Fara í efni  

Bæjarstjórn

1076. fundur 16. júní 2009 kl. 17:00 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Þórðardóttir deildarstjóri þjónustudeildar
Dagskrá

1.Framkvæmdaráð. Kosning þriggja aðalmanna og þriggja til vara samkvæmt ákvæðum 70. gr.samþykktar um s

906089

Tilnefning kom fram um eftirtalda:




Aðalmenn:


Sæmundur Víglundsson, formaður (D)


Þórður Þ. Þórðarson, varaformaður (D)


Sveinn Kristinsson (S)


Varamenn:


Haraldur Helgason (D)


Haraldur Friðriksson (D)


Guðmundur Þór Valsson (S)


Fleiri tilnefningar komu ekki fram og teljast framangreindir því réttkjörnir í framkvæmdaráð.

2.Ársreikningur 2008 - Byggðasafnið í Görðum.

905076

Samþykkt 9:0.

3.Ársreikningur 2008 - samantekinn.

905077

Samþykkt 9:0.

4.Ársreikningur 2008 - Lífeyrissjóður.

905078

Samþykkt 9:0.

5.Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs skv. 14. gr. samþykktar um stjórn Akraneskaupstaðar og fu

906090

Fram fór skrifleg kosning. Gunnar Sigurðsson hlaut 9 atkvæði. Gunnar er því réttkjörinn forseti bæjarstjórnar Akraness til eins árs.



Nýkjörinn forseti, Gunnar Sigurðsson, hélt áfram við stjórn fundarins og þakkaði það traust sem honum var sýnt með kjöri hans sem forseta.

6.Kosning 1. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs skv. 14. gr. samþykktar um stjórn Akraneskaupstaða

906091

Fram fór skrifleg kosning. Eydís Aðalbjörnsdóttir hlaut 9 atkvæði. Eydís er því réttkjörin 1. varaforseti bæjarstjórnar til eins árs.

7.Kosning 2. varaforseta bæjarstjórnar til eins árs skv. 14. gr. samþykktar um stjórn Akraneskaupstaða

906092

Fram fór skrifleg kosning. Rún Halldórsdóttir hlaut 9 atkvæði. Rún er því réttkjörin 2. varaforseti bæjarstjórnar til eins árs.

8.Bæjarráð. Kosning þriggja bæjarfulltrúa sem aðalmenn og jafnmarga til vara skv. 38. gr. sveitarstjór

906087

Um kjör í bæjarráð gilda ákvæði 58. gr. samþykktar um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.


Tilnefning kom fram um eftirtalda:



Aðalmenn:


Karen Jónsdóttir, formaður (D)


Gunnar Sigurðsson, varaformaður (D)


Hrönn Ríkharðsdóttir (S)


Varamenn:


Sæmundur Víglundsson (D)


Eydís Aðalbjörnsdóttir (D)


Björn Guðmundsson (S)



Fleiri tilnefningar komu ekki fram og eru því framangreindir aðilar réttkjörnir í bæjarráð til eins árs.






Fleiri tilnefningar bárust ekki og teljast framangreindir því réttkjörnir í bæjarráð.

9.Kosning áheyrnarfulltrúa í bæjarráð sbr. 3. mgr. 58. gr. samþykktar um stjórn Akraneskaupstaðar og f

906101

Kosning þess bæjarfulltrúa minnihluta bæjarstjórnar sem ekki er kjörinn aðalmaður í bæjarráð, fjölskylduráð eða framkvæmdaráð.

Fram fór skrifleg kosning. Rún Halldórsdóttir hlaut 9 atkvæði. Rún er því réttkjörin áheyrnarfulltrúi í bæjarráð til eins árs.


10.Fjölskylduráð. Kosning þriggja aðalmanna og þriggja til vara samkvæmt ákvæðum 64. gr. samþykkta um s

906088

Tilnefning kom fram um eftirtalda:


Aðalmenn:


Eydís Aðalbjörnsdóttir, formaður (D)


Karen Jónsdóttir, varaformaður (D)


Guðmundur Páll Jónsson (B)


Varamenn:


Halldór Jónsson (D)


Hildur Karen Aðalsteinsdóttir (D)


Magnús Guðmundsson (B)



Fleiri tilnefningar komu ekki fram og teljast framangreindir því réttkjörnir í fjölskylduráð.

