Félagsmálaráð (2002-2008)
644. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,
Stillholti 16-18, þriðjud. 20. maí 2003 og hófst hann kl.16:00.
Mættir voru: Ágústa Friðriksdóttir
Margrét Þóra Jónsdóttir
Sigurður Arnar Sigurðsson
Tryggvi Bjarnason
Auk þeirra Sólveig Reynisdóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs og Sveinborg Kristjánsdóttir yfirfélagsráðgjafi sem ritaði fundargerð. Trúnaðarbók ritaði Sigurður Arnar Sigurðsson.
Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:
1. Drög að nýjum reglum vegna daggæslu í heimahúsum, dags. 15.05.03.
Sigrún Gísladóttir öldrunar- og leikskólafulltrúi mætti á fundinn kl. 16:00 til að kynna reglurnar. Nokkrar breytingartillögur komu frá félagsmálaráði. Reglurnar verða lagðar fyrir til samþykktar á næsta fundi félagsmálaráðs.
2. Bréf frá starfsmönnum í félagsstarfi aldraðra, dags. 14.05.03 varðandi aðsóknarfjölda í félagsstarfið.
Sigrún Gísladóttir kynnti erindið. Öldrunarfulltrúa falið að koma með hugmyndir í samráði við starfsfólk félagsstarfsins um breytt starfsfyrirkomulag. Sigrún Gísladóttir vék af fundi kl. 16:30.
3. Fjárhagsaðstoð.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
4. Barnavernd.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
5. Sveitadvalir 2003.
Lagður fram listi yfir börn sem fara í sveit á vegum fjölskyldusviðs sumarið 2003.
6. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 09.05.03 ásamt spurningalista um útreikning og afgreiðslu húsaleigubóta.
Erindið kynnt.
7. Bréf frá Ráðgjafaþjónustu um fjármál heimilanna dags. 12.05.03 varðandi ársfund félagsins þann 23. maí 2003.
Erindið kynnt.
8. Bréf frá Hagstofu Íslands dags. 25. 05.03 varðandi tölulegar upplýsingar um félagsþjónustu sveitarfélagsins.
Erindið kynnt.
9. Bréf Barnaverndarstofu dags. 16.04.03 varðandi tölulegar upplýsingar um barnaverndarmál á Akranesi.
Erindið kynnt.
10. Bréf fyrirtækisins Ný Leið-Ráðgjöf, dags. 08.05.03., sem býðst til að kynna starfsemi sína sem snýr að ráðgjöf og þjónustu í vandamálum sem tengjast vímuefnaneyslu og/eða samskiptaerfðleikum í fjölskyldum.
Erindið kynnt.
11. Boð um að taka þátt í lokuðu málþingi sem ber heitið ?Skuggahliðar nútíma fólksflutninga? á vegum nokkurra félagasamtaka þann 26. maí 2003. Fjallað verður um stöðu erlendra kvenna í sambúð með íslenskum körlum og beittar eru ofbeldi.
Erindið kynnt.
12. Bréf Barnaverndarstofu dags. 14.05.03 þar sem minnt er á norræna barnaverndarráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík 28.-31. ágúst 2003.
Erindið lagt fram.
13. Bréf bæjarráðs dags. 15.05.03 vegna bréfs Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa varðandi kynningu á störfum félagsráðgjafa hjá sveitarfélögum.
Erindið kynnt.
14. Bréf Félagsmálaráðuneytisins dags. 12.05.03 til félagsmálanefnda sveitarfélaga ásamt fylgigögnum.
Erindið lagt fram til kynningar.
15. Bréf Félagsmálaráðuneytisins dags. 15.05.03 til sveitarstjórna ásamt fylgigögnum.
Erindið lagt fram til kynningar.
16. Viðbótarlán
Úthlutað var átta viðbótarlánum samtals að upphæð kr. 15.887.000,-.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:00