Fara í efni  

Félagsmálaráð (2002-2008)

645. fundur 03. júní 2003 kl. 16:00 - 17:15

645. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,
Stillholti 16-18, þriðjud. 3. júní  2003 og hófst hann kl.16:00.


Mættir voru: Ágústa Friðriksdóttir
 Margrét Þóra Jónsdóttir
 Sigurður Arnar Sigurðsson
Tryggvi Bjarnason
 Sigurveig Stefánsdóttir

 

Auk þeirra Sólveig Reynisdóttir sviðstjóri fjölskyldusviðs og Sveinborg Kristjánsdóttir yfirfélagsráðgjafi sem ritaði fundargerð. Trúnaðarbók ritaði Sigurður Arnar Sigurðsson.


Fundur settur af formanni.

 

Fyrir tekið:

 

1. Fjárhagsaðstoð.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

 

2. Barnavernd.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.

 

3. Sveitadvalir 2003.
Lagður fram viðbótarlisti yfir börn sem fara í sveit á vegum fjölskyldusviðs sumarið 2003.

 

4. Drög að nýjum reglum vegna daggæslu í heimahúsum, dags. 15.05.03.
Félagmálaráð samþykkir tillögur að breyttum reglum um daggæslu í heimahúsum og óskar eftir staðfestingu bæjarráðs.

 

5. Bréf bæjarráðs, dags. 22.05.03, varðandi erindi félagsmálaráðuneytisins sem fjallar um nýjar reglur um fjárhagsaðstoð.
Erindið lagt fram.

 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:15

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00