11.Ársreikningur 2008 - Gáma.

905075

Samþykkt 9:0.

12.Fundargerðir bæjarráðs 2009.

906096

Fyrir fundinum liggja fundargerðir nr. 3038. og 3039. fundar bæjarráðs frá 9/6 og 10/6 2009.
Fundargerðin frá 9/6 er í 32 töluliðum og frá 10/6 í 10 töluliðum.

Lagðar fram til kynningar.


Til máls tók GS um 15. tl. fundargerðar frá 9/6 - starfshópur eigenda Orkuveitu Reykjavíkur - og lagði til að fulltrúi Akraneskaupstaðar í starfshópnum yrði Jóhann Þórðarson endurskoðandi.

Samþykkt 9:0.


Til máls tók GS um 29 tl. fundargerðar frá 9/6 - Faxaflóahafnir sf. - fundargerðir 2009 - og lagði til að Rún Halldórsdóttir bæjarfulltrúi, yrði áheyrnarfulltrúi Akraneskaupstaðar í stjórn Faxaflóahafna sf. næsta ár.

Samþykkt 9:0.


Samþykkt 9:0.

13.Fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar 2009.

902034

Fyrir fundinum liggja fundargerðir skipulags- og umhverfisnefndar nr. 8 og 9 frá 25/5 og 2/6 2009.
Fundargerðin frá 25/5 er í 2 töluliðum og frá 2/6 í 6 töluliðum.


Lagðar fram til kynningar.

14.Fundargerðir stjórnar Akranesstofu 2009.

906099

Fyrir fundinum liggur fundargerð 18. fundar stjórnar Akranesstofu frá 26/5 2009. Fundargerðin er í 2 töluliðum.

Til máls tóku: HR, SK.

Lögð fram til kynningar.

15.Fundargerðir stjórnar Dvalarheimilisins Höfða 2009.

906100

Fyrir fundinum liggur fundargerð 45. fundar stjórnar Dvalarheimilisins Höfða frá 11/6 2009.
Fundargerðin er í 6 töluliðum.

Lögð fram til kynningar.

16.Fundargerðir fjölskylduráðs 2009.

906097

Fyrir fundinum liggur fundargerð 12. fundar fjölskylduráðs frá 10/6 2009. Fundargerðin er í 6 töluliðum.

Lögð fram til kynningar.

17.Fundargerðir skólanefndar Tónlistarskólans á Akranesi 2009.

902168

Fyrir fundinum liggur fundargerð 9. fundar skólanefndar Tónlistarskólans frá 27/5 2009.
Fundargerðin er í 3 töluliðum.

Lögð fram til kynningar.

18.Fundargerðir framkvæmdaráðs 2009.

906098

Fyrir fundinum liggja fundargerðir 11. og 12. funda framkvæmdaráðs frá 8/6 og 11/6 2009.
Fundargerðin frá 8/6 er í 8 töluliðum og frá 11/6 í 1 tölulið.


Lagðar fram til kynningar.

19.Tillaga um umboð til handa bæjarráði í sumarleyfi bæjarstjórnar.

906093

Bæjarstjórn Akraness samþykkir að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar verði þriðjudaginn 25. ágúst n.k. Bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála í samræmi við 62. gr. samþykktar um stjórn Akraneskaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar.



Samþykkt 9:0.

20.Endurskoðun deilda Aðalskrifstofu.

906079

Tillögur bæjarráðs frá 3039. fundi 10. júní 2009 varðandi hagræðingu og sparnað í rekstri Akraneskaupstaðar.
jarráð samþykkir að fela endurskoðanda bæjarins ásamt bæjarstjóra að gera úttekt á hagkvæmi þess að endurskipuleggja deildir innan Aðalskrifstofu Akraneskaupstaðar.

