Fara í efni  

Bæjarstjórn

1119. fundur 04. janúar 2011 kl. 17:00 - 18:30 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sveinn Kristinsson forseti bæjarstjórnar
  • Gunnar Sigurðsson aðalmaður
  • Guðmundur Páll Jónsson aðalmaður
  • Hrönn Ríkharðsdóttir aðalmaður
  • Þröstur Þór Ólafsson aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Einar Benediktsson aðalmaður
  • Dagný Jónsdóttir (DJ) varamaður
  • Árni Múli Jónasson bæjarstjóri
  • Guðný Jóna Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Fundargerð ritaði: Guðný J. Ólafsdóttir fulltrúi deildarstjóra
Dagskrá

1.

1.1.Björgunarfélag - styrktar- og samstarfssamningur

1009067

2.Fundargerðir stjórnar Dvalarheimilisins Höfða 2010

1007046

Fundargerð stjórnar Dvalarheimilisins Höfða frá 28. des. 2010.

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Bæjarlistamaður Akraness 2011

1012091

2.2.Breiðin-menningarmiðstöð og náttúruperla

1012089

2.3.Upplýsinga- og fræðsluskilti á Akranesi

1012071

3.Stjórn Akranesstofu - 38

1012013

Fundargerð stjórnar Akranesstofu frá 14. des. 2010.

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Jólakort frá Akraneskaupstað

1012125

3.2.Byggingaframkvæmdir og staða byggingafyrirtækja.

1010101

3.3.Orkuveita Reykjavíkur

1008082

3.4.Kór Akraneskirkju - Styrkbeiðni

1012123

4.Fjölskylduráð - 54

1012006

Fundargerð fjölskylduráðs frá 15. des. 2010.

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Spölur - Arðgreiðslur v. rekstrarársins 1.10.2008 - 30.9.2009

1012086

4.2.FEBAN - Styrkbeiðni vegna ársins 2011

1012085

4.3.Ályktun Barnaheilla um velferð barna

1012084

4.4.Upplýsinga- og fræðsluskilti á Akranesi

1012071

4.5.Breiðin-menningarmiðstöð og náttúruperla

1012089

4.6.Bæjarlistamaður Akraness 2011

1012091

4.7.Upplýsinga- og fræðsluskilti á Akranesi

1012071

4.8.Umferðaröryggi - samstarfssamningur við umferðarstofu.

910042

4.9.Breyting á reglum varðandi umönnunargreiðslur

1012113

5.Fundargerðir OR - 2010

1002247

Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 7. des. 2010.

Fundargerðin lögð fram.

6.Faxaflóahafnir sf. - Fundargerðir 2010.

1002157

Fundargerð 82. fundar stjórnar Faxaflóahafna sf. frá 10. des. 2010.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Ýmsar upplýsingar varðandi rekstur grunnskóla

1012146

6.2.Björgunarfélag - styrktar- og samstarfssamningur

1009067

6.3.Endurnýjun samnings við ÍA 2010

1011080

6.4.Skátafélag Akraness - þjónustusamningur

1005037

7.Fjölskylduráð - 56

1012020

Fundargerð fjölskylduráðs frá 29. des. 2010.

Fundargerðin lögð fram.

7.1.Endurnýjun samnings við ÍA 2010

1011080

7.2.Íbúaþing.

1011013

7.3.Framlög v. sérþarfa fatlaðra nemenda 2011

1009145

7.4.Framlög vegna nýbúafræðslu 2011

1009144

7.5.Málefni fatlaðra, flutningur yfir til sveitarfélaga.

905030

7.6.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2011

1009156

7.7.Tilboð og kynning á námskeiði

1012094

7.8.Fjárhagserindi - áfrýjun 2010

1012093

7.9.Fjárhagserindi - Áfrýjun 2010

1012124

7.10.Fjárhagserindi - Áfrýjun 2010

1012090

8.Úttekt á upplýsingakerfum Akraneskaupstaðar

1012105

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela bæjarstjóra að láta gera úttekt á upplýsingakerfum kaupstaðarins með samnýtingu og hagræðingu að leiðarljósi og möguleikum á frekari innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu og þjónustu. Gert er ráð fyrir fjárveitingu að fjárhæð kr. 2.500.000,- í fjárhagsáætlun til úttektarinnar.

