Byggingarnefnd (2000-2006)
1251. byggingarnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 4. desember 2001 kl. 17:00.
Mættir á fundi: Þráinn Ólafsson, formaður,
Gunnar Ólafsson,
Guðlaugur I. Maríasson,
Helgi Ingólfsson.
Auk þeirra Jóhannes Karl Engilbertsson, slökkviliðsstjóri og Magnús Þórðarson, byggingar- og skipulagsfulltrúi. Fundargerð ritaði Sigrún A. Ámundadóttir.
1. Vesturgata 93, (000.731.01) Mál nr. BN010123
160650-7969 Jóna Ágústa Adolfsdóttir, Vesturgata 93, 300 Akranesi
Áður frestaðri umsókn Jónu um heimild til að vera með kleinugerð í kjallaranum á Vesturgötu 93.
Byggingarnefnd getur fallist á erindið, enda verði sett EICS 30 hurð á steyptan millivegg og fyllt verði upp í göt í veggjum og lofti.
2. Stillholt 23. (000.593.04) Mál nr. BN010124
Varðandi málefni Hjörleifs Jónssonar byggingarstjóra Stillholti 23 .
Með bókun byggingarnefndar þann 20. nóvember var Hjörleifi Jónssyni veitt áminning sem byggingarstjóra Stillholts 23, Akranesi, fyrir brot á ákvæðum byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Jafnframt var honum veittur frestur til 26. nóvember til að skila inn fullnægjandi gögnum. Á byggingarnefndarfundi þann 27. nóvember var fresturinn framlengdur til 4. desember og ítrekað hvaða gögnum ætti að skila til byggingarfulltrúa. Hjörleifur hefur ekki orðið við fyrirmælum byggingarnefndar og hefur ekki skilað inn þeim gögnum sem honum ber sem byggingarstjóra.
Af framangreindum ástæðum telur byggingarnefnd óhjákvæmilegt annað en að leggja til að Hjörleifur Jónsson verði tekinn af verkinu sem byggingarstjóri, sbr. gr. 212.2 í byggingarreglugerð, og að hann verði sviptur viðurkenningu sem byggingarstjóri í lögsagnarumdæmi nefndarinnar, sbr. gr. 212.1 í byggingarreglugerð.
3. Steinsstaðaflöt 7, nýtt hús. Mál nr. BN010129
090673-3359 Hafþór Magnússon, Jaðarsbraut 7, 300 Akranesi.
Umsókn Sigurjóns Skúlasonar fyrir hönd Hafþórs um heimild til að reisa einbýlishús á ofangreindri lóð, samkvæmt teikningu Arnars Þórs Halldórssonar arkitekts, Mávahlíð 35, Reykjavík.
Stærðir húss: 137,2 m2
Stærðir bílskúrs: 40,0 m2
Gjöld kr. 1.263.081,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.
4. Steinsstaðaflöt 4, nýtt hús. Mál nr. BN010130
160853-4179 Sigurjón Skúlason, Ásabraut 11, 300 Akranesi
Umsókn Sigurjóns Skúlasonar um heimild til að reisa einbýlishús á ofangreindri lóð, samkvæmt teikningu Arnars Þórs Halldórssonar arkitekts, Mávahlíð 35, Reykjavík.
Stærðir húss: 127,1 m2
Stærðir bílskúrs: 34,7 m2
Gjöld kr. 1.208.109,-
Byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindið.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:00