Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1237. fundur 20. febrúar 2001 kl. 17:00 - 18:40

1237. fundur byggingarnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 20. febrúar 2001 kl. 17:00.
 
Mættir á fundi: Þráinn Ólafsson formaður,
 Davíð Kristjánsson,
 Helgi Ingólfsson,
 Guðlaugur I. Maríasson.
Auk þeirra Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi, Jóhannes K. Engilbertsson slökkviliðsstjóri og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.
 
Fyrir tekið:
1. Afgreiðslur byggingar- og skipulagsfulltrúa.
Erindi nr. 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 og 9 eru staðfest af byggingarnefnd.
 
2. Ásar golfvöllur.
580169-6869 Golfklúbburinn Leynir, Grímsholti,  300 Akranesi.
Umsókn Lárusar Ársælssonar verkfræðings fyrir hönd Golfklúbbsins, um heimild til að reisa skrifstofuhús úr timbri, samkvæmt meðfylgjandi teikningu Lárusar Verkfræðiþjónusu Akraness, Kirkjubraut 56, Akranesi.
Stærðir: 34,7 m2 115,8 m3
Gjöld kr.   191.049,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa.
 
3. Bakkatún 14.
170478-4289  Guðmundur Sveinsson  Suðurgötu 113,  300 Akranesi.
Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar um að samþykkja staðfærða teikningu vegna eignaskiptasamnings, sem gerð var af Gísla S. Sigurðssyni, Hjarðarholti 5, Akranesi.
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa.
 
4. Garðagrund 23 Steinstaðir.
010137-2339  Ármann Gunnarsson,  Garðagr. Steinsstaðir,  300 Akranesi.
Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Ármanns um heimild til að reisa bílgeymslu á ofangreindri lóð, samkvæmt teikningu Gísla S. Sigurðssonar Hjarðarholti 5, Akranesi.
Stærðir: 51,0 m2 173,9 m3
Gjöld kr.    208.012,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa.
 
5. Höfðabraut 12.
111159-2469  Alexander Pavlovich Ermolinskij,  Höfðabraut 12,  300 Akranesi.
Umsókn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Alexanders um heimild til að klæða útveggi þ.e. götuhlið og vesturgafl með litaðri stálklæðningu og loka glugga á 3. hæð á vesturgafli samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Gjöld kr.  2.900,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa.
 
6. Höfðasel 1.
420597-2159  Sandblástur Sigurjóns ehf.  Furugrund 39,  300 Akranesi.
Umsókn Sæmundar Víglundssonar fyrir hönd Sandblásturs Sigurjóns um heimild til að reisa stálgrindarhús undir sandblástursklefa og búnað honum tengdum, samkvæmt teikningum Sveins Jónssonar verkfræðings, Hönnun Síðumúla 1, Reykjavík.
Gjöld kr.   785.874,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa.
 
7. Laugarbraut 6.
410169-4449  Akraneskaupstaður  Stillholti 16-18, 300 Akranesi.
Umsókn Bjarna Vésteinssonar bygginarfræðings fyrir hönd Akraneskaupstaðar um heimild til að breyta ofangreindu húsnæði, breytingin fellst í að gólf í bílgeymslu er lækkað, akstursdyri eru stækkaðar, framhlið er klædd og aðalinngangur er færður á norðurhlið hússins.
Rúmmálsaukning:       122,3 m3
Gjöld kr.    200.598,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa.
 
8. Vesturgata 72b.
051033-3619  Þórður Þórðarson  Esjubraut 16,  300 Akranesi.
Umsókn Þórðar um að breyta ofangreindri eign úr iðnaðarhúsnæði í bílskúr.
Gjöld kr.    2.900,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa.
 
9. Ásabraut 13.
070165-2959 Alexander Eiríksson  Jörundarholti 129,  300 Akranesi.
Umsókn Alfreðs Þ. Alfreðssonar fyrir hönd Alexanders um heimild til að reisa einbýlishús á ofangreindri lóð samkvæmt teikningu Gunnlaugs Ó. Johnson arkitekts, Tryggvagötu 16, 101 Reykjavík.
Stærðir húss: 169,0 m2 600,0 m3
Stærðir bílskúrs:   31,4 m2 114,6 m3
Gjöld kr.   1.450.913,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa.
 
10. Smiðjuvellir 14.
050751-4819  Guðbjörn Oddur Bjarnason  Sunnubraut 10,  300 Akranesi.
Kynning Guðbjörns Odds á fyrirhuguðu einbýlishúsi á ofangreindri lóð, samkvæmt teikningu Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts, Markstofunni, Merkigerði 18, Akranesi.
Nefndin lítur jákvætt á erindið og telur að reisa megi húsvarðaríbúð í tengslum við starfssemina.
 
11. Húsverndunarsjóður.
Reglur fyrir Húsverndunarsjóður Akraneskaupstaðar.
Formanni byggingarnefndar og byggingar- og skipulagsfulltrúa falið að ganga frá auglýsingu.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:40.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00