Félagsmálaráð (2002-2008)
639. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,
Stillholti 16-18, þriðjud. 4. mars 2003 og hófst hann kl.16:00.
_____________________________________________________________
Mættir voru: Ágústa Friðriksdóttir
Margrét Þóra Jónsdóttir
Tryggvi Bjarnason,
Sigurður Arnar Sigurðsson
varamaður: Sigurveig Stefánsdóttir
Auk þeirra Sólveig Reynisdóttir félagsmálastjóri og Sveinborg Kristjánsdóttir félagsráðgjafi sem ritaði fundargerð. Trúnaðarbók ritaði Sigurður Arnar Sigurðsson.
____________________________________________________________
Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:
1. Fjárhagsaðstoð
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
2. Barnavernd
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
3. Liðveisla
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
4. Bréf félagsmálaráðuneytisins dags. 24. febrúar 2003 varðandi ný lög um útgáfu dvalarleyfis fyrir útlendinga.
Erindið kynnt.
5. Bréf frá Ný Leið-ráðgjafaþjónustu dags. 21. febrúar 2003 til að vekja athygli á starfsemi þeirra.
Erindið kynnt.
6. Starfsdagur félagsmálaráðs.
Lögð fram drög að starfsdegi félagsmálaráðs sem fyrirhugaður er 15. mars næstkomandi.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10