Samþykkt 9:0

9.Breyting á reglum varðandi umönnunargreiðslur

1012113

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að umönnunargreiðslur verði með óbreyttum hætti fyrstu 3 mánuði ársins 2011. Frá og með 1. apríl 2011 verði greiðslurnar eingöngu til þeirra sem nýta sér þjónustu dagforeldra og eru greiddar í þeim tilgangi að færa greiðslur foreldra sem næst leikskólagjöldum.

Samþykkt 9:0

10.Fjölgun ferða strætisvagns á Akranesi

1012112

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að veita fjárhæð kr. 2.500.000,- til fjölgunar ferða strætisvagns Akraness um þrjár á hverjum virkum degi. Framkvæmdastjóra skipulags- og umhverfisstofu er falinn frágangur málsins.

Samþykkt 9:0

11.Endurskoðun aðal- og deiliskipulags á Akranesi

1012111

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa kr. 5.957.000,- til verkefna vegna endurskoðunar aðal- og deiliskipulags á Akranesi. Skipulags- og umhverfisnefnd er falin nánari útfærsla verkefnanna.

Samþykkt 9:0

12.Framlag til FabLab

1012110

Bæjarstjórn Akraness samþykkir fjárveitingu að fjárhæð kr. 6.000.000,- til starfsemi Fab Lab á árinu 2011. Verkefnastjórn og bæjarstjóra er falið að afla verkefninu áframhaldandi stuðnings í samvinnu við Vaxtarsamning Vesturlands og aðra samstarfsaðila að hugmyndasmiðjunni.

Samþykkt 9:0

13.Styrkur til almennra félagasamtaka

1012109

Bæjarstjórn Akraness samþykkir framlag að fjárhæð kr. 200.000,- til Stígamóta og kr. 200.000,- til Kvennaathvarfsins vegna starfsemi þeirra á árinu 2011. Bæjarráði falið að leggja fram tillögu fyrir bæjarstjórn um skiptingu annarra styrkja.

Samþykkt 9:0

14.Afrekssjóður Akraneskaupstaðar og ÍA

1012108

Bæjarstjórn Akraness samþykkir framlag að fjárhæð kr. 3.000.000,- í afrekssjóð á vegum Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness.

Fjölskylduráði er falið að vinna nánar að setningu reglna um sjóðinn í samvinnu við Íþróttabandalag Akraness.

Samþykkt 9:0

15.Forvarnastarf í æskulýðsmálum

1012107

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að veita kr. 1.000.000,- til forvarnaverkefna Fjölskyldustofu og fjölskylduráði er falið að skipuleggja nánar forvarnaverkefni í samvinnu við stjórnendur grunnskólanna og forvarnafulltrúa Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 9:0

16.Félagsleg úrræði

1012106

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir fjármunum vegna Endurhæfingarhússins "Hvers" að fjárhæð kr. 7.825.000,- til atvinnumála fatlaðra að fjárhæð kr. 2.000.000,- og til ,,Búkollu" að fjárhæð kr. 1.500.000,-.

Fjölskylduráði er falið að vinna áfram að framgangi og stuðningi vegna þessara mála í samvinnu við aðra hagsmunaaðila.