Úttekt og tillaga að endurskipulagningu liggi fyrir þann 15. júní 2009.


Staðfest 9:0.

21.Fjárveiting vegna breytinga á skrifstofuhúsnæði 1. hæð Stillholti 16-18.

906115

Forseti bæjarstjórnar leitaði afbrigða að taka á dagskrá eftirfarandi tillögu og var það samþykkt 9:0:

,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir, að beiðni framkvæmdaráðs, að heimila ráðstöfun allt að 30 mkr. til framkvæmda við breytingar á skrifstofuhúsnæði 1. hæð Stillholti 16-18 eins og óskað hefur verið eftir. Inni í þeirri tölu eru kr. 683.361 og 1.530 þús.kr. sem óskað hefur verið samþykktar á skv. tl. 1a.

Fjármögnun er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar ársins 2009."


Til máls tók: SK

Tillagan samþykkt 9:0.

22.Hvalfjarðarsveit - aðalskipulag

904138

Bréf skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 26.5.2009, varðandi drög að aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020. Bæjarráð staðfesti athugasemdir skipulags- og umhverfisnefndar á fundi sínum 9.6.2009.
Bæjarstjórn staðfestir 9:0 athugasemdir skipulags- og umhverfisnefndar skv. samþykkt bæjarráðs frá 9.6.2009.

23.Yfirvinnugreiðslur starfsmanna Akraneskaupstaðar.

906076

Tillögur bæjarráðs frá 3039. fundi 10. júní 2009 varðandi hagræðingu og sparnað í rekstri Akraneskaupstaðar.

Bæjarráð Akraness samþykkir að umsamin greiðsla fastrar yfirvinnu starfsmanna Akraneskaupstaðar verði lækkuð um 7,5%. Yfirvinna sem færð hefur verið inn í föst laun skerðist einnig um 7,5%. Lagt er til að breytingin taki gildi 1. júlí 2009 og gildi út árið 2010, en verði endurskoðað að þeim tíma liðnum.

Þá er öll önnur yfirvinna en kjarasamningsbundin með öllu óheimil án heimildar bæjarstjóra frá sama tíma.


Staðfest 9:0.

24.Kaffimeðlæti

906074

Tillögur bæjarráðs frá 3039. fundi 10. júní 2009 varðandi hagræðingu og sparnað í rekstri Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð Akraness samþykkir að þar sem kaffibrauð er frítt í stofnunum Akraneskaupstaðar verði það aflagt. Bæjarráð samþykkir jafnframt að hætt verði að bjóða upp á veitingar á fundum nefnda, stjórn og ráða Akraneskaupstaðar. Bæjarstjóra er falið að koma samþykkt þessari á framfæri við stofnanir bæjarins.


Staðfest 9:0.

25.Innkaup á pappír og ritföngum.

906081

Tillögur bæjarráðs frá 3039. fundi 10. júní 2009 varðandi hagræðingu og sparnað í rekstri Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að afla tilboða í innkaup á pappír og ritföngum fyrir allar stofnanir Akraneskaupstaðar. Fyrirliggjandi samningar um innkaup verði yfirfarnir með tilliti til þessa.


Staðfest 9:0.

26.Starfslokasamningar.

906077

Tillögur bæjarráðs frá 3039. fundi 10. júní 2009 varðandi hagræðingu og sparnað í rekstri Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að kannað verði hvort hagkvæmt geti reynst að gera starfslokasamninga við þá starfsmenn sem eru að nálgast starfslok sín svo og þá starfsmenn sem heyra undir svokallaða 32 ára reglu og 95 ára reglu. Bæjarstjóri geri grein fyrir niðurstöðunni.


Staðfest 9:0.

27.Endurfjármögnun lána.

