Byggingarnefnd (2000-2006)
1265. byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 2. júlí 2002 kl. 17:00.
Mættir á fundi: Björn Guðmundsson formaður,
Ingþór Bergmann Þórhallsson,
Guðmundur Magnússon,
og Jóhannes Snorrason.
Auk þeirra voru mættir Jóhannes Karl Engilbertsson slökkviliðsstjóri, Skúli Lýðsson byggingarfulltrúi og Guðný J. Ólafsdóttir sem ritaði fundargerð.
1. Fundarsköp, ritari, fundartími Mál nr. BN020074
1. Skipun ritara.
2. Ákvörðun fundardags og fundartíma
1. Ritari er skipaður byggingarfulltrúi.
2. Ákveðið er að fundartími nefndarinnar verði kl. 17:00 fyrsta og þriðja hvern þriðjudag í mánuði.
2. Tindaflöt 16, nýtt hús (00.183.211) Mál nr. BN020071
190157-4239 Guðmunda Úrsúla Árnadóttir, Jaðarsbraut 37, 300 Akranesi
Umsókn Guðmundu Úrsúlu, um heimild til þess að reisa einbýlishús á ofangreindri lóð samkvæmt meðfylgjandi teikningum Gísla S. Sigurðssonar.
Stærðir: hús: 221,4 m2 - 568,4 m3
lóð: 816,-
Gjöld kr.: 1.239.614,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
3. Garðagrund (Steinst) 23, rif útihúsa (00.184.406) Mál nr. BN020070
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Umsókn byggingar- og skipulagsfulltrúa fh. Akraneskaupstaðar, um heimild til þess að rífa útihúsin á Steinsstöðum vegna framkvæmda við deiliskipulag Flatahverfis klasa 1-2.
Gjöld: 3.000,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að umrædd útihús verði rifin.
4. Jörundarholt 160, skjólgirðing (00.196.416) Mál nr. BN020072
250560-4789 Ingimar Magnússon, Jörundarholti 160, 300 Akranesi
Umsókn Ingimars um heimild til þess að reisa skjólgirðingu innan lóðar og í lóðarmörkum 158 og 160, samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Meðfylgjandi er einnig samþykki húseiganda á nr. 158 við Jörundarholt.
Gjöld kr.: 3.000,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
5. Skólabraut 19, bílastæði á lóð (00.086.714) Mál nr. BN020068
200383-4439 Hafdís Búadóttir, Hlíðarbæ 16, 301 Akranes
031279-5349 Vífill Búason, Hlíðarbæ 16, 301 Akranes
020380-5439 Örn Egilsson, Skólabraut 19, 300 Akranesi
Umsókn eigenda ofangreindrar lóðar um heimild til þess að gera bílastæði innan lóðar með aðkomu frá Skólabraut.
Byggingarnefnd óskar eftir áliti skipulagsnefndar.
6. Vesturgata 3-9, breytt útlit (00.094.203) Mál nr. BN020064
600169-1149 Haraldur Böðvarsson hf., Bárugötu 8-10, 300 Akranesi.
Umsókn Fiskmarkaðs Íslands fh. Haraldar Böðvarssonar hf. um heimild til þess að setja keyrsluhurð á norðvesturhlið hússins nr. 3. við Vestugötu.
Gjöld: 3.000,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
7. Heiðarbraut 45, styrkur húsverndunarsjóðs (00.083.102) Mál nr. BN020069
160366-4439 Gísli Geirsson, Heiðarbraut 45, 300 Akranesi
Bréf Gísla, varðandi breytingu á framkvæmdaáætlun, vegna umsóknar um styrk úr húsverndunarsjóði Akraness.
Byggingarnefnd synjar erindinu. Nefndin telur erindið ekki í samræmi við reglur Húsverndunarsjóðs Akraneskaupstaðar.
8. Skólabraut 14, umsögn um áfengisleyfi (00.091.201) Mál nr. BN020066
570102419 Eicas ehf, Skólabraut 14, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 3. júní sl. varðandi umsögn um umsókn Nökkva Sveinssonar fh. Eicas ehf. um áfengisleyfi fyrir veitingastaðinn Kaffi Mörk.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd varðandi ofangreinda umsókn þar sem hún er í fullu samræmi við byggingarlög.
9. Stillholt 23, umsögn um áfengisleyfi (00.059.304) Mál nr. BN020067
621096-2579 Stillholt ehf., Skólabraut 14, 300 Akranesi
Bréf bæjarráðs dags. 3. júní sl. varðandi umsögn um umsókn Marý Sigurjónsdóttur fh. Stillholts ehf. um áfengisleyfi fyrir veitingastaðinn Hróa Hött.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd varðandi ofangreinda umsókn þar sem hún er í fullu samræmi við byggingarlög.
10. Deiliskipulag- Höfðasel, fok af iðnaðarsvæði Mál nr. BN020073
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarritara dags. 4.6.2002, varðandi fok frá iðnaðarsvæði við Höfðasel.
Nefndin leggur til að byggingarfulltrúi ræði við lóðarhafa við Höfðasel varðandi fok frá iðnaðarsvæði.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30.