Félagsmálaráð (2002-2008)
633. fundur félagsmálaráðs haldinn á félagsmáladeild, Stillholti 16-18, miðvikud. 4. des. 2002 og hófst hann kl.18:00.
___________________________________________________________
Mættir voru: Ágústa Friðriksdóttir
Margrét Þóra Jónsdóttir
Tryggvi Bjarnason,
Sæmundur Víglundsson
Sigurður Arnar Sigurðsson.
Auk þeirra Sveinborg Kristjánsdóttir félagsráðgjafi sem ritaði fundargerð. Trúnaðarbók ritaði Sigurður Arnar Sigurðsson.
___________________________________________________________________
Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:
1. Fjárhagsaðstoð
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
2. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
3. Drög að samkomulagi við hreppana sunnan Skarðsheiðar
Kynnt drög að samkomulagi á milli Akraneskaupstaðar annars vegar og hreppanna sunnan Skarðsheiðar hins vegar. Með samkomulaginu samþykkir Akraneskaupstaður að annast fyrir hönd hreppanna málefni barna- og ungmenna í samræmi við barnaverndarlög nr. 80. 2002. Félagsmálaráð gerir engar efnislegar athugasemdir við samninginn.
4. Styrkveitingar til félaga og félagasamtaka
Félagsmálaráð leggur til að Fjöliðjan, Þroskahjálp á Vesturlandi, Sumarbúðirnar Ölver, Kvennaathvarfið og Stígamót fái styrk frá Akraneskaupstað.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 20:00