Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1244. fundur 18. september 2001 kl. 17:00 - 17:45

1244. byggingarnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn18. september 2001 kl. 17:00.

Mættir á fundi: Þráinn Ólafsson formaður,
 Helgi Ingólfsson,
 Guðlaugur I. Maríasson.
Auk þeirra Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1.1. Steinsstaðaflöt 13, nýtt einbýlishús.    Mál nr. BN010096
061170-5889 Halldór Geir Þorgeirsson, Bjarkargrund 39, 300 Akranesi
Umsókn Halldórs um heimild til að reisa einbýlishús á ofangreindri lóð samkvæmt teikningu Ásmundar Jóhannssonar byggingarfræðings Arko sf., Langholtsvegi 109, Reykjavík.
Stærð húss: 156,1 m2 531,3 m3
Stærð bílskúrs:   33,9 m2 148,2 m3
Gjöld kr.   1.399.967,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 21. ágúst 2001.

Liður 1.1. hefur verið samþykktur af byggingar- og skipulagsfulltrúa samkvæmt skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997 með síðari breytingum.

2. Meistararéttindi, pípulagningameistari.    Mál nr. BN010099
190445-4379 Finnur Guðmundsson, Dalseli 6, 109 Reykjavík
Umsókn Finns um heimild til að sjá um og  bera ábyrgð á byggingarframkvæmdum sem pípulagningarmeistari innan lögsagnarumdæmis  Akraness.
Meðfylgjandi.: Sveinsbréf dags.: 19. apríl 1945
 Meistarabréf dags.   7. júlí 1979
Bréf frá byggingarfulltrúanum í Reykjavík, á Seltjarnarnesi og í Mosfellsbæ, um viðurkenningu á meistararéttindum hjá ofangreindum sveitafélögum.
Gjöld kr. 2.900-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.

3. Jaðarsbraut 25, bréf   (000.681.02) Mál nr. BN010097
150550-4759 Magnús H Ólafsson, Merkigerði 18, 300 Akranesi
Bréf Magnúsar H. Ólafssonar dags. 23. ágúst 2001, varðandi byggingarnefnd.
Málin rædd.

4. Jörundarholt 127, breyting. (001.963.24) Mál nr. BN010101
260844-2539 Valdís Guðnadóttir, Jörundarholt 127, 300 Akranesi
Fyrirspurn Valdísar um álit nefndarinnar á að setja hurð úr stofu út í bílskúr samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Synjað.

5. Jörundarholt 17, verkfærageymsla.   (001.961.07) Mál nr. BN010100
241055-4349 Smári H. Kristjánsson, Jörundarholti 17, 300 Akranesi
Umsókn Smára um heimild til að reisa geymsluhús í garðinum, samkvæmt meðfylgjandi rissi.  Samþykki eigenda á Jörundarholti 15 fylgir með.
Stærðir.:  10,0 m2  23,7 m3
Gjöld kr.     2.900,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.

6. Kirkjubraut 23,  (000.862.05) Mál nr. SN010021
020758-7169 Margrét A Frímannsdóttir , Kirkjubraut 23, 300 Akranesi
Bréf Margrétar Frímannsdóttur og Bergs Garðarssonar dags. 18. maí 2001, sem tekið var fyrir skipulagsnefnd þann 17. júlí sl., sótt var um glugga á austurhlið hússins og vísar skipulagsnefnd því erindi til byggingarnefndar.
Byggingarnefnd lítur jákvætt á erindið, en bendir á að senda inn teikningar af breytingunni.

7. Merkigerði 9.   (000.833.02) Mál nr. BN010098
580269-1929 Sjúkrahús Akraness, Merkigerði 9, 300 Akranesi
Umsókn Halldórs Hallgrímssonar fyrir hönd Sjúkarahússins um heimild til að koma fyrir álklæddum læstum skáp fyrir fljótandi súrefni, samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.

8. Þjóðbraut 14,  (001.855.09) Mál nr. SN010041
500269-4649 Olíufélagið HF, Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík
Fyrirspurn Kristjáns Ásgeirssonar fyrir hönd Olíufélagsins um álit nefndarinnar á byggingu á ofangreindri lóð, samkvæmt teikningu Kristjáns Ásgeirssonar arkitekts, Alark arkitektar sf., Hamraborg 7, Kópavogi.
Frestað.

9. Garðagrund / Garðar, nýtt hús.   (001.975.03) Mál nr. BN000011
530959-0159 Byggðasafn Akraness og nærsv., Görðum, 300 Akranesi
Leiðréttar teikningar af safnahúsinu og brunatæknileg hönnun, samkvæmt teikningum Jóhannesar Ingibjartssonar byggingarfræðings, Almennu verkfræði- og teiknistounni ehf., Suðurgötu 57, Akranesi.  Meðfylgjandi er stimplaðar teikningar og bréf Brunamálastofnunar.
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.

10. Úthlutunarmál.,    Mál nr. BN010090
Úthlutunarreglur vegna viðhalds gamalla húsa.
Drög af úthlutunarreglur lagðar fram og ræddar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00