Fara í efni  

Fasteignafélag Akraneskaupstaðar slf. og ehf.

22. fundur 18. maí 2010 kl. 19:30 - 20:00

22. fundur Fasteignafélags Akraneskaupstaðar, haldinn  í fundarherbergi 1, Stillholti 16-18, þriðjudaginn 18. maí 2010 og hófst hann kl. 19:30.

_____________________________________________________________ 

Fundinn sátu:

Þórður Þ. Þórðarson, varaformaður

Sveinn Kristinsson, aðalmaður

Jón Pálmi Pálsson, framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu

Haraldur Friðriksson, varamaður

Fundargerð ritaði:  Jón Pálmi Pálsson, framkvæmdastjóri Framkvæmdastofu.

_____________________________________________________________ 

Fyrir tekið:

 

1.

1005033 - Ársreikningar 2009

Ársreikningur Fasteignafélaga Akraneskaupstaðar flf og ehf fyrir árið 2009 liggja fyrir til umfjöllunar og afgreiðslu.Helstu stærðir í reikningum Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf eru eftirfarandi:Rekstrartekjur 88,8 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða 59,5 m.kr. Fjármagnsliðir 230,1 m.kr. Tap ársins var 200,9 m.kr. Fastafjármunir 1.384,1 m.kr. Langtímaskuldir 1.500,0 m.kr. Skammtímaskuldir 376,1 m.kr. Neikvætt eigið fé 491,9 m.kr.Helstu stærðir í rekstri Fasteignafélags Akraneskaupstaðar ehf. eru eftirfarandi:Hagnaður 0,43 m.kr. Veltufjármunir 0,46 m.kr. Eigið fé 0,45 m.kr.

Endurskoðandi Jóhann Þórðarson kom á fundinn og gerði grein fyrir ársreikningi.  Ársreikningurinn samþykktur og undirritaður.

 

2.

1003189 - Langisandur ehf.- hótelbygging

Bæjarstjórn Akraness samþykkti fyrir sitt leiti á fundi sínum þann 11. maí 2010 samning við Langasand ehf sem undirritaður var 4. maí 2010 um kaup Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf á hluta í byggingu hótels. Bæjarstjórn samþykkti að vísa samningnum til formlegrar merðferðar stjórnar Fasteignafélags Akraneskaupstaðar slf og samþykkti jafnframt breytingu á fjárhagsáætlun félagsins í samræmi við samninginn og vísar fjármögnun hans til næstu endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.

Samþykkt að boða fulltrúa Langasands á fundar stjórnar til nánari upplýsingagjafar.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:00.

 

 

 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00