Félagsmálaráð (2002-2008)
647. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,
Stillholti 16-18, þriðjud. 30. júní 2003 og hófst hann kl. 8:00.
Mættir voru: Ágústa Friðriksdóttir
Margrét Þóra Jónsdóttir
Sigurður Arnar Sigurðsson
Sæmundur Viglundsson
Tryggvi Bjarnason
Auk þeirra Sólveig Reynisdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sem ritaði fundargerð og Sigurður Arnar Sigurðsson sem ritaði trúnaðarbók.
Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:
1. Barnavernd: Á fundinn mætti Jón Haukur Hauksson, hdl.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók
Jón Haukur vék af fundi kl. 8:20.
2. Viðbótarlán
Starfsmönnum fjölskyldusviðs heimilað að afgreiða viðbótarlán sem falla undir reglur bæjarstjórnar þar til félagsmálaráð kemur saman í ágúst.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 8:30