Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1246. fundur 02. október 2001 kl. 17:00 - 18:00

1246. fundur byggingarnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs
Dalbraut 8, þriðjudaginn 2. október 2001 kl. 17:00.
Mættir á fundi: Þráinn Ólafsson formaður,
 Gunnar Ólafsson,
 Helgi Ingólfsson,
 Guðlaugur I. Maríasson
 Ólafur R. Guðjónsson varamaður.
Auk þeirra Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Úthlutunarmál.,    Mál nr. BN010090
Úthlutun styrkja úr húsverndunarsjóði.
Umræður.

2. Garðagrund / Garðar, áfengisleyfi.   (001.975.03) Mál nr. BN010107
Bréf bæjarritara varðandi endurnýjun á áfengisleyfi vegna veitingareksturs í félagsheimili golfklúbbsins.
Samþykkt, enda verði reglum um flóttaleiðir fullnægt þar sem húsið er samkomuhús.

3. Húsfriðunarmál.  Mál nr. BN010108
Umræður um húsfriðunarmál.
Byggingarnefnd telur ekki ástæðu til að útnefningar á þessu ári.

4. Esjubraut 13, breyting. (000.522.05) Mál nr. BN010109
160356-2789 Gylfi Reynir Guðmundsson, Vesturgata 147, 300 Akranesi
Umsókn um að breyta opnanlegum gluggum og gluggapóstum samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Gjöld kr. 2.900,-
Samþykkt, enda verði skilað inn teikningu af breyttu útliti.

5. Ægisbraut 17. (000.552.11) Mál nr. BN010110
Bréf byggingarnefndar til úrskurðarnefndar skipulag- og byggingarmála.
Lagt fram

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00