Félagsmálaráð (2002-2008)
653. fundur félagsmálaráðs haldinn á skrifstofu ráðgjafadeildar,
Stillholti 16-18, þriðjud. 4. nóv. 2003 og hófst hann kl.16:00.
Mættir voru: Ágústa Friðriksdóttir
Margrét Þóra Jónsdóttir
Tryggvi Bjarnason
Sigurður Arnar Sigurðsson
Sæmundur Víglundsson
Auk þeirra Sólveig Reynisdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Sveinborg Kristjánsdóttir yfirfélagsráðgjafi sem ritaði fundargerð.
Fundur settur af formanni.
Fyrir tekið:
1. Framfærsla.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
2. Barnavernd.
Einstaklingsmál skráð í trúnaðarbók.
3. Bréf frá Allsherjarnefnd Alþingis þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög, 10. mál, brottvísun og heimsóknarbann.
Lagt fram.
4. Fjárhagsáætlun.
Rædd fjárhagsáætlun fyrir árið 2004.
5. Viðbótarlán.
Úthlutað var tveimur viðbótarlánum samtals að upphæð kr. 3.478.000,-
Fundi slitið kl. 17.30