906083

Tillögur bæjarráðs frá 3039. fundi 10. júní 2009 varðandi hagræðingu og sparnað í rekstri Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra, fjármálastjóra og endurskoðanda að leita eftir endurfjármögnun á lánasafni Akraneskaupstaðar með það að markmiði að minnka fjárþörf til afborgana langtímalána Akraneskaupstaðar. Allir möguleikar verði skoðaðir og áríðandi að þessi vinna hefjist sem fyrst.


Staðfest 9:0.

28.Húsverndunarsjóður.

906082

Tillögur bæjarráðs frá 3039. fundi 10. júní 2009 varðandi hagræðingu og sparnað í rekstri Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að ekki verði gert ráð fyrir fjárhæð á fjárhagsáætlun ársins 2010 til Húsverndunarsjóðs Akraneskaupstaðar.


Staðfest 9:0.

29.Almenn fundarstörf

906116

Forseti bæjarstjórnar, Gunnar Sigurðsson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.




Fundargerð síðasta fundar borin upp og staðfest 9:0.



30.Innkaup á matar- og hreinlætisvörum.

906080

Tillögur bæjarráðs frá 3039. fundi 10. júní 2009 varðandi hagræðingu og sparnað í rekstri Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að afla tilboða í innkaup á matar- og hreinlætisvörum fyrir stofnanir Akraneskaupstaðar.


Staðfest 9:0.

31.Hátíðahöld og viðburðir.

906078

Tillögur bæjarráðs frá 3039. fundi 10. júní 2009 varðandi hagræðingu og sparnað í rekstri Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að framlög til hátíða og viðburða verði lækkuð enn frekar eða um allt að 3,0 mkr. Þannig má miða við lækkun vegna eftirtalinna atburða:

  • Hátíð hafsins kr. 500.000
  • 17. júní kr. 500.000
  • Írskir dagar kr. 1.000.000
  • Vökudagar kr. 500.000
  • Aðrir viðburðir kr. 500.000

Staðfest 9:

32.Opnunartími bókasafns

906075

Tillögur bæjarráðs frá 3039. fundi 10. júní 2009 varðandi hagræðingu og sparnað í rekstri Akraneskaupstaðar.
Bæjarráð samþykkir að almennur opnunartímai Bókasafns Akraness verði styttur síðdegis um eina klukkustund á dag virka daga. Laugardagsopnun verði felld niður. Þá verði bókasafnið lokað í 2 mánuði sumarið 2009 vegna sumarleyfa og flutnings í nýtt húsnæði við Dalbraut.


Staðfest 9:0.

33.Bókanir minnihluta bæjarstjórnar.

906132

Til máls tóku: SK, GS

Sveinn Kristinsson lagði fram eftirfarandi bókun:
,,Eins og ársreikningur Akraneskaupstaðar fyrir árið 2008 ber með sér er rekstur bæjarfélagsins erfiður, útgjöld hafa aukist og skuldastaðan orðin óviðundandi. Hafa skuldir margfaldast á síðustu tveimur árum. Við þessu hafa bæjarfulltrúar minnihlutans varað og ítrekað bent á í hvað stefndi. Nú er hins vegar brýnt að grípa til erfiðra aðgerða til að vinna bug á brýnasta vanda bæjarsjóðs. Við undirrituð stöndum því að þessum tillögum þar sem mikilvægt er að bæjarstjórnin standi saman um þær aðgerðir sem óumflýjanlegar eru til þess að þjónusta og rekstur bæjarfélagsins haldist í viðunandi horfi."


Sveinn Kristinsson (sign)

Hrönn Ríkharðsdóttir (sign)

Guðmundur Páll Jónsson (sign)

Halla Ingibjörg Guðmundsdóttir (sign)

34.Ársreikningur Akraneskaupstaðar og stofnana hans fyrir árið 2008.

905079

Samþykktur 9:0.

35.Ársreikningur 2008 - Aðalsjóður.

905073

Samþykkt 9:0

36.Ársreikningur 2008 - Eignasjóður.

905074

Samþykkt 9:0.

37.Ársreikningur 2008 - Fasteignafélag Akraneskaupstaðar ehf. og slf.

905065

Samþykkt 9:0.

Fundi slitið.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00