Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1241. fundur 26. júní 2001 kl. 17:00 - 19:10
1241. fundur byggingarnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 26. júní 2001 kl. 17:00.
 
Mættir á fundi: Þráinn Ólafsson formaður,
 Guðlaugur Maríasson,
 Ólafur R. Guðjónsson.
Auk þeirra slökkviliðsstjóri Jóhannes K. Engilbertsson, byggingar- og skipulagsfulltrúi Magnús Þórðarson og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.
 
1. Afgreiðslur byggingar- og skipulagsfulltrúa.
1.1. Krókatún 11, Skúr.   (000.751.03) Mál nr. BN010053
181078-4489 Oddný Hávarðardóttir, Krókatún 11, 300 Akranesi
Umsókn Oddnýjar Á Hávarðardóttir og Jóhönnu Gísladóttur um heimild til að reisa geymsluskúr úr timbri á ofangreindri lóð samkvæmt meðfylgjandi rissi.  Álit granna nr. 10 við Deildartún og nr. 13 við Krókatún  fylgir með.
Gjöld kr.  2.900,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 18. júní 2001.
 
1.2. Leynisbraut 29,   (001.933.26) Mál nr. BN010048
270735-4449 Rafn Hjartarson, Leynisbraut 29, 300 Akranesi
Umsókn Rafnars um heimild til að reisa geymsluhús fyrir garðáhöld á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi rissi.  Samþykki eiganda á nr. 27 við Leynisbraut fylgir með.
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 8. júní 2001.
 
1.3. Skagabraut 8, Girðing.   (000.842.04) Mál nr. BN010047
020168-3589 Unnur Sólveig Jónsdóttir, Skagabraut 8, 300 Akranesi
Umsókn Unnar um heimild til að setja  2 metra háa girðingu í framhaldi af girðingu á Sunnubraut 21 sem snýr að  Skagabraut.  Girðngin verður í samræmi við girðingu Sunnubrautar.
Gjöld kr.  2.900,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 22. maí 2001.
 
1.4. Grenigrund 16, Breytt þak á bílskúr.   (001.953.29) Mál nr. BN010064
300464-7349 Vilhelm Jónsson, Grenigrund 16, 300 Akranesi
Umsókn Njarðar Tryggvasonar fyrir hönd Vilhelms um heimild til að breyta þaki á bílgeymslu samkvæmt meðfylgjandi teikningu Njarðar Tryggvasonar verkfræðings, Almennu verkfræði- og teiknistofunni, Suðurgötu 57, Akranesi.
Rúmmálsaukning:   10,0 m3
Gjöld kr.  13.978,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 18. júní 2001.
 
Liðir 1.1, 1.2., 1.3. og 1.4. hafa verið samþykktir af byggingar- og skipulagsfulltrúa samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 með síðari breytingum.
Byggingarnefnd staðfestir afgreiðslur byggingar- og skipulagsfulltrúa
.
 
2. Espigrund 1, Viðbygging.   (001.814.01) Mál nr. BN010058
410169-4449 Akraneskaupstaður, Stillholti 16-18, 300 Akranesi
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar fyrir hönd Akraneskaupstaðar um heimild til að reisa viðbyggingu við Grundaskóla samkvæmt teikningu Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts, Markstofunni, Merkigerði 18, Akranesi.
Stærðir:      973,8 m2 2889,9 m3
Gjöld kr.   208.228,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindi þar sem það er í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög.
 
3. Merkigerði 6, Hurð.   (000.861.03) Mál nr. BN010061
170834-3649 Ólafur Agnar Ellertsson, Merkigerði 6, 300 Akranesi
Umsókn Njarðar Tryggvasonar fyrir hönd Ólafs Agnars Ellertssonar um heimild til að setja hurð út í garð frá svefnherbergi, samkvæmt meðfylgjandi teikningu Njarðar Tryggvasonar verkfræðings.
Gjöld kr.   2.900,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindi þar sem það er í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög.
 
4. Garðabraut 43, Sólpallur, breyting á gluggum. (00.067.517) Mál nr. BN010060
230353-5819 Júlíus Magnús Ólafsson, Garðabraut 43, 300 Akranesi
Umsókn Runólfs Sigurðssonar fyrir hönd Júlíusar Magnúsar Ólafssonar  um heimild til að breyta póstum í núverandi gluggum og fækka stofugluggum um einn.  Settir verða plastgluggar í föls á núverandi gluggum og notast við svokallaða "gluggi í glugga" aðferð.  Samhliða þessu er sótt um að byggja sólpall samkvæmt meðfylgjandi rissi.  Hæðir grindverks á pallinum eru settar inn á teikninguna.  Meðfylgjandi eru undirskriftir þeirra eigenda sem eru í raðhúsunum fyrir breytingunum á gluggunum.
Gjöld kr.    2.900,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindi þar sem það er í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög.
 
