2012 - starfsmannahald o.fl

1108040

Erindi bæjarráðs frá 25. ágúst 2011, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að veita 3,5 m.kr. fjárveitingu til ráðningar í viðbótarstöðugildi stuðningsfulltrúa í Grunda- og Brekkubæjarskóla. Fjárveitingu verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs 8:0.

Hrönn sat hjá með vísan til hæfisreglna sveitarstjórnarlaga.

7.1.Atvinnumálanefnd

1107114

Til máls tóku: E.Br, S.K.

7.2.Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2011.

1108152

7.3.Nefndir og stjórnir - breytingartillaga

1108153

7.4.Starfshópur um félagsþjónustu

1108132

7.5.Starfshópur um skólamál

1108133

7.6.Starfshópur um íþrótta- og æskulýðsmál

1108134

7.7.Slökkviliðsmenn á Akranesi - opið golfmót

1108129

7.8.Grundaskóli - búnaðarkaup v. íþróttakennslu.

1108121

Til máls tók: GS, H.R, bæjarritari.

7.9.Jafnréttisáætlun.

912027

7.10.Skólaárið 2011-2012 - starfsmannahald o.fl

1108040

Til máls tók: H.R.

8.Bæjarráð - 3124

1108009

Fundargerð bæjarráðs frá 25. ágúst 2011.

Lögð fram.

9.Bæjarstjórn - 1130

1108014

Fundargerð bæjarstjórnar númer 1130, lögð fram til staðfestingar.

Samþykkt 9:0.

10.Bæjarstjórn - 1129

1108008

Fundargerð bæjarstjórnar númer 1129, lögð fram til staðfestingar.

Samþykkt 9:0.

11.Atvinnumálanefnd

1107114

Bæjarráð samþykkti þann 25. ágúst 2011, erindisbréf atvinnumálanefndar Akraneskaupstaðar með áorðnum breytingum og vísar tilnefningu í nefndina til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tóku: E.Br, GPJ, IV, SK, E.Ben, GS, E.Br, IV, SK.

Forseti lagði til að fyrirliggjandi erindisbréf fyrir nefndina verði samþykkt. Samþykkt 8:1. E.Br. greiðir atkvæði á móti.

Tillaga er um að eftirtaldir aðilar skipi nefndina:

Ingibjörg Valdimarsdóttir, formaður,

Hörður Svavarsson,

Ólafur Adolfsson,

Sævar Freyr Þráinsson,

Guðni Tryggason.

Tilnefningin samþykkt 9:0.

12.Slökkviliðsmenn á Akranesi - móttaka gesta

1108129

Bæjarráð lagði þann 25. ágúst 2011, til við bæjarstjórn að veita 0,2 m.kr. aukafjárveitingu til slökkviliðsins vegna móttöku gesta. Fjárveitingu verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2011.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs 9:0.

Fundi slitið - kl. 18:25.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00