Fara í efni  

Byggingarnefnd (2000-2006)

1252. fundur 11. desember 2001 kl. 17:00 - 18:45

1252. byggingarnefndar Akraness var haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 11. desember 2001 kl. 17:00.

Mættir á fundi: Þráinn Ólafsson formaður,
 Helgi Ingólfsson,
 Gunnar Ólafsson,
 Benedikt Jónsson.
Auk þeirra Magnús Þórðarson byggingar- og skipulagsfulltrúi og Hafdís Sigurþórsdóttir sem ritaði fundargerð.

1. Stillholt 23. (000.593.04) Mál nr. BN010124
Bréf bæjarstjóra fyrir hönd bæjarráðs varðandi málefni Hjörleifs Jónssonar byggingarstjóra Stillholti 23.
Samantekt byggingar- og skipulagsfulltrúa dags. 11. des. sl. varðandi byggingarstjóra að Stillholti 23, lögð fram og samþykkt af nefndinni.
Bréf Lögfræðiskrifstofu Tryggva Agnarssonar hdl. dags. 5. des. sl, lagt fram.

2. Húsaverndunarsjóður.  Mál nr. BN010090
Tölvupóstur Gísla Gíslasonar dags. 7. desember 2001 varðandi úthlutun húsastyrks.
Samkvæmt "Reglum fyrir húsverndunarsjóð Akraneskaupstaðar" sem staðfestar voru af bæjarstjórn þ. 12. desember á s.l. ári og byggingarnefnd hefur unnið eftir við úthlutun umræddra styrkja segir í 5. grein:  "Styrkurinn verður ekki greiddur fyrr en framkvæmdum er að fullu lokið".
Svo virðist sem þetta ákvæði í reglunum hafi farið fram hjá styrkþegum þrátt fyrir að nokkuð skýrt orðalag.  Þetta ákvæði reglnanna getur hins vegar sannarlega orðið til þess að draga úr þeirri hvatningu til húseigenda sem styrkurinn átti að skapa þegar svo hagar til að þær endurbætur sem sótt er um styrk til eru mjög tímafrekar. Því telur byggingarnefnd nauðsynlegt í ljósi reynslunnar að inn í úthlutunarreglur komi ákvæði sem heimili greiðslu styrksins fyrr en núgildandi ákvæði segja fyrir um. Jafnframt samþykkir byggingarnefnd að víkja þessu ákvæði til hliðar nú við þessa úthlutun og leggur til að styrkþegar verði boðaðir á fund bæjarráðs við fyrstu hentugleika  þar sem styrkurinn verði formlega afhentur.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:45.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00