Samþykkt 9:0

17.Umhverfismál 2011

1101006

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að veita kr. 3.000.000,- til umhverfisverkefna. Verkefnin felast fyrst og fremst í útplöntun á stálpuðum trjám og runnum austan Þjóðbrautar frá Esjutorgi upp að Hausthúsatorgi og til útplöntunar á runnum vestan Þjóðbrautar. Nánari útfærsla verði á höndum garðyrkjustjóra Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 9:0

18.Átak í nýsköpunar- og atvinnumálum

1012103

Bæjarstjórn Akraness samþykkir ráðstöfun fjármagns til nýsköpunar- og atvinnumála á Akranesi. Skipuð verði sérstök 5 manna atvinnumálanefnd vegna átaksins. Þá samþykkir bæjarstjórn heimild til ráðningar starfsmanns tímabundið, sem starfi með nefndinni. Bæjarráði er falið að vinna nánari útfærslu hugmynda og leggja tillögur um ráðstöfun fjárins allt að kr. 20.000.000,- fyrir bæjarstjórn til umfjöllunar.

Samþykkt 9:0

19.Ráðstöfun fjármuna vegna langtímaveikinda starfsmanna

1012101

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir í fjárhagsáætlun kr. 10.000.000,- vegna langtímaveikinda starfsmanna. Stofnanir kaupstaðarins geta sótt um fjárveitingu í gegnum þá stofu sem stofnunin tilheyrir og til bæjarráðs sem annast úthlutun fjármuna.

Samþykkt 9:0

20.Ráðstöfun fjármuna vegna kaupa búnaðar / áhalda

1012099

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að gera ráð fyrir sjóði vegna endurnýjunar tækja og áhalda hjá stofnunum bæjarins. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir kr. 10.271.000 sem stofnanir kaupstaðarins geta sótt um fjárveitingu til í gegnum þá stofu sem stofnunin tilheyrir og til bæjarráðs sem annast úthlutun fjármuna.

Samþykkt 9:0

21.Framlenging ákvörðunar frá 19. ágúst 2009 varðandi þjónustu og launakjör

1012097

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ákvörðun frá 19. ágúst 2009 varðandi þjónustu og launakjör hjá Akraneskaupstað verði framlengd út árið 2011 að teknu tilliti til þeirra breytinga sem gerðar voru s.l. haust.

Bæjarstjóra er falið að skoða útfærsluna og gera eftir atvikum tillögu að framkvæmd.

Samþykkt 9:0

22.Búnaðarkaup fyrir Fjölbrautaskóla Vesturlands

1012095

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að veita fjárhæð kr. 2.248.000,- til Fjölbrautaskóla Vesturlands til eflingar málmiðnaðardeildar skólans vegna endurnýjunar tækjabúnaðar.

Samþykkt 9:0

23.Álagning gjalda fyrir árið 2011

1012080

Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi álagningu gjalda fyrir árið 2011:

Útsvar á árinu 2011 verði 14,48%.

Fasteignaskattur verði eftirfarandi á árinu 2011:

0,3457 % af álagningastofni íbúðarhúsa ásamt lóðarleiguréttindum erfðafestulanda og jarðeigna skv. a-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.

1,32% af öllum fasteignum skv. b-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.

1,454% af öllum öðrum fasteignum skv. c-lið 3. greinar laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2011 verði 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september, 15. október en eindagi gjaldanna verði 30 dögum síðar eða næsta virkan dag beri hann upp á helgidag.

Sorphreinsunargjald vegna íbúðarhúsnæðis verði kr. 13.700.- fyrir hverja íbúð miðað við tvær sorptunnur og sorpeyðingargjald verði kr. 11.700.- Gjöldin verði innheimt með fasteignagjöldum.

Lóðarleiga af nýjum lóðum og endurnýjuðum samningum verði 1,534% af fasteignamatsverði atvinnulóða og 1,012% af fasteignamatsverði íbúðarhúsalóða og innheimt með fasteignagjöldum.

Veitt verði ívilnun á fasteignaskatti á árinu 2011, til elli- og örorkulífeyrisþega í samræmi við sérstakar reglur bæjarstjórnar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.

Gjöld sem nema lægri upphæðum en kr. 10.000.- í heildarálagningu skal innheimta með einum gjalddaga á ári þann 15. apríl.

Samþykkt 9:0

24.Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana árið 2011

1009156

A.