5. Heiðargerði 12, Stigi og verönd.   (000.865.13) Mál nr. BN010063
090476-5489 Þórarinn Ægir Jónsson, Esjubraut 9, 300 Akranesi.
Umsókn Þórarins Æ. Jónssonar og Bjargar Bjarnadóttur um heimild til að reisa pall úr timbri og fjarlægja steyptar tröppur og gera aðrar úr timbri, samkvæmt meðfylgjandi rissi.  Meðfylgjandi er samþykki meðeiganda nr. 14 við Heiðargerði og granna nr. 11 og 10 við Heiðargerði.
Gjöld kr.    2.900,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindi þar sem það er í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög.
 
6. Skarðsbraut 13-15, Breyting.   (000.651.03) Mál nr. BN010057
581185-3759 Skarðsbraut 13-15, húsfélag., 300 Akranesi.
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar fyrir hönd Húsfélagsins að Skarðsbraut 13-15 um heimild til að setja nýtt þak á anddyri, klæðningu utanhúss og breyta gluggum á stigahúsi.
Rúmmálsaukning:    17,6 m3
Frestað.
 
7. Smiðjuvellir 2, Breyting.   (000.544.02) Mál nr. BN010040
191245-2109 Birgir Karlsson, Jaðarsbraut 31, 300 Akranesi.
Umsókn Birgis um að breyta áður samþykktum teikningum í ofangreindu húsi í  tvö rými í stað þriggja samkvæmt teikningu Gísla S. Sigurðssonar, Hjarðarholti 5, Akranesi.
Gjöld kr. 2.900,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindi þar sem það er í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög.
 
8. Suðurgata 32, Breytt notkun húsnæðis.   (000.913.09) Mál nr. BN010059
570297-2609 Norðurál h.f., Grundartanga, 301 Akranes
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar fyrir hönd Norðuráls um heimild til að breyta verslunarhúsnæði í íbúð þannig að allt húsið verði íbúðarhúsnæði, samkvæmt teikningu Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts, Markstofunni, Merkigerði 18, Akranesi.
Frestað.
 
9. Vesturgata 26, Teikn. v. eignaskiptasamnings. (000.933.01) Mál nr. BN010062
710169-1529 Landsbanki Íslands Akranesi, Suðurgötu 57, 300 Akranesi.
Staðfærðar teikningar vegna eignaskiptasamnings gerðar af Gísla S. Sigurðssyni Hjarðarholti 5, Akranesi  fyrir hönd Landsbanka Íslands Akranesi.
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindi þar sem það er í fullu samræmi við skipulags- og byggingarlög.
 
10. Vogabraut 5, Viðbygging og endurbætur   (000.564.02) Mál nr. BN010054
681178-0239 Fjölbrautaskóli Vesturlands, Vogabraut 5, 300 Akranesi.
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar fyrir hönd Fjölbrautaskóla vesturlands um heimild til að reisa viðbyggingu við bókasafn og til endurbóta á hluta af eldri byggingu, samkvæmt teikningu Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts, Markstofunni, Merkigerði 18 Akranesi.
Stærðir: 168,9 m2 642,9 m3
Erindinu vísað til skipulagsnefndar, þar sem byggingin er fyrir utan byggingarreit samkvæmt deiliskipulagi.
 
11. Háteigur 11,   (000.931.09) Mál nr. BN010051
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs þar sem óskað er eftir umsögn húsafriðunarnefndar varðandi varðveislugildi Stúkuhússins.
Byggingarnefnd leggur til að fengið verði álit hjá minjaverði Vesturlands og forstöðumanni Byggðasafns Akraness og nærsveita.
 
12. Kirkjubraut 15, Áfengisleyfi.   (000.862.10) Mál nr. BN010049
120754-5059 Anna Kjartansdóttir, Vesturgötu 65, 300 Akranesi
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs dags. 8. júní 2001 varðandi umsögn byggingarnefndar um endurnýjun eldra leyfis til almennra áfengisveitinga til eins árs á veitingastaðnum Café 15, Kirkjubraut 15.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd varðandi ofangreint erindi þar sem það er í fullu samræmi við byggingar- og skipulagslög.
 
13. Skólabraut 14, Áfengisleyfi.   (000.912.01) Mál nr. BN010055
260646-3629 Marý Sigurjónsdóttir, Bárugötu 19 , 300 Akranesi
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs dags. 16. maí 2001 varðandi umsögn byggingarnefndar um endurnýjun eldra leyfis til almennra áfengisveitinga til eins árs á veitingastaðnum Hróa Hetti, Skólabraut 14.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd varðandi ofangreint erindi þar sem það er í fullu samræmi við byggingar- og skipulagslög.
 
14. Úthlutun byggingarlóða, Reglur.    Mál nr. BN010050
Bréf bæjarritara fyrir hönd bæjarráðs dags. 7. júní 2001, þar sem óskað er eftir áliti byggingarnefndar á  drögum um vinnureglur bæjarráðs við úthhlutun byggingalóða á Akranesi.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd varðandi ofangreindar reglur.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:10.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00