Byggingarnefnd (2000-2006)
1297. fundur byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 10. maí 2005 kl. 17:00.
Mættir á fundi: |
Björn Guðmundsson, formaður Ingþór Bergmann Þórhallsson Helgi Ingólfsson Guðmundur Magnússon |
Auk þeirra voru mættir |
Ágústa Hafdís Sigurþórsdóttir ritari, Halldór Jónsson varaslökkviliðsstjóri og |
1. |
Húsverndunarsjóður, 2005 |
|
Mál nr. BN050009 |
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Umsóknir um styrki úr Húsverndunarsjóði frá eftirtöldum aðilum lagðar fram ásamt umsögn forstöðumanns byggðasafns Akraness og nærsveita.
Ragna Halldórsdóttir, Harpa Hannesdóttir, Hinrik Gíslason, Unnur Eygló Bjarnadóttir Guðmundur Már Þórisson, María Edda Sverrisdóttir Einar Engilbert Jóhannesson, Anna Lilja Daníelsdóttir Katrín Edda Snjólaugsdóttir, Jón Guðmundsson
1
Bakkatún 20
Helgi Guðmundsson, Jóhanna Leópoldsdóttir
2
Kirkjubraut 21
Íris Arthursdóttir
3
Mánabraut 9
Hallveig Skúladóttir
4
Melteigur 16b
Jakob Baldursson, Sandra Guðnadóttir
5
Skagabraut 41
Unnur Leifsdóttir
6
Suðurgata 28
Sigurbjörn Björnsson
7
Suðurgata 29
Rannveig Berthelsen; Finnbogi Andersen
8
Vesturgata 19
9
Vesturgata 46
10
Vesturgata 51
Valdimar Ólafsson
11
Vesturgata 66
12
Veturgata 73
Þann 26.04.05 var málið rætt, en nefndin frestaði afgreiðslu málsins til næsta fundar.
Bókun byggingarnefndar:
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að styrkurinn verði veittur eigendum að Bakkatúni 20 og Vesturgötu 51.
Bakkatún 20:
Þinglýstir eigendur eru Helgi Guðmundsson og Jóhanna G. Leópoldsdóttir. Húsið er steinsteypt, kjallari, hæð og ris sem mun byggt 1930. Húsið er staðsett í einu af eldri hverfum Akraness við Lambhúsasund þar sem umhverfi og útlit skipta miklu máli. Á þessu svæði voru fyrstu verslunarhúsin byggð og þar voru fyrstu bryggjunarnar gerðar. Í næsta nágrenni er athafnasvæði skipasmíðastöðvar Þorgeirs & Ellerts og Skagans. Undanfarin ár hefur mikið verið unnið við endurbætur og viðhald á þessu húsi. Sótt er um styrk úr Húsverndunarsjóði Akraneskaupstaðar vegna viðhalds og endurbóta á húsinu að utan. Húsið er ekki staðsett við fjölfarna leið og því ekki mjög áberandi útávið en það stendur í einu af elstu hverfum Akraness þar sem mikið af eldri húsum hafa verið rifinn. Húsið er reisulegt þar sem það stendur og með skemmtilegan arkitektúr og sker sig svolítið úr miðað við önnur hús í nágrenninu. Safnið telur að húsið hafi byggingarsögulegt gildi fyrir Akranes og falli því undir hlutverk sjóðsins.
Nefndin leggur til að styrkurinn verði kr. 600.000,- og framkvæmdum verði lokið innan 30 mánuða
Vesturgata 51 (Vindhæli):
Þinglýstur eigandi Valdimar Ólafsson.