3.1 Aðalsjóður
3.2 Eignasjóður
3.3 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf.
3.4 Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf.
3.5 Gáma
3.6 Byggðasafnið í Görðum
3.7 Fab Lab

Bæjarstjóri gerði grein fyrir áorðnum breytingum á fjárhagsáætlun.

Hún þannig borin upp til afgreiðslu og samþykkt samhljóða 9:0.

B.

3.8 Höfði hjúkrunar-og dvalarheimili.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir áorðnum breytingum á fjárhagsáætlun.

Hún þannig borin upp til afgreiðslu og samþykkt samhljóða 9:0.

Til máls tóku: EBr, HR,GPJ, IV, ÞÞÓ, SK.

25.Landsbanki - Samningur um bankaviðskipti

1012143

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að óska eftir tímabundinni framlengingu á samningi Akraneskaupstaðar við Landsbanka Íslands hf. um bankaviðskipti, dags. 5. janúar 2007, en samningurinn var gerður til fjögurra ára og rann út 31. des. 2010. Tryggt verði að Akraneskaupstaður njóti sömu kjara áfram og heimildir sem nauðsynlegar eru fyrir rekstur kaupstaðarins verði endurnýjaðar á sömu kjörum og hafa verið. Bæjarstjóra falið að taka upp málið við Landsbanka Íslands hf.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn Akraness að láta skoða hagkvæmni þess að bjóða út bankaviðskipti Akraneskaupstaðar í framhaldinu.

Samþykkt: 9:0

26.Styrkir - framlag til almennra styrkja.

1101016

Bæjarstjórn Akraness samþykkir hækkun á framlagi til almennra styrkja til íþrótta- og æskulýðsfélaga um kr. 1.984.000,-. Fjölskylduráði falið að leggja fyrir bæjarráð og bæjarstjórn tillögu um ráðstöfun fjárins.

Samþykkt 9:0

26.1.Langisandur - útivistarsvæði.

1007074

27.Bæjarráð - 3105

1012012

Fundargerð bæjarráðs frá 16. des. 2010.

Fundargerðin lögð fram.

28.Bæjarstjórn - 1117

1012017

Fundargerð bæjarstjórnar frá 28. des. 2010.

Fundargerðin staðfest 9:0.

29.Bæjarstjórn - 1116

1012001

Fundargerð bæjarstjórnar frá 21. des. 2010.

Fundargerðin staðfest 9:0.

30.Bæjarstjórn - 1115

1012009

Fundargerð bæjarstjórnar frá 14. des. 2010.

Fundargerðin staðfest 9:0.

Til máls tóku: GS, Bæjarstjóri,

31.Ráðstöfun á handbæru fé

1101017

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðstafa 200 mkr. af handbæru fé Akraneskaupstaðar í langtímaávöxtun. Bæjarráði falið að leggja fyrir bæjarstjórn nánari tillögu um málið.

Samþykkt 9:0

32.Viðhaldsfé - hækkun

1101018

Bæjarstjórn Akraness samþykkir hækkun á fjármunum til viðhalds fasteigna á vegum Framkvæmdastofu úr 63 mkr. í 83 mkr. og framlag til eignfærðrar fjárfestingar í skólaeldhús Grundaskóla að fjárhæð kr. 25 mkr. Framkvæmdaráði falin framkvæmd og undirbúningur málsins.

Samþykkt 9:0

33.Starf dýraeftirlitsmanns

1009113

Bæjarstjórn samþykkir að ráða starfsmann til að sinna störfum dýraeftirlitsmanns hjá Akraneskaupstað. Framkvæmdaráði falið að annast nauðsynlegan undirbúning og framkvæmd málsins á grundvelli tillögu ráðsins þar um.

