Byggingarnefnd (2000-2006)
1288. fundur byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 6. apríl 2004 kl. 17:00.
Mættir á fundi: Jóhannes Snorrason
Björn Guðmundsson formaður.
Ingþór Bergmann Þórhallsson
Helgi Ingólfsson
Auk þeirra voru mættir Skúli Lýðsson byggingarfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.
1. Húsverndunarsjóður, umsóknir 2004 Mál nr. BN040007
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Umsóknir um styrk úr Húsverndunarsjóði Akraneskaupstaðar lagðar fram:
1. Deildartún 4, Skafti Steinólfsson og Þórey Helgadóttir
2. Krókatún 2, Ína Rut Stefánsdóttir og Sigurpáll Helgi Torfason
3. Merkurteigur 1, Gissur B. Bjarnason og Ingigerður Guðmundsdóttir.
4. Presthúsabraut 28, Jónas B. Guðmarsson og Sigurborg Þórsdóttir
5. Suðurgata 25, Ágústa Friðfinnsdóttir og Runólfur Bjarnason.
6. Suðurgata 88, Gísli Breiðfjörð Árnason
7. Vesturgata 37, Guðlaugur Hrafnsson og Þura Björk Hreinsdóttir
8. Vesturgata 41, Björn S. Lárusson og Anna Kjartansdóttir
9. Vesturgata 46, Guðmundur Már Þórisson og María Edda Sverrisdóttir
10. Vesturgata 66, Anna Lilja Daníelsdóttir og Einar E. Jóhannesson
11. Vesturgata 77, Hákon H. Pálsson og Ingibjörg Hafsteinsdóttur
Meðfylgjandi er umsögn forstöðumanns byggðasafns Akraness.
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að styrkurinn verði veittur eigendum Suðurgötu 88, eigandi Gísli Breiðfjörð Árnason og eigendum Suðurgötu 25, Ágústu Friðfinnsdóttur og Runólfi Bjarnasyni.
Húseignin Suðurgata 88, sem byggð var af Ingvari Eggertssyni árið 1929. Húsið er steinsteypt, jarðhæð, hæð og ris. Hús þetta er við eina af fjölfarnari götum bæjarins, miðsvæðis og af því leiðandi andlit út á við. Það er mjög reisulegt og áberandi. Miðað við aldur þá fellur húsið ekki undir lög um húsafriðun en aftur á móti þá hefur húsið ákveðinn byggingarstíl sem vert er að varðveita. Byggðasafn Akraness- og nærsveita mælir með umsókn. Nefndin leggur til að styrkurinn verði kr. 600.000,- og framkvæmdum verði lokið innan 30 mánuða.
Húseignin Suðurgata 25, sem byggð var af Ásmundi Bjarnasyni árið 1930 og hefur verið kallað Ásmundarhús.
Húsið er timburhús, kjallari, hæð og ris og hafa núverandi eigendur lagt í mikinn kostnað og framkvæmdir við að endurgera húsið að innan þó svo þeim sé ekki lokið. Upprunaleg mynd hússins er enn til staðar og virðast eigendur hússins vera mjög meðvituð um varðveisluþátt hússins. Húsið er staðsett í gamla bæjarhlutanum á Neðri-Skaga og er við eina af aðalgötum bæjarins og er þar af leiðandi eitt af andlitum bæjarins þegar farið er um Akranes. Byggðasafn Akraness- og nærsveita mælir með umsókn. Nefndin leggur til að styrkurinn verði kr. 400.000,- og framkvæmdum verði lokið innan 18 mánuða.
Styrkirnir miðast aðallega við viðgerðir húsanna að utan.
2. Skólabraut 14, umsögn um áfengisleyfi (000.912.01) Mál nr. BN020066
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Bréf bæjarritara dags. 22. mars sl. varðandi umsögn um umsókn Jóhanns Pálmasonar kt. 090373-4049 um endurnýjun leyfis til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Café Mörk, Skólabraut 14, Akranesi
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd varðandi ofangreinda umsókn þar sem hún er í fullu samræmi við byggingarlög.
3. Akursbraut 9, Endurbygging (000.913.07) Mál nr. BN010120
490996-2499 ÁF-hús ehf, Hæðasmára 6, 201
Umsókn Eggerts Guðmundssonar fyrir hönd ÁF-húsa ehf., um heimild til að breyta áður samþykktum teikningum. Meðfylgjandi er teikning Eggerts Guðmundssonar byggingafræðings, T11 teiknistofunni, Smiðjuvegi 11, Kópavogi. Fjöldi íbúða 8.
Stærðir eftir breytingu: 547,3 m2 - 2.627,3 m3
Gjöld kr.: 40.375,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 26. mars 2004.
4. Ásar golfvöllur, æfingaskýli (001.744.03) Mál nr. BN040030
580169-6869 Golfklúbburinn Leynir, Grímsholti, 300 Akranesi
Umsókn Brynjars Sæmundssonar kt. 190167-4619 fh. Golfklúbbsins Leynis um heimild til þess að reisa æfingaskýli samkvæmt meðfylgjandi teikningum Bjarna Vésteinssonar kt. 250945-4429 byggingarfræðings.
Stærðir: 181,2 m2
Gjöld kr.: 4.141,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 11. mars 2004.