Um er að ræða húseignina Vesturgata 51, sem smíðað var af upphaflega eiganda þess Jóni Sigurðssyni árið 1913 og kallast Vindhæli. Umsækjandi og eigandi er Valdimar Ólafsson. Húsið er timburhús, hæð og ris með steyptum kjallara. Samkvæmt umsókn er sótt um styrk úr sjóðnum varðandi endurbætur á ytra útliti kjallara. Hús þetta er mjög reisulegt og vel uppgert, staðsett í gamla bæjarhlutanum við eina af aðalgötum bæjarins. Nokkur hús í svipuðum byggingarstíl og frá svipuðum tíma eru enn til staðar hér í bæ. Húsagerð þessi hefur verið mjög áberandi á vel flestum stöðum hér á landi og er ekki að undra þar eð þau eru mjög rúmgóð, ágætlega vel skipulögð og ekki síst tignarleg. Safnið mælir með umsókn.
Nefndin leggur til að styrkurinn verði kr. 400.000,- og framkvæmdum verði lokið innan 30 mánuða.
2. |
Jaðarsbraut 5, staðfærðir uppdrættir |
(000.852.20) |
Mál nr. BN050049 |
300955-5259 Jón Óskar Ásmundsson, Jaðarsbraut 5, 300 Akranesi
Erindi Lárusar Ársælssonar kt. 200862-5119 verkfræðings fh. Jóns Óskarssonar vegna gerð reyndaruppdrátta af húsinu þar sem stuðst er við eldri fyrirliggjandi uppdrætti og nýja gerðum af Lárusi.
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 4. maí 2005.
3. |
Laugarbraut 21, reyndarteikning |
(000.863.05) |
Mál nr. BN050043 |
200358-3929 Óskar Kristinsson, Akurgerði 9, 300 Akranesi
Erindi Lárusar Ársælssonar kt. 200862-5119 verkfræðings fh. Óskars vegna gerð reyndaruppdrátta af húsinu og breyttum eignamörkum, þar sem stuðst er við eldri fyrirliggjandi uppdrætti og nýja gerðum af Lárusi.
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 4. maí 2005.
4. |
Hagaflöt 7, nýtt 20 íbúða fjölbýlishús |
(001.858.03) |
Mál nr. BN050042 |
500602-3170 Stafna á milli ehf, Maríubaug 5, 113 Reykjavík
Umsókn Vignis Björnssonar kt. 150269-4749 fh. Stafna á milli ehf. um heimild til þess að reisa 20 íbúða fjölbýlishús á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Páls Gunnlaugssonar kt. 210552-2199 arkitekts.
Stærð húss: 1.787,0 m2 - 5.191,4 m3
Gjöld kr: 5.831.591,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 3. maí 2005.
Bent er á skýrslu AV. hf. frá 1990 hvað varðar grundun hússins.
5. |
Holtsflöt 9, nýtt 20 íbúða fjölbýlishús |
(001.858.04) |
Mál nr. BN050044 |
500602-3170 Stafna á milli ehf, Maríubaug 5, 113 Reykjavík
Umsókn Vignis Björnssonar kt. 150269-4749 fh. Stafna á milli ehf. um heimild til þess að reisa 20 íbúða fjölbýlishús á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Páls Gunnlaugssonar kt. 210552-2199 arkitekts.
Stærð húss: 1.787,0 m2 - 5.191,4 m3
Gjöld kr: 5.831.591,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 3. maí 2005.
Bent er á skýrslu AV. hf. frá 1990 hvað varðar grundun hússins.
6. |
Hólmaflöt 9, nýtt einbýlishús með bílgeymslu |
(001.846.04) |
Mál nr. BN050038 |
601101-3350 B.R. Hús ehf, Ásvallagötu 79, 101 Reykjavík
Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar kt. 090157-2489 tæknifræðings fh. B.R. Húss ehf. um heimild til þess að reisa einbýlishús með bílgeymslu samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Runólfs.
Stærð húss: 163,6 m2 - 563,2 m3
Stærð bílgeymslu: 35,5 m2 - 109,4 m3
Gjöld kr.:1.975.129,-
Samþykkt af byggingarfulltrúa þann 4. maí 2005
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30