Samþykkt 9:0

34.Breyting á stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar

1012148

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela bæjarstjóra áframhaldandi vinnu við fyrirliggjandi hugmyndir að breyttu stjórnskipulagi Akraneskaupstaðar sem hrint verði í framkvæmd 1. febrúar 2011. Bæjarstjóra er falið að koma innleiðingu nýs skipulags í framkvæmd og jafnframt að gera tillögu að nauðsynlegum breytingum m.a. á samþykkt um stjórn Akraneskaupstaðar, fundarsköpum bæjarstjórnar, samþykktum og reglum og leggja fyrir bæjarstjórn. Áætlaður kostnaður vegna þeirra skipulagsbreytinga er u.þ.b. 7 mkr. á ári.

Þá samþykkir bæjarstjórn að farið verði í breytingar á húsnæði kaupstaðarins að Stillholti 16-18 vegna stjórnskipulagsbreytinganna svo og vegna viðbótarstarfsmanna vegna yfirtöku sveitarfélagsins á málaflokki fatlaðra. Áætlaður kostnaður vegna þeirra breytinga er um 4-5 mkr.

Samþykkt 9:0

Til máls tóku: Bæjarstjóri, GPJ, GS, SK, ÞÞÓ, HR.

35.Málefni fatlaðra, flutningur yfir til sveitarfélaga.

905030

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ráðið verði í tvö stöðugildi til félagsþjónustunnar vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra. Gert verði ráð fyrir fjármunum til greiðslu launakostnaðar kr. 14.532.000,- í fjárhagsáætlun.

Samþykkt 9:0

36.Öflugt tómstundastarf 2011

1101011

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að ávísun á öflugt tómstundastarf sem send er til allra barna og ungmenna á grunnskólaaldri og einnig næstu tveggja árganga á framhaldsskólaaldri (6-17 ára) verði árið 2011 kr. 25.000,- Jafnframt samþykkir bæjarstjórn framlag í öflugt tómstundastarf til íþrótta- og æskulýðsfélaga kr. 10.300.000,- vegna starfsemi á árinu 2011. Fjölskyldustofu er falin framkvæmd málsins.

Samþykkt 9:0

37.Framlög til stjórnmálasamtaka á Akranesi

1012141

Bæjarstjórn Akraness samþykkir, með vísan til 5. gr. laga nr. 162/2006, að gera ráð fyrir framlagi í fjárhagsáætlun ársins 2011 til starfsemi stjórnmálasamtaka á Akranesi að fjárhæð kr. 1.000.000,-.

Samþykkt 9:0

38.Framlag vegna framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök

1101010

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að veita framlag að fjárhæð kr. 70.000.000,- til gerðar framkvæmdasamninga og/eða félagsaðstöðu við félagasamtök á Akranesi. Bæjarráði og bæjarstjóra er falin nánari útfærsla á verkefninu.

Samþykkt 9:0

39.Verkefni í íþróttamannvirkjum

1101005

Bæjarstjórn samþykkir að veita fjárhæð kr. 8.500.000,- til skilgreindra verkefna í íþróttamannvirkjum, með vísan til skýrslu starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Akraneskaupstað. Framkvæmdastofu er falið að koma verkefnunum í framkvæmd.

Samþykkt 9:0

40.Listasetrið Kirkjuhvoll

1101009

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að veita kr. 400.000,- til almenns rekstrar í Listasetrinu Kirkjuhvoli.

Samþykkt 9:0

41.Ferðatengd þjónusta

1101008

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að stofnaður verði starfshópur vegna kynningarstarfs í átaksverkefnum við ferðatengda þjónustu og samþykkir að veita fjárhæð kr. 9.000.000,- til verkefnisins. Bæjarráði er falin nánari útfærsla verkefnisins þar sem gert verði m.a. ráð fyrir ráðningu verkefnisstjóra tímabundið og að verkefnastjóri Akranesstofu vinni með starfshópnum.

Samþykkt 9:0

42.Tiltekt í bænum

1101007

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að veita samtals kr. 2.000.000,- til hreinsunarátaks í bænum að vori og hausti árið 2011.

Skipulags- og umhverfisstofu er falin útfærsla og framkvæmd verkefnisins.

Samþykkt 9:0

Fundi slitið - kl. 18:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00