5. Brúarflöt 2, nýbygging (001.856.10) Mál nr. BN990285
500501-2350 Rúmmeter ehf, Bíldshöfða 12, 110 Reykjavík
Umsókn Hermanns Hinrikssonar kt. 11.11.63-5029 fh. Rúmmetra ehf. um heimild til þess að breyta húsinu úr 6 íbúða fjölbýlishúsi í 7 íbúða hús, samkvæmt meðfylgjandi teikningum Kristins Ragnarssonar kt. 120944-2669 arkitekts.
Stærðir: 836,9 m2 - 2.471,3 m3
Gjöld kr.: 67.520,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 31.3.2004.
6. Furugrund 37, breytt útlit (001.953.05) Mál nr. BN040031
270368-4419 Björn Ó Oddsson, Furugrund 37, 300 Akranesi
Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar kt. 090157-2489 tæknifræðings fh. Björns um heimild til þess að breyta gluggum hússins eins og fram kemur á meðfylgjandi uppdráttum Runólfs.
Gjöld kr.: 4.141,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 15. mars 2004.
7. Garðagrund (Garðal.) 61, niðurrif húsa (001.976.03) Mál nr. BN040027
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Umsókn Þorvaldar Vestmann sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs fh. Akraneskaupstaðar um heimild til þess að láta rífa og fjarlægja húseignina.
Gjöld kr. 4.141,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 10. mars 2004.
8. Garðagrund (Garðal.) 62, niðurrif húss (001.976.04) Mál nr. BN040028
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Umsókn Þorvaldar Vestmann sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs fh. Akraneskaupstaðar um heimild til þess að láta rífa og fjarlægja húseignina.
Gjöld kr.: 4.141,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 10. mars 2004.
9. Höfðasel 3, viðbygging (001.321.05) Mál nr. BN040022
550104-3770 Tarfur ehf, Smiðjuvöllum 26, 300 Akranesi
Umsókn Gunnars L. Stefánssonar, um heimild til þess að að byggja við húsið samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Magnúsar H. Ólafssonar kt. 150550-4759 arkitekts.
Stærð viðbyggingar: 96,6 m2 - 669,8 m3
Gjöld kr.: 620.243,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 11. mars 2004.
10. Kirkjubraut 12, niðurrif (000.873.01) Mál nr. BN040023
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Umsókn Þorvaldar Vestmann sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs fh. Akraneskaupstaðar um heimild til þess að láta rífa og fjarlægja húseignina.
Erindinu vísað til umsagnar skipulags- og umhverfisnefndar þann 26.2.04
Ekki eru gerðar athugasemdir við að húsið verði rifið að mati skipulags- og umhverfisnefndar
Gjöld kr.: 4.141,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 10. mars 2004.
11. Krókatún 5, breytt notkun (000.751.06) Mál nr. BN040033
130370-4039 Finnur Guðmundsson, Krókatún 5, 300 Akranesi
Umsókn Pálínu Pálsdóttur fh. Finns um heimild til þess að breyta notkun hússins úr tvíbýlishúsi í einbýlishús samanber meðfylgjandi teikningar.
Gjöld kr.: 4.141,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 22. mars 2004.
12. Stillholt 2, nýtt hús (000.813.01) Mál nr. BN040021
700498-2129 Markvert ehf Markaðstofa, Vesturgötu 41, 300 Akranesi
Umsókn Kristins Ragnarssonar kt. 120944-2669 arkitekts fh. Markvert ehf. um heimild til þess að reisa 6 íbúða fjölbýlishús á lóðinni samkvæmd meðfylgjandi teikningum gerðum af Kristni.
Stærðir: 452,3 m2 - 1.583,8 m3
Frádráttur vegna rifs eldri byggingar: 1.314,0 m3
Gjöld kr.: 647.479,-
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við umsóknina enda rúmist byggingin innan gildandi skipulagsskilmála.
Byggingarnefnd samþykkir umsóknina.
13. Vesturgata 133, viðbygging (000.712.08) Mál nr. BN040026
160259-3889 Hjördís Hjartardóttir, Vesturgata 133, 300 Akranesi
Umsókn Hjördísar um heimild til þess að byggja við húsið sólstofu og setja kvist á þak samkvæmt meðfylgjandi teikningum Hildar Bjarnadóttur kt. 200362-6409 arkitekts.
Stærðaraukning: 6,4 m2 - 20,6 m3
Heildarstærð 208,1 m2 - 522,8 m3
Gjöld kr.: 25.759,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 22. mars 2004.
14. Vesturgata 73, viðbygging (000.732.02) Mál nr. BN040009
020769-4599 Katrín Edda Snjólaugsdóttir, Vesturgata 73, 300 Akranesi
Umsókn Katrínar um heimild til þess að breyta þaki hússins og koma fyrir tveimur kvistum, samkvæmt meðfylgjandi teikningum Snjólaugs Þorkelssonar kt. 230532-3469.
Stærðaraukning 15,2 m3
Gjöld kr: 74.389,-
Erindinu vísað til skipulags- og umhverfisnefndar til umsagnar, þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag á svæðinu.
Erindið var grenndarkynnt samkvæmt 43. gr. skipulags- og byggingarlaga, engar athugasemdir bárust
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingarnar og vísar málinu til afgreiðslu byggingarnefndar.
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 26. mars 2004.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30