Byggingarnefnd (2000-2006)
1263. fundur byggingarnefndar Akraness haldinn í fundarsal tækni- og umhverfissviðs Dalbraut 8, þriðjudaginn 21. maí 2002 kl. 17:00.
Mættir á fundi: Þráinn Ólafsson
Guðlaugur Maríasson
Helgi Ingólfsson
Auk þeirra: Jóhannes K. Engilbertsson slökkviliðsstjóri og Skúli Lýðsson byggingar- og skipulagsfulltrúi sem einnig ritaði fundargerð.
1. Afgreiðslur byggingar- og skipulagsfulltrúa.
1.1 Sunnubraut 8, viðbygging bílgeymslu (00.087.213) Mál nr. SN020027
130145-3619 Grétar Guðni Guðnason, Sunnubraut 8, 300 Akranesi
Umsókn Bjarna Vésteinssonar fh. Grétars um heimild til þess að byggja við bílgeymslu á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá Bjarna Vésteinssyni Hönnun.
Erindi byggingarnefndar dags. 16. apríl 2002 sent skipulagsnefnd til umsagnar.
Skipulagsnefnd lítur svo á með hliðsjón af deiliskipulagsskilmálum Akratorgsreits, að þetta aukna byggingarmagn sé innan ramma skipulagsins.
Stærðir: 26,7 m2-118,9m3
Gjöld kr.: 165.509,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 16.5.02
1.2 Garðabraut 6, viðbygging- sólstofa Mál nr. BN020055
070656-7369 Björn Guðmundsson, Garðabraut 6, 300 Akranesi
Umsókn Magnúsar H. Ólafssonar fh. Björns um heimild til þess að byggja sólstofu við húsið samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Magnúsar H. Ólfassonar arkitekts Merkigerði 16.
Stærðir: 14,6 m2 - 39,5 m3
Gjöld kr.: 31.382,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 16.5.02
1.3 Kalmansvellir 2, viðbygging (00.054.310) Mál nr. BN020046
470100-3030 Björgunarfélag Akraness, Akursbraut 13, 300 Akranesi
Umsókn Björns fyrir hönd Björgunarfélagsins um heimild til þess að byggja við húsið samkvæmt meðfylgjandi teikningum Jóhannesar Ingibjartssonar, Almennu Verkfræðistofunni hf.
Stærðir: 140,8 m2 - 627,3 m3
Gjöld kr.: 1.306.311,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 16.05.02
1.4 Steinsstaðaflöt 23, nýbygging Mál nr. BN020043
220976-3789 Eyjólfur Matthíasson, Hrafnabjörgum 1, 301 Akranes
Umsókn Eyjólfs, um heimild til þess að reisa einbýlishús á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum Ásmundar Jóhannssonar byggingarfræðins hjá teiknistofunni ARKÓ
Stærðir húss 148,8 m2 - 627,3 m3
Stærð bílg. 45,5 m2 - 194,3 m3
Gjöld kr.: 1.759.924,-
Samþykkt af byggingar- og skipulagsfulltrúa 16.5.02
Liðir 1.1, 1.2, 1.3, 1.4, hafa verið samþykktir af byggingar- og skipulagsfulltrúa samkvæmt samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúans á Akranesi nr. 842/2000.
Byggingarnefnd staðfestir afgreiðslur byggingar- og skipulagsfulltrúa og leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki erindin.
2. Garðabraut 2, fyrirspurn (00.068.101) Mál nr. BN020048
501199-3039 Ægisbraut 9 ehf. , Jaðarsbraut 25, 300 Akranesi
Erindi vísað frá Skipulagsnefnd, 109. fundi dags. 13. maí 2002.
Erindi byggingarnefndar varðandi fyrirspurn Runólfs Þ. Sigurðssonar fyrir hönd Ægisbrautar 9 ehf., um hvort heimilt verði að setja gönguhurð á suðurhlið hússins samkvæmt meðfylgjandi rissi.
Afgreiðsla: Skipulagsnefnd getur ekki fallist á framkomna tillögu.
Byggingarnefnd tekur undir álit skipulagsnefndar og hafnar framkominni tillögu.
3. Akursbraut 9, viðbygging. (00.091.307) Mál nr. BN010120
580995-2179 Akursbraut ehf., Fífurima 24, 112 Reykjavík
Umsókn Eggert Guðmundssonar fyrir hönd Akursbrautar ehf., um heimild til að breyta áður samþykktum teikningum og byggja eina hæð og fjögurra hæða viðbyggingu fyrir geymslur og lyftu. Meðfylgjandi er teikning Eggerts Guðmundssonar byggingafræðings, T11 teiknistofunni, Smiðjuvegi 11, Kópavogi.
Meðfylgjandi: Yfirlýsing dags. 28.11.2001. Eigendur Akursbrautar 11a Akranesi (Hvar sem er sf.) og kaupendur (Akursbrautar ehf.) eru samþykkir samnýtingu lóðar Akursbrautar 9 og Akursbrautar 11a, samkvæmt kröfu og skilmálum Akraneskaupstaðar. Undirritað: Haukur Þórisson, Rúdólf B. Jósefsson, Axel Axelsson og Valur Gíslason og fh. Akursbrautar ehf Eggert Guðmundsson.
Stærðir fyrir breytingu: 675,0 m2 - 2667,0 m3
Stærðir eftir breytingu: 3676,0 -
Samþykkt m3.: 3387,0 -
Mismunur: 289,0 -
Gjöld kr. 242.606,-
Byggingarnefnd samþykkir breyttar teikningar af húsinu þar sem það er lækkað um eina hæð